Morgunblaðið - 07.07.2017, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.07.2017, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 ✝ Sigríður Þor-steinsdóttir snyrtifræðingur fæddist á Vatns- leysu í Biskups- tungum 21. októ- ber 1938. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 29. júní 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ágústa Jónsdóttir húsfreyja frá Gröf í Bitru, f. 28. ág. 1900, d. 25. sept. 1986, og Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu, f. 2. des. 1893, d. 11. okt. 1974. Sigríður var næstyngst níu systkina en hin eru: Ingigerð- ur, f. 1923, d. 1994, Sigurður, f. 1924, Steingerður, f. 1926, Ein- ar Geir, f. 1930, Kolbeinn, f. 1932, d. 2013, Þorsteinn Þór, f. 1933, d. 1940, Bragi, f. 1935, Viðar, f. 1945. Fyrri eiginmaður Sigríðar er Grétar Br. Kristjánsson hdl., f. 15. sept. 1937. Foreldrar hans voru hjónin Bergþóra Brynjúlfsdóttir húsfreyja, f. 11. apríl 1908, d. 8. mars 1987, og Kristján Guðlaugsson hrl., f. 9. sept. 1906, d. 12. nóv. 1982. Sigríður og Grétar eignuðust reiðslumeistara, f. 8. ág. 1932, d. 31. maí 2017. Foreldrar Hall- dórs voru Valgerður Halldórs- dóttir, f. 29. jan. 1897 í Reykja- dalskoti, Hrunamannahreppi, nú Túnsbergi, d. 6. mars 1956, og Vilhjálmur Magnús Vil- hjálmsson, f. 28. jún. 1889 í Húnakoti í Þykkvabæ, d. 6. mars.1968. Börn Halldórs af fyrra hjónabandi eru 1) Einar Halldór, f. 1957. 2) Hörður matreiðslumeistari, f. 1958, giftur Hólmfríði Jónsdóttur kennara, f. 1951. 3) Valgerður félagsráðgjafi, f. 1961. Sigríður ólst upp á Vatns- leysu á mannmörgu menning- arheimili þar sem tónlist og söngur var í hávegum haft. Sigríður stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni. Fyrst eftir að Sigríður flutti til Reykjavíkur vann hún hjá Vá- tryggingafélagi Íslands. Hún lauk prófi sem snyrtifræðingur frá snyrtiskóla Margrétar Hjálmtýsdóttur og starfaði meðal annars í snyrtivöruversl- uninni Clöru og kenndi snyrti- fræði í FB. Hún var ein af eig- endum snyrtistofunnar Gyðj- unnar sem var fyrst til húsa í Glæsibæ og síðar í Skipholti. Síðustu starfsárin vann Sigríð- ur á bókasafni Hlíðaskóla í Rvk. Sigríður tók um árabil virkan þátt í starfi Kvenfélag- inu Hringnum. Útför Sigríðar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 7. júlí 2017, kl. 13. þrjú börn. 1) Ágústa Arna lyfja- fræðingur, f. 1964, gift Jóni Bene- diktssyni raf- magnsverk- fræðingi, f. 1964. Þeirra börn eru Kristín, f. 1989, í sambúð með Rúti Erni Birgissyni, f. 1985, Benedikt, f. 1991, í sambúð með Sólrúnu Díu Friðriks- dóttur, f. 1992, og Þorsteinn, f. 1994, í sambúð með Rebekku Bjarnadóttur, f. 1994. 2) Kristján Magnús rekstrar- hagfræðingur, f. 1966, giftur Guðnýju Hansdóttur rekstrar- hagfræðingi, f. 1967. Þeirra börn eru Hans Grétar, f. 1990, Eiður Orri, f. 2001, og Sigríður Erla, f. 2001. 3) Inga Hrönn kennari, f. 1973, gift Ara Björnssyni við- skiptafræðingi, f. 1966. Þeirra börn eru Sigríður Rós f. 2008, og Arna Dögg, f. 2011. Áður hafði Grétar eignast dótturina Bergþóru Kristínu lögfræðing, f. 1960, gift Haraldi Schiöth Elfarssyni, f. 1959. Sigríður giftist 6. jan. 1994 Halldóri V. Vilhjálmssyni mat- Elsku amma Sísí. Ég trúi því ekki að þú sért far- in. Ég hélt í fullri einlægni að þú yrðir níræð eins og Steina frænka. Þú varst alltaf að, svo hraust og dugleg, góð og skemmtileg. Ég sakna þín svo mikið. Það var eitthvað svo gott og róandi að koma í kaffi til þín, sitja við eldhúsgluggann með þér og Mansa og ræða um daginn og veginn. Þér þótti svo vænt um okkur. Sagðir manni sögur af Ingu og stelpunum, tvíburunum og Hansa frænda. Spurðir frétta af bræðrum mínum og mömmu og pabba. Vissir samt eiginlega alltaf hvað var að frétta af öllum, fylgdist svo vel með fólkinu þínu. Ég elskaði að heyra söguna af því hvernig þú kynntist Mansa. Þið voruð svo góð saman. Afi Mansi alltaf léttur og ljúfur, stríð- andi þér með glettið bros á vör. Eins sárt og það er að hafa misst ykkur bæði í sama mánuðinum þá er eitthvað fallegt við það að þið skylduð hafa farið með jafnstuttu millibili. Tvær samrýndar sálir. Núna hugsa ég með sérstakri hlýju til afmælisdagsins míns í fyrra. Við komum við hjá þér í bú- staðnum á Þingvöllum á leiðinni út á land. Þú og afi Mansi sólbrún og sæt eftir veruna þar yfir sum- arið. Ég var með vini mína með mér, þið tókuð vel á móti okkur eins og alltaf, kaffi og pönnukök- ur á boðstólum að venju, við skál- uðum og skiptumst á skemmti- legum sögum. Þú sýndir okkur bústaðinn og kotið, kynntir okkur fyrir vinum þínum, kríunum. Ég held að enginn hafi átt í jafngóðu sambandi við kríur og þið Mansi. Ég er viss um að Loppa og fugl- arnir á Þingvöllum eiga eftir að sakna ykkar sárt. Amma þú varst svo klár. Lærðir á nýjustu tæknina, notað- ir Skype eins og ekkert væri og spjallaðir við mann í gegnum Fa- cebook. Þú, ásamt mömmu, varst fyrirmyndin mín þegar kom að lestri bóka. Ég velti því oft fyrir mér hvort þú værir búin að lesa allar bækur sem skrifaðar hafa verið á íslenskri tungu, þú varst svo vel lesin og hraðlæs. Ég hafði unun af því að heyra þig segja sögur úr sveitinni þar sem þú ólst upp, heyra þig segja frá dugnaði langömmu og -afa með stolti. Ekki voru síðri sög- urnar af því hvernig þú stóðst á þínu í gegnum árin. Þú varst ákveðin og lást ekki á skoðunum þínum. Það vantaði heldur ekki húmorinn hjá þér. Notaðir hann í veikindunum, meira að segja þeg- ar þú varst komin í hjólastól undir það síðasta. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. Ég er sér- staklega þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum á síð- astliðnum árum, samtölin þegar ég bjó í Vestmannaeyjum, öll skiptin sem ég kom í litun til þín. Núna ertu farin og lífið mun aldr- ei vera samt. Þín verður saknað allan ársins hring, sérstaklega í Tungunum, fjölskylduferðunum og á jólunum. Á líknardeildinni sagðir þú við mig: „Við pössum upp á hvor aðra“ og brostir fallega til mín. Þó að þú sért farin þá veit ég að þú munt áfram passa upp á mig. Guð geymi þig, elsku amma mín. Hvíldu í friði. Kristín Jónsdóttir. Ég kem bráðum til þín, Mansi minn, heyrði ég Sísí systur mína segja yfir gröf Mansa um leið og hún lét rós falla á kistulokið. Hún vissi og við öll að stutt gæti orðið á milli þeirra. Ekki þó svona stutt. Sísí sýndi mikinn styrk við skyndilegt fráfall Mansa fyrir réttum fjórum vikum og augljóst að hún var að ganga á krafta sína, eins fárveik og hún var. Fyrir ut- an foreldra mína á ég Sísí líklega mest að þakka fyrir umhyggju hennar fyrstu árin mín. Að mörgu var að hyggja á stóru sveitaheim- ili á þeim árum sem ég, yngsta barnið, fetaði fyrstu sporin. Ég var níundi í röðinni fæddur af móður sem átti aðeins mánuðinn í að ná 45 ára aldri. Á þeim tíma var jafnvel talið að konur væru þá komnar úr barneign. Árið 1945 var gamli bærinn rifinn, nýtt hús reist og á meðan var skemma not- uð sem íveruhús fjölskyldunnar. Því voru allar vinnufærar hendur nýttar og næstu árin var litli bróðirinn í sérstakri umönnun „stóru“ systur en sjö ár eru á milli okkar. Auðvitað veit ég þetta mest af afspurn því mest var þetta fyrir mitt minni. Það eitt veit ég að fóstrið fórst Sísi vel úr hendi og hefur hún án efa bjargað mér frá margri hrösun þessi árin. Þótt þessi stóri systkinahópur hafi verið mjög samstilltur þá hefur Sísí alltaf staðið mér næst. Við uxum úr grasi og ég varð líka fljótt að leggja mitt til bústarf- anna á sumrin. Landbúnaðurinn var að vélvæðast og miklar breyt- ingar í vændum. Ekki var ónýtt að hafa strákinn til að snúa lján- um á Ferguson model 5́3. Móðir mín og systir voru oft áhyggju- fullar er þær sáu ljósa kollinn hverfa fyrir næsta leiti en alltaf kom hann til baka. Allir urðu að leggja sitt af mörkum og fyrir það er ég nú mjög þakklátur. Aðstæð- ur okkar voru sérstakar að því leyti að á Vatnsleysubæjunum ól- ust upp barnahópar foreldra minna og systur pabba, Kristínar og Erlendar í Vesturbænum. Aldrei bar skugga á samstarf barnanna né foreldra þeirra í heilan mannsaldur. Ekki má gleyma að í túnfætinum var sam- komuhús sveitarinnar og böllin sem þar voru haldin voru alvöru- sveitaböll þess tíma. Það fór svo að stráklingurinn fylgdist með þegar Sísí sveif í dansinn við gæjana sem reyndu að stæla Presley í töktum og greiðslu. Við systkinin eignuðumst góðan fé- laga þegar Grétar og Sísí stofn- uðu til hjúskapar. Heill og sannur drengur var og er Grétar en þó fór svo að þau skildu að skiptum. Oft var glatt á hjalla á Skrið- ustekknum en um árabil hittist stórfjölskyldan þar um áramót og veitingar voru ekki skornar við nögl. Það var gott að eiga Sísí að. Hún var ósérhlífin og vildi hvers manns vanda leysa. Stutt var á milli okkar í Breiðholtinu og oft var hlaupið undir bagga með barnapössun. Eftir skilnaðinn tók við erfiður tími hjá systur minni en svo hitti hún öðlinginn og ljúf- mennið hann Mansa sem bar hana á höndum sér. Þau nutu sumarsins á Þingvöllum eftir starfslok þar sem Mansi veiddi silung og andfuglar mauluðu góð- gæti úr lófa þeirra. Mansi var mikil barnagæla og fengu barna- börn Sísíar sérstaklega að njóta þess. Blessuð sé minning Sísíar og Mansa. Viðar Þorsteinsson. Í dag kveðjum við yndislega manneskju og frænku mína Sig- ríði Þorsteinsdóttur, eða hana Sísí eins og hún var ávallt kölluð. Ég á margar fallegar og góðar minningar um Sísí og flestar tengjast þær æsku minni úr Breiðholtinu. Við Inga Hrönn, dóttir hennar, urðum bestu vin- konur strax í leikskóla. Leiðir okkar lágu síðan saman í Breið- holtsskóla, þar sem margt skemmtilegt var brallað. Við vor- um heimagangar hjá hvor ann- arri og það voru ófá gistikvöldin sem við áttum saman. Sísí var einstaklega umhyggjusöm við mig, nærgætin og hlý. Það voru forréttindi fyrir okkur ung- lingana að fá að fara á snyrtistof- una til hennar. Hún dekraði við okkur eins og við værum fasta- kúnnar, setti á okkur maska og krem, kreisti fílapensla, plokkaði augabrúnir, málaði okkur fyrir böllin og lakkaði neglurnar. Skemmtilegast þótti okkur þegar viðskiptavinir komu heim til Sísí- ar og við Inga lágum á hleri og hlustuðum á allar kjaftasögurnar í bænum. Sísí var glæsileg kona, falleg og ávallt mjög vel tilhöfð. Hún lagði áherslu á það við okkur stelpurnar að hugsa um heilsuna og bera höfuðið hátt, þótt á móti blési í lífinu. Ég man hvað ég leit upp til hennar sem unglingur og með aðdáun hugsaði ég hvað hún væri dugleg, þá einstæð móðir Sigríður Þorsteinsdóttir ✝ Davíð WallaceJack fæddist í Heydölum í Breið- dal 25. júní 1945. Hann lést á Líknar- deild LSH í Kópa- vogi 30. júní 2017. Foreldrar hans voru Robert John Jack, f. 5.8. 1913, d. 11.2. 1990, og Sig- urlína Guðjóns- dóttir, f. 15.2. 1908, d. 2.3. 1952. Stjúpmóðir hans er Guðmunda Vigdís Jack, f. 24.3. 1929. Alsystkini Davíðs: María Lovísa, f. 28.8. 1946, Róbert Jón, f. 15.9. 1948, Pétur William, f. 21.12. 1950, d. 31.10. 1983. Hálf- systir sammæðra: Hildur Ólöf Eggertsdóttir, f. 24.11. 1930, d. 28.4. 1988. Hálfsystkini sam- feðra: Ella Kristín, f. 14.6. 1954, Anna Josefin, f. 25.7. 1958, Jón- ína Guðrún, f. 3.3. 1960, Sig- urður Tómas, f. 12.9. 1963 og Sigurlína Berglind, f. 2.2. 1965. Uppeldisbræður: Bragi Hólm Kristjánsson, f. 1.7. 1939, d. 7.6. 2003, og Ragnar Gunnsteinn Ragnarsson, f. 12.1. 1954, d. 8.1. 2009. Stjúpbróðir: Erlingur Jó- hannes Ólafsson, f. 20.4. 1950, d. 12.8. 1967. fóstur til móðurbróður síns Ragnars Gunnsteins Guðjóns- sonar, f. 31.1. 1910, d. 31.1. 1983, og konu hans Guðrúnar Jóhönnu Magnúsdóttur, f. 13.12. 1903, d. 14.6. 1992, í Hveragerði. Vorið 1956 fluttu Davíð og María með föður sínum og Vigdísi, seinni konu hans, á Tjörn á Vatnsnesi. Á unglingsárum var hann eitt sumar hjá föðurömmu sinni í Skotlandi. Davíð gekk í barna- skóla í Hveragerði, farskóla á Vatnsnesi og var í Reykjaskóla en hélt svo í flugvirkjanám í Tulsa í Bandaríkjunum. Árið 1965 hóf hann störf hjá Flug- félagi Íslands, síðar Flugleiðum. Samhliða starfi sínu sem flug- virki rak Davíð sjoppu og svo myndbandaleigu á Laugavegi. Á níunda áratugnum hóf hann að gera upp íbúðir og leigja en gerði það síðan að aðalstarfi eft- ir árið 2000 er hann hætti hjá Flugleiðum. Hann átti einnig og rak Sóleyjabyggð ehf. með bróð- ur sínum Róberti Jóni en þeir byggðu tvær blokkir í Grafar- vogi. Davíð byggði hús í Blika- nesi 2 í Garðabæ árið 1973 og bjó þar til dauðadags. Á árunum 1980 til 1986 starfaði hann í JC Görðum og var einn af stofn- endum Drúídareglunnar á Ís- landi árið 1996. Á síðari árum naut Framsóknarflokkurinn góðs af félagsmálaáhuga hans. Útför Davíðs fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 7. júlí 2017, kl. 15. Davíð giftist 15.5. 1971 Bergdísi Ósk Sigmarsdóttur, f. 15.5. 1947. For- eldrar hennar voru Sigmar Hróbjarts- son, f. 24.5. 1919, d. 5.11. 2014, og Jó- hanna Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 29.12. 1924, d. 18.4. 2012. Synir Davíðs og Bergdísar eru: 1) Róbert, f. 8.8. 1971. Eiginkona hans er Díana Dröfn Heiðars- dóttir, f. 5.1. 1973. Börn þeirra eru a) Agata Erna, f. 5.9. 1998, b) Daníel Heiðar, f. 12.8. 2002, og c) Kormákur Nói, f. 18.2. 2010. 2) Sigmar, f. 6.6. 1974. Fyrrverandi eiginkona hans er Anna Kristín Úlfarsdóttir, f. 28.7. 1974. Börn þeirra eru a) Hilmir Davíð, f. 8.10. 2001, b) Brynjar Axel, f. 14.9. 2003, og c) Freyja Ísabella, f. 24.8. 2008. Unnusta Sigmars er Hege Elisabeth Wennersgaard, f. 29.12. 1975. Fyrstu tvö árin átti Davíð heima í Heydölum þar sem faðir hans hóf prestskap en fluttist tveggja ára með foreldrum sín- um til Grímseyjar. Árið 1952 fór hann ásamt Maríu systur sinni í Elsku Davíð. Takk fyrir að leyfa mér að fylgja þér síðasta spölinn á þessari jörð. Takk fyrir yndislega mágkonu sem þú gafst okkur og tvo frábæra frændur, sem þú varst svo óendanlega stoltur af. Þú varst mikill at- hafnamaður, og þegar þú ákvaðst eitthvað var það gert með miklum sóma. Síðustu dag- arnir í lífi þínu voru þar engin undantekning. Þú vissir hversu mikið Bergdís elskaði að undir- búa veislur, og það sem þú vissir einnig var að ef þú yrðir enn þá til staðar á fermingardaginn hans Brynjars barnabarns þíns, myndi það ekki auðvelda und- irbúninginn. Þú varst orðinn svo veikur og ákvaðst því að nú væri nóg komið. Auðvitað, eins og þér einum er lagið, stóðst þú við það. Fermingardagurinn varð að ynd- islegri fjölskylduhátíð, eins og þú vildir. Þú getur enn eina ferðina verið stoltur af fjölskyldunni þinni, sem stendur eins og klett- ur saman í sorg og í gleði. Takk Davíð fyrir að hafa heimilið alltaf opið fyrir okkur fjölskylduna, sama hvenær sem var. Takk fyr- ir fallega brosið þitt og fyrir að þú varst þú. Kveðja Ella. Með nokkrum orðum ætla ég að kveðja bróður minn Davíð sem féll frá fyrir aldur fram eftir erfiða og ósanngjarna baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Nú ertu farinn yfir móðuna miklu, kæri bróðir, og öll orð virðast vera óskaplega fátækleg. En kannski ekki, ef til vill þegar orðin eru lesin þá vakna bænir og hlýjar hugsanir þeim til handa sem eiga um sárt að binda. Á lífsleiðinni áttum við svo mörg skemmtileg samtöl um lífið og tilveruna, ég mun geyma allar þær dýrmætu minningar um góðar stundir, frásagnir þínar um hvernig þú ætlaðir að leysa heimsins vandamál og svo miklu meira. Nú þegar þú kveður þennan heim skilur þú eftir þig fjársjóð sem eru synir þínir og þeirra fjölskyldur. Sá sem auðgar líf annarra hefur vissulega lifað góðu og þýðingarmiklu lífi. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Elsku Bergdís, Róbert, Sig- mar og fjölskylda, ykkur votta ég dýpstu samúð. Guð gefi ykkur öllum styrk á þessum erfiðu tím- um. Þín systir Jónína. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér gáðu ég dó ei, ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Þú varst bara sex ára þegar mamma þín dó, elstur af fjórum systkinum. Eftir fráfall hennar voruð þið María þrjú ár hjá móð- urbróður ykkar í Hveragerði. Þegar við pabbi þinn fluttum norður komu þið loksins með. Það voru nú ekki allir sáttir en systkini mömmu þinnar vildu taka ykkur öll og skipta ykkur á milli sín. En pabbi ykkar vildi standa við það loforð sem hann gaf mömmu ykkar á dánarbeði hennar að skilja ykkur ekki í sundur. Þú varst mjög handlaginn og var það með ólíkindum hvað þú gast búið til úr þeim lélega efni- við sem þú hafðir. Ég gleymi seint sælusvipnum á litlu systr- um þínum yfir dúkkurúmunum sem þú smíðaðir handa þeim. Þegar þú varst 14 ára fórst þú sem messagutti á Gullfossi og 16 ára fórstu til ömmu þinnar í Skotlandi, fékkst þar vinnu í búð til að ná betra valdi á tungumál- inu. Þegar Reykjaskóla lauk var spurning um framhaldsnám og ákvaðst þú að fara í flugvirkjun. Hér á landi var 18 ára aldurs- takmark en í Bandaríkjunum var það 17 ár og urðu Bandaríkin fyrir valinu þó að mér fyndist þú allt of ungur til að vera sendur svona langt í burtu. Þú stóðst þig með prýði í náminu eins og öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég mun aldrei gleyma jólun- um 1967. Þá varst þú að koma frá Bandaríkjunum, María frá London og þrír bræðra þinna úr skólum fyrir sunnan. Hinn helm- ingurinn var að springa úr eft- irvæntingu hvort yrði nú nógu gott veður svo þið kæmust heim. Það hafðist og voru þetta einu jólin sem þið systkinin voruð öll saman komin en einn úr hópnum féll frá sumarið eftir. Fljótlega eftir að þú komst heim úr námi kynntist þú Berg- dísi þinni sem hefur verið þín stoð og stytta í rúm 40 ár. Þú varst ekki orðinn þrítugur þegar þú fékkst lóð í Blikanesinu fyrir einbýlishús. Síðan ertu búinn að byggja við þrisvar, sólstofu, ann- an bílskúr og tveggja herbergja íbúð. Þú varst eitt sinn spurður að því af hverju þú fengir þér ekki nýjan bíl. Svarið var, vegna þess að það er ekkert hægt að gera fyrir nýjan bíl. Svo allt í einu voruð þið hjónin bæði komin á nýja bíla en það var ekki gefið upp hversu margir gamlir voru í bílskúrnum. Þú eignaðist tvo mannvæn- Davíð Wallace Jack

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.