Morgunblaðið - 07.07.2017, Page 25

Morgunblaðið - 07.07.2017, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í sumar frá kl. 8:30 - 15:45, opin smíðastofa án leiðb. frá kl. 10-15, hádegismatur, kalkúnabringa, frá kl. 11.40-12:45, kaffiveitingar á vægu verði kl. 15 - 15:45, bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16:15-17, heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir nær og fjær. Bólstaðarhlíð 43 Sumarkaffi kl. 14:00-15:30, Gunnar Hinrik mun spila léttan djass á rafmagnsgítar og Sigríður Hjördís mun meðal annars spila barrokktónlist og franska leikhústónlist á þverflautu. Kaffi og vafla með ís og heitri súkkulaðisósu á 400 krónur, allir hjar- tanlega velkomnir Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara í síma 617-1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14:00-15:45. Félagsvist í Jónshúsi kl. 13:00. Bíll fer frá Hleinum kl. 12:30, frá Garðatorgi 7 kl. 12:40 og til baka. Skrifstofa FEBG er lokuð frá 5. júlí til 16. ágúst 2017. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 10-14. prjónakaffi kl. 10-12. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 handavinna, kl. 20.00 félagsvist FEBK. Gullsmári Fjölsmiðja kl. 9, leikfimi kl. 10, ganga kl. 10, Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hvassaleiti 56 -58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl.10:30. Spilað í króknum kl.13:30. Stangarhylur 4, Dansað sunnudagskvöld kl.20.00-23.00 -hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Ýmislegt Hjólhýsi Til sölu pokamarkísa 3.2m.l Nánari upplýsingar í síma: 897-7992. Húsviðhald Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ✝ Svandís LiljaMarinósdóttir fæddist að Álf- geirsvöllum í Skagafirði hinn 3. desember 1949. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 24. júní 2017. Foreldrar henn- ar voru Marinó Ás- valdur Sigurðsson, f. 3.2. 1920, og Guðlaug Egils- dóttir, f. 23.7. 1920. Systkini Svandísar eru Sigurður Jónas, f. 1945, Jórunn María, f. 1951, Árný Ingibjörg, f. 1955, Álf- heiður Björk, f. 1959 og Álfgeir Egill Þór, f. 1960. mýri og sóttist námið vel. Fyrstu búskaparárin bjuggu Svana og Indriði í Gilhaga. Þá fluttu þau að Sveinsstöðum og voru þar í nokkur ár. Þaðan fluttu þau að Álfgeirsvöllum þar sem þau bjuggu í 15 ár. Þau stofnuðu svo nýbýlið Álf- heima út úr þeirri jörð og hófu þar búskap árið 1988. Auk þess að vera húsmóðir á stóru heim- ili og bóndi, stundaði Svana árstíðabundna vinnu utan heim- ilis. Hún kenndi m.a. handa- vinnu, heimilisfræði og íþróttir við Steinsstaðaskóla og einnig var hún skólabílstjóri um margra ára skeið. Síðustu árin, eftir að Svana veiktist af Alz- heimer, og allt fram til dán- ardags, dvaldi hún á Heilbrigð- isstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Útför Svandísar fer fram frá Goðdalakirkju í Skagafirði í dag, 7. júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 14. Eiginmaður Svandísar er Indr- iði Stefánsson frá Gilhaga, f. 11.1. 1948. Þau eign- uðust fimm börn, þau eru: Sigrún Helga, f. 1969, Stefán Guðberg, f. 1972, Marinó Örn, f. 1973, Jón Egill, f. 1977 og Ingi- björg Sólrún, f. 1989. Barnabörnin eru orðin 15 talsins. Svana, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd og upp- alin á Álfgeirsvöllum í Lýtings- staðahreppi, Skagafirði. 16 ára gömul fór hún og stundaði nám við Húsmæðraskólann á Löngu- Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Elsku mamma, núna er komið að kveðjustundinni og þá rifjast upp margar góðar minningar. Til dæmis allur góði maturinn sem þú galdraðir fram og þeir voru líka ófáir kökudunkarnir sem búið var að baka í og fylla fyrir jólin, já allt var best hjá mömmu. Þegar við systkinin vorum lítil saumaðir þú alltaf á okkur jólafötin. Eitt atvik því tengt kemur upp í huga minn. Búið var að dressa okkur upp í ný- saumuð föt, ég og Stebbi í buxum og vesti og Sigrún í kjól og við vor- um á leið fram í Gilhaga í jólaboð. Þegar þangað var komið gat ég nú ekki látið það eftir öðrum að fara í gegnum hliðið heldur stökk ég yfir girðinguna og varð þá fyrir því óhappi að rífa nýju buxurnar svo á þær kom mjög stórt gat. Ein- hverjar lítils háttar skammir fékk ég en daginn eftir varstu búin að gera svo vel við gatið að varla var hægt að sjá að buxurnar hefðu nokkurn tíma rifnað. Ekki var nú heldur sjaldan búið að draga mig upp úr fjóshaugnum eða einhverjum drulluskurðum þar sem ég stóð æpandi og búinn að týna öðru stígvélinu. Eitt sinn var ég að skamma syni mína fyrir svipað athæfi og þá hló mamma og sagði með bros á vör: „Ertu alveg búinn að gleyma, Mansi minn, hvernig þetta var hér í gamla daga?“ Já, svona varstu; sást svo oft spaugilegu hliðarnar á öllu. Hversu oft var ég ekki búinn að koma inn til þín og spyrja þig ráða varðandi bílaviðgerðir og þú varst nú ekkert að æsa þig þótt ég kæmi stundum svartur upp fyrir haus með varahlutina inn á eldhúsborð heldur leiðbeindir þú mér hvernig ætti að gera þetta. Mamma, takk fyrir allar þessar góðu stundir. Áfram lifa óteljandi minningar með okkur sem við get- um sagt yngri kynslóðinni frá. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Þinn sonur, Marinó Örn. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir.) Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún.) Þinn sonur, Stefán Guðberg. Móðir mín, Svandís Lilja Mar- inósdóttir frá Álfgeirsvöllum, var einstök kona. Hún var mikill fjör- kálfur og hafði gaman af að ærsl- ast og jafnvel tuskast með okkur krökkunum, og oftar en ekki end- uðu leikar í allsherjar hláturs- kasti. Mamma vann alltaf mikið, enda verkefnin óþrjótandi eins og oft er til sveita, en einhvern veg- inn tókst henni að finna tíma til að sauma á okkur sparifötin fyrir jól- in, svefntíminn var ekki alltaf langur. Hún var sú fjölhæfasta kona sem ég hef kynnst, henni var í raun ekkert ómögulegt og í hennar huga var allt hægt, bara spurning um að finna bestu leið- ina. Að alast upp við það, hefur verið heilladrjúgt veganesti. Mamma var mikið náttúrubarn og hafði yndi af íslenskri náttúru í sinni stærstu og smæstu mynd. Sem barn var hún alltaf með fulla vasa af allskonar gersemum sem hún fann á förnum vegi, ryðguð- um nöglum, steinvölum, glerbrot- um, snærisspottum og fleiru. Þessi hirðusemi eltist ekki af henni og það var sérstakt ef hún var ekki með snærisspotta eða nagla í einhverjum vasa, sem oft kom sér vel. Hún var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og taka upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Þegar barnabörnin voru komin til sögunnar var hún óþrjótandi í að sýna þeim og kenna, sitja með þau á hnjánum og raula við þau vísukorn. Eftir að mamma var orðin veik sagði hún stundum „ekki bíða með hlutina þangað til það er orðið of seint, gerið það sem ykkur langar til“. Þessi orð koma oft upp í hugann og hvetja til verka. Elsku mamma og amma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okk- ur. Sigrún og fjölskylda. Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar Svönu, tengda- móður minnar, og þegar ég hugsa til baka koma góðar minningar í huga minn. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una, aðeins 16 ára gömul, var mér svo vel tekið því Svana leit á alla sem jafningja, sama hverjir það voru. Svana var hreint ótrúleg kona. Hún gat gert alla skapaða hluti og var þá alveg sama hvort það var að skreyta kökur, sauma föt, gera við bíla eða heyvinnu- tæki. Það var aldrei neitt vesen, þessu var bara reddað. Gott dæmi um það var þegar Karlakórinn Heimir fór suður í kórferð, karl- arnir í einni rútu en konur þeirra komu seinna í annarri. Vegna ófærðar þurfti rútan að fara Bröttubrekku þar sem hún bilaði en það kom ekki að sök því Svana snaraði sér einfaldlega út og lag- aði það sem laga þurfti og við gát- um haldið ferðinni áfram eins og ekkert hefði ískorist. Eitt var það sem einkenndi Svönu en það var hennar ótrúlega jafnargeð og létt- lyndi. Hún var líka svo hjálpsöm og vildi alltaf aðstoða ef hún gat. Árin liðu í leik og starfi en svo fór minnisleysi að gera vart við sig. Elsku Svana mín var komin með Alzheimer og við tók tími þar sem Svana fjarlægðist okkur. Öll hennar starfsgeta hvarf en eftir lifa minningar um þessa yndislegu vinkonu. Elsku Svana mín, takk fyrir öll árin sem við áttum saman. Þín Hanna Björg Hauksdóttir. Svana, tengdamóðir mín og amma barnanna minna var mögn- uð kona. Hún var glaðlynd, dugleg og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Svana var ákaflega lífsglöð en gerði litlar kröfur til lífsins. Hún þurfti ekki glamúr eða glans til að skreyta tilveru sína. Það voru litlu hlutirnir í lífinu, samveran með fjölskyldunni, skepnunum og nátt- úrunni sem veitti henni mesta ánægju. Svana var hæfileikarík og lagin. Það var sama hvort hún var að sauma út, sat við saumavélina, prjónaði, bakaði og skreytti kök- ur, klippti og snyrti hár og skegg, tók í sundur bilaða bíla eða vélar, gerði við og setti saman aftur, allt lék í höndunum á henni. Ekkert verkefni var svo stórt eða flókið að hún réðist ekki í það og alla jafna fann hún leið til að leysa það. Svana var líka lagin við að hafa alla góða í kringum sig, henni tókst með lagni að gera gott úr öllu og fá alla glaða á ný. Hún skellti í eina góða sögu, þuldi vísu eða bara sló öllu upp í grín og þá voru leiðindin á bak og burt. Svönu féll helst aldrei verk úr hendi, ef hún var ekki að sinna úti- störfum eða inniverkum, þá sat hún með einhverja handavinnu. Svana og Indriði eignuðust fimm börn og eru barnabörnin orðin 15. Svana var ákaflega stolt af hópnum sínum. Eldri barna- börnin muna eftir ömmu þar sem hún sat með þau í fangi sér og þuldi upp og kenndi þeim þulur og vísur. Oft sátu þau á hné henni meðan hún dillaði þeim og lét þau svo falla í lokin, við mikla kátínu. Þegar við hugsum til baka koma upp ýmsar myndir af henni í huga okkar. Við sjáum hana fyrir okkur skælbrosandi og hlæjandi í berjamó með barnabörnunum, það fannst henni alltaf jafn gam- an. Heima við eldhússkenkinn, á fullu að reiða fram lummur og snúast í kringum fólkið sitt, þar sem hún gaf sér varla tíma til að setjast niður, en spjallaði og hló. Að brasa í fjárhúsunum eða í skúrnum að gera við, inni í eldhúsi að baka og skreyta tertur eða úti að tína blóm með barnabörnunum og kenna þeim hvað plönturnar hétu. Svana gat verið mesti prakk- ari og hafði gaman af að fá aðra til að leika með. Stundum manaði hún barnabörnin í keppni við sig, t.d. í að fara í splitt og spíkat en hún stóð þeim flestum framar í því. Við eigum margar góðar minningar frá þvílíkum stundum, var þá mikið hlegið þó að ekki væru allir sáttir við að tapa fyrir ömmu! Það er sárt að horfa upp á ást- vin sinn hverfa inn í heim Alzheimersjúkdómsins. Síðustu árin dvaldi hún á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Yngstu barnabörnin eiga aðeins minningar um hana þar. Meðal bestu minninga þaðan er þegar við héldum upp á afmæl- ið hennar með kökum og söng. Svana tók undir í söngnum þótt ekki gæti hún haft mikil önnur samskipti við okkur. Tónlistin fylgdi Svönu alla tíð og virtist gefa henni mikið allt fram til síðasta dags. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Svönu og fylgja henni. Minningin um góða konu lifir með okkur. Við trúum því og treystum að nú líði Svönu ömmu vel. Elsku Svana/amma, takk fyrir allt. Meira: mbl.is/minningar Birgitta Sveinsdóttir, Hákon Ingi, Vala Rún, Óskar Aron og Bríet Bergdís Stefánsbörn. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar ljúfar stundir sem við áttum með þér. Upp í hugann koma minningar um tvo litla stráka sem standa í fjárhúsunum í Gilhaga með ískald- ar hendur. Þá komst þú með alla þína hlýju, tókst hendur okkar í þínar og reyndir að blása í þær hita og sagðir okkur að nudda þeim saman svo okkur hlýnaði. Okkur fannst þú alltaf svo flott amma; gast keyrt dráttarvél og farið í splitt. Það eru nú ekki allar ömmur sem eru komnar yfir fimmtugt sem geta það. Að end- ingu viljum við kveðja þig með vís- unni sem þú varst svo oft að þylja yfir okkur. Sigga, Vigga, Sunneva Salka, Valka, Arnþóra Þura, Borga, Þórkatla Þórunn, Jórunn, Halldóra. (Höf. ók.) Minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Haukur Ingvi og Dalmar Snær. Svandís Lilja Marinósdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Svana amma okk- ar er dáin. Elsku amma, einu minn- ingarnar sem við eigum eru tengdar veikindunum þín- um. Er farið var í Krókinn fórum við í Skagfirðinga- búð og keyptum handa þér vínber og súkkulaðirúsínur og sátum síðan hjá þér og gáfum þér með okkur. Og aldrei skildum við af hverju þér batnaði ekki svo þú gætir farið heim til Indriða afa. Elsku amma okkar, hvíl þú í friði. Þín ömmubörn, Svandís Katla og Fjölnir Þeyr. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.