Morgunblaðið - 07.07.2017, Side 26

Morgunblaðið - 07.07.2017, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Helga fæddist íReykjavík og ólstupp við Snorra- brautina. Hún lauk próf- um frá Íþróttaskólanum á Laugarvatni, framhalds- námi fyrir hreyfihamlaða við Íþróttaháskólann í Osló og síðan kennara- prófi í myndmennt. Hún kenndi íþróttir við Lang- holtsskóla í 30 ár og í Kópavogi. Hún hefur sótt fjölda námskeiða við myndlistarskóla og haldið fjölmargar einkasýn- ingar. Hún er gift Agli Gústafssyni, býr í Hvera- gerði, og á frá fyrra hjónabandi Björgu og Harald Snjólfsbörn. Helga var hin óum- deilda sunddrottning Ís- lendinga um og eftir miðja síðustu öld. Hún æfði sund hjá KR, keppti fyrir félagið frá því skömmu fyrir miðja síð- ustu öld og fram yfir 1960 með glæsilegum árangri, en hún setti 38 Íslandsmet í ýmsum sundgreinum. „Pabbi var lögreglu- þjónn og þeir urðu að vera vel syndir. Hann fór því oft í gömlu laugarnar í Laugardalnum þar sem kollegar hans æfðu sund og kepptu. Þá tók hann mig oft með og kenndi mér að synda er ég var fimm ára. Eftir það synti ég látlaust og byrjaði ung að æfa með KR sem var alltaf mitt fé- lag.“ Ýmsir halda að sjósund sé nýtt af nálinni, en þú syntir mikið í sjó? „Já, já. Við fluttum í Kópavoginn og á unglingsárunum langaði mig oft í Nauthólsvíkina, en strætóferðir voru stopular. Ég fór því í sund- bolinn heima og synti yfir Skerjafjörðinn, enda var það stysta leiðin. Ég lá svo í sólbaði í Nauthólsvíkinni sem var vinsæll sjó- og sólbaðs- staður, og synti aftur heim. Svo synti ég Viðeyjarsund, úr Viðey og að Ingólfsgarði, og úr Geirshólma í Hvalfirði og í land, eins og alnafna mín forðum, eins og segir í Harðar sögu og Hólmverja.“ Frækin sunddrottning Helga Haraldsdóttir er áttræð Sunddrottningin Helga Haraldsdóttir. Ó lafur G. Einarsson er fæddur 7.7. 1932 á Siglufirði og ólst þar upp: „Ég lít á mig sem Siglfirðing, er þar fæddur og átti þar mín glöðu æskuár. Óskar J. Þorláks- son fermdi mig í Siglufjarðarkirkju árið 1946, en hún var vígð fæðingar- árið okkar. Foreldrar mínir fluttu svo inn á Akureyri 1948. Faðir minn vann í apótekinu á Siglufirði og síðar við efnagerð. Hann varð svo forstjóri Efnagerðar Akureyrar, Sana hf., og bjó á Akureyri fram til 1958 en þá fluttust foreldrar mínir til Reykja- víkur. Það lá því beint við að ég færi í Menntaskólann á Akureyri.“ Ólafur lauk stúdentsprófi 1953, var um tíma í læknisfræði við Há- skóla Íslands en söðlaði svo um yfir í lagadeildina og lauk lagaprófi 1960: „Þegar ég kom frá prófborði var mér boðið starf sveitarstjóra í Garðahreppi, sem síðar varð Garða- bær. Ég var í því starfi í 12 ár, á mesta uppbyggingarskeiði sveitarfé- lagsins, það var allt ævintýri líkast.“ Ólafur var gerður að heiðursborgara Garðabæjar 2010, hálfri öld eftir að hann tók við sveitarstjórastarfinu. Ólafur var kosinn alþingismaður 1971 og lét ári síðar af starfi sveitar- stjóra en sat í bæjarstjórninni til 1978, fyrst sem oddviti og síðar for- seti bæjarstjórnar. Ólafur varð strax athafnasamur sem þingmaður, sat í stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins, í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, í stjórn Brunamálastofnunar ríkisins, Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar, var varaformaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja, for- maður tryggingaráðs og í stjórn Sjó- minjasafns Íslands. „Já, ég hef víða komið við! En ég hafði sérstaka ánægju af því að starfa í Þingvallanefnd en þar var ég formaður 1988-91.“ Ólafur varð formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1979 og gegndi því fram til þess að hann varð ráð- herra, árið 1991: „Fyrstu árin voru erfið, en þá var Sjálfstæðisflokk- urinn klofinn, en úr því rættist síðar og það allvel.“ Þegar Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn varð Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra, 1991-95: „Stærstu málin voru LÍN, sá sjóður var eiginlega á hausnum þegar ég tók við, en sú lausn sem við náðum hefur í megin- dráttum dugað fram á þennan dag. Það var líka gaman að vígja Þjóðar- bókhlöðuna, ganga frá húsnæðis- málum Háskólans á Akureyri og margt annað var skemmtilegt, en annað miður, eins og gengur.“ Árið 1995 varð Ólafur svo forseti Alþingis og gegndi því embætti þar Ólafur G. Einarsson, fyrrv. alþm. og ráðherra – 85 ára Morgunblaðið/Billi Glæsileg hjón Ólafur og Ragna, er Ólafur var sæmdur hinni konunglegu norsku heiðursorðu, árið 2001. Vísna- og veiðimaður Hlutavelta Emma Østensen og Ísabella Ósk Egilsdóttir héldu tombólu við versl- unina Rangá í Efstasundi og söfnuðu 4.126 kr. sem þær færðu Rauða krossinum á Íslandi að gjöf. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón VEIÐIHNÍFAR Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 3.650.- Lau egi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.isgav Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.