Morgunblaðið - 07.07.2017, Síða 19

Morgunblaðið - 07.07.2017, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Rigning Börn láta veður sjaldnast hafa áhrif á geðslag sitt og mættu fullorðnir taka það sér til fyrirmyndar. Eggert Nýlega kom afar merkileg bók út hjá Al- menna bókafélaginu. Hún ber heitið „Með lífið að veði“ og er eftir unga konu, Yeonmi Park, sem fæddist á árinu 1993 í Norður-Kóreu. Undirtitill bókarinnar er „Leið norð- urkóreskar stúlku til frelsis“. Í bókinni segir höfund- ur ótrúlega sögu sína allt frá fæðingu og fram til þess að henni og móður hennar hafði tekist að flýja frá Norður-Kóreu til Kína þegar Yeonmi var 13 ára og síðar til Suður- Kóreu tveimur árum síðar. Bókin lýsir þjóðfélagsháttum í Norður-Kóreu sem verður ekki lýst nema á þann hátt að vera glæpsamlegir. Meðferðin á fólk- inu er slík að maður trúir vart sínum eigin augum yfir lýsingunni í bókinni. Síðan er lýsingin á för þeirra mæðgna í gegnum Kína, þar sem þær voru frá árinu 2007 til 2009, skelfileg. Þar þurftu þær að sæta mansali og voru báðar beittar ofbeldi og misnotaðar af körlum sem svöluðu fýsnum sínum með dýrslegum hætti á þeim. Móðir Yeonmi þurfti oftsinnis að leggjast undir karla sem þær áttu líf sitt undir í þessari helför og þá einkum til að halda verndarhendi yfir dóttur sinni. Þær komust svo loks til Suður- Kóreu á árinu 2009. Yeonmi þurfti þá að byrja námsferil nánast frá grunni því hún hafði ekki notið neinnar menntunar á bernskuárum sínum að heitið gæti. Og hún náði fljótlega ótrú- legum árangri, einungis knúin áfram af lönguninni til að „gera eitthvað“ úr sjálfri sér og síðar af hvötinni til að rísa upp gegn því ofbeldi sem hún og fjölskylda hennar hafði mátt þola. Til varð bókin sem núna er komin út hér á landi. Hún hefur hvarvetna vakið verðskuldaða athygli og nú er Yeonmi orðin eftirsóttur fyrirlesari víða um heim þar sem hún segir frá ástandinu í fæðingarlandi sínu út frá eigin skelfi- legri reynslu sinni. Þessi bók hefur að geyma lýsingu á því þjóðfélagi sem verður til undir al- ræðisstjórnum eins og í Norður-Kóreu og raunar einnig í Kína. Þetta stjórnarfar er ekkert minna en glæpsamlegt gagnvart því fólki sem við þarf að búa. En í frá- sögninni hvílir líka annað sem er ekkert minna en stórkostlegt. Það er saga þessarar ungu stúlku sem þráði frelsið og lagði lífið að veði til að öðlast það og hefur síðan barist fyrir því að aðrir fái líka að njóta þess. Þessi unga kona er al- veg einstök persóna. Saga hennar fel- ur í sér von fyrir alla, sem þurfa að sæta ofríki og valdbeitingu, um að ein- hvers staðar leynist réttlæti, sem svo sannarlega er þess virði að berjast fyrir. Í þessari bók felst auk annars áminning um hversu hégómleg vanda- mál það eru sem Íslendingar sífellt bera á borð með réttlætið að vopni. Sama kvöldið og ég lauk lestri bók- arinnar var fyrsta frétt á Stöð 2 um konu sem hafði fengið bréf frá fast- eignasala, þar sem henni var sagt frá því að einhver hefði áhuga á að kaupa íbúð hennar. Tekið var viðtal við send- anda bréfsins sem baðst afsökunar á að hafa sent það! Þjóð sem gerir svona mál að aðalfrétt í fréttatíma kvöldsins á varla við mikil raunveru- leg vandamál að stríða, eða hvað? Bók Yeonmi Park ætti að vera skyldulesning fyrir alla sem unna frelsi og mannlegri reisn. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þessi unga kona er al- veg einstök persóna. Saga hennar felur í sér von fyrir alla sem þurfa að sæta ofríki og valdbeit- ingu um að einhvers stað- ar leynist réttlæti, sem svo sannarlega er þess virði að berjast fyrir. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Skyldulesning „Það getur verið að hugsjón frelsisins sé ekki neitt sérstaklega merkileg hugsjón, en hún er æðsta hugsjón bundins manns, og meðan er bundinn mað- ur í heiminum stendur hún í gildi á sama hátt og hugsjón saðningar- innar er í gildi meðan til er soltinn maður.“ Svo ágætlega mælti skáldið og þessi orð eru enn í fullu gildi. Frá því greinarhöfundur fór að fylgjast með fréttum af líðandi stund með frásögnum nokkurra snillinga, sem sögðu þær beint úr Lundúna- fréttum fyrr um morguninn, hefur meginstef allra frétta verið barátta mannsandans fyrir hinum frjálsa heimi. Í fararbroddi þjóða hins frjálsa heims voru lengst af Banda- ríkin og Bretland. Þeim við hlið stóðu Frakkland og Þýskaland auk Norðurlandaþjóða sem stóðu saman, þó að sumar þeirra þjóða kenndu sig við hlutleysi en aðrar voru og eru að- ilar að NATO. Þeir sem hafa langtímaminni muna sem gerst hafi í gær þegar Sovétríkin og fylgiríki þeirra gerðu innrás í Ungverjaland og síðar í Tékkóslóvakíu en í millitíðinni voru settir upp eldflaugaskotpallar á Kúbu, pallar fyrir eldflaugar sem gátu borið kjarnaodda, í túngarð- inum hjá Bandaríkjunum. Vissulega háðu Bandaríkjamenn vonlausa styrjöld í Víetnam á sama tíma. Frelsi og nýsköpun Eitthvað kunna hlutföll í heiminum að hafa raskast á þeim 40 árum sem liðin eru frá lokum styrjaldarinnar í Víetnam. Kínverska alþýðulýðveldið hefur tekið sæti Formósu hjá Sameinuðu þjóð- unum og þau lönd sem lutu í gras í síðari heimsstyrjöldinni hafa orðið efnahagsleg stórveldi. Vissulega er Kína mikið efnahagsveldi. Stafar það að nokkru af því að Bandaríkin hafa verið rekin með verulegum halla á utanríkis- viðskipum á liðnum áratugum. Það hefur leitt til þess að Bandaríkin eru orðin „smá“. Í öllu falli telur núver- andi forseti Bandaríkjanna nauð- synlegt „að gera Bandaríkin stór aftur“. Sem dæmi um viðreisn hinna sigr- uðu þá hafa flestar nýjungar í fram- leiðslu tækja til afþreyingar, eins og sjónvörp, myndbandstæki og filmu- lausar myndvélar orðið til með þjóð- um sem töpuðu. Enginn þykir mað- ur nema hann aki á þýskum bíl. Nýsköpun var ekki kæfð í ósigrum. Frakkland var meðal sigurveg- ara. Enginn stendur þeim á sporði í framleiðslu munaðarvöru, hvort heldur í klæðum eða drykk. Sumar þeirra þjóða sem voru sig- urvegar í stríðinu framleiða ekkert nema hrávöru. Garry Kasparov benti greinarhöfundi á þetta á fundi. Þannig er sorglegt að sjá hvernig gengi rúblu gagnvart dollar sveiflast með olíuverði. Svo háð er herveldið Rússland olíuverði. Þær þjóðir sem tapað hafa frelsinu eða aldrei notið þess, framleiða ekki neitt annað en hrávöru. Svo virðist sem frelsi andans sé grundvöllur ný- sköpunar í framleiðslu. Frelsi og samvinna Eftir að styrjöld í Evrópu lauk þá töldu hugsjónamenn í þeim löndum sem börðust að slíkt mætti ekki end- urtaka sig. Þar fóru fremstir Frakk- ar tveir, Schuman og Monnet. Á sama tíma var stjórnarfar í Frakk- landi óstöðugt með 22 ríkisstjórnir á 12 árum, þar til Charles de Gaulle reyndi að stjórna Frökkum, vitandi að það kynni að vera erfitt að stjórna þjóð sem hefur 246 tegundir af ost- um. Það tókst þó því frá stofnun 5. lýðveldisins hefur ríkt stöðugleiki í Frakklandi. Hugmyndafræði hershöfðingjans var íhaldssemi og að Frakkland skyldi vera óháð erlendu valdi. Jafn- framt var undirritaður samningur um vináttu Frakka og Þjóðverja í höllu forseta Frakklands og við hana er kennd, Élysée Treaty. Hershöfð- inginn gerði sér ljóst að fólk gæti átt vini þótt grunnt gæti verið á því góða milli stjórnmálamanna. Það var í heimabæ Charles de Gaulle, Colombey-les-Deux-Églises, sem Frakklandsforseti og Þýska- landskanslari innsigluðu vináttu þjóðanna með minningarsafni um síðari heimsstyrjöldina og líf hers- höfðingjans. Safnið var opnað árið 2008. Annar styrjaldarleiðtogi, norðan við Ermarsund, sjálfur Churchill, á að hafa sagt að besta leiðin til að efla sjálfstæðið væri að fórna því. Með því vildi hann leggja áherslu á sam- vinnu þjóð. Allir kanslarar Þýskalands eftir stríð reyndu að sameina þýsku þjóð- ina. Helmunt Kohl tókst það að lok- um. Hver hefði trúað því að nokkru síðar yrði þýskur kanslari fæddur undir oki kommúnisma? Áhyggjur af frelsinu Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af frelsinu og hinum frjálsa heimi. Það er nefnilega svo að hinn frjálsi heimur er ávallt í vörn gegn oki alræðis og vangetu. Á þeim 60 árum sem liðin eru frá því greinarhöfundur fór að fylgjast með heiminum hafa aðstæður breyst á þann veg að Bandaríkin og Bret- land virðast ekki í forystu hins frjálsa heims. Á því virðist hafa orðið breyting. Núverandi Bandaríkjaforseti er óútreiknanlegur og það er ekki traustvekjandi fyrir þær þjóðir, sem ávallt hafa staðið með Bandaríkj- unum. Á sama veg er það í raun í Bretlandi, sem hefur ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi hvað taki við í sam- skiptum við þær þjóðir sem eftir eru. Svo virðist sem frjáls för fólks, sam- eiginlegir dómstólar við úrlausn ágreiningsefna og sameiginlegt eftirlit á mörkuðum sé meginágrein- ingsefni. Það eru einmitt þessi atriði sem eru hluti af samvinnu til að sam- vinna skili árangri. Og hvað tekur við? Greinarhöfundur hefur undarlega reynslu af samskiptum við sendi- herra þeirra ríkja sem áður tilheyrðu Varsjárbandalaginu. Flestir hafa lát- ið þá skoðun í ljós að frelsi þeirra og sjálfstæði hafi fyrst verið tryggt þeg- ar lönd þeirra fengu aðild að Evrópu- sambandinu og NATO. Reyndar er eitt land, það er Kosovo, sem á í erfiðleikum með tilvist sína. Vegna þess að landið fær varla áheyrn hjá þessum samtökum en óskar eftir að- ild eftir langvarandi sjálfstæðisbar- áttu. Þetta er athyglisvert fyrir þá sem hafa þurft að hlusta á söngva um „Ísland úr NATO“. Frelsi og siðgæði Það kann að vera að ekki sé til neitt sem heitir siðgæði, aðeins mis- munandi hagkvæmar venjur. Þannig er glæpur hjá einum dyggð hjá öðr- um. Og glæpur á einum tíma kann að vera dyggð á öðrum. Og dyggð einn- ar stéttar glæpur annarrar. Eins er það dásemd þess sem hefur verið í dýflissu að frelsast. Það á við þær þjóðir sem gengið hafa til liðs við Atl- antshafsbandalagið en voru áður í Varsjárbandalaginu. Greinarhöfundur hefur alist upp við frelsi, sem ekki hefur skaðað aðra. Greinarhöfundur þekkir einnig til samvinnu manna og þjóða. Það er frelsi og samvinna sem skil- ar sigrum hins frjálsa heims. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það er nefnilega svo að hinn frjálsi heim- ur er ávallt í vörn gegn oki alræðis og vangetu. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Hinn frjálsi heimur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.