Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ F R A M T Í Ð A R S Ý N Í V E R S L U N O G Þ J Ó N U S T U Í R E Y K J A N E S B Æ : Frumtillögur að nýrri14.500 fermetra verslun-armiðstöð á lóð í hjarta Keflavíkur liggja nú fyrir. Til- lögurnar verða kynntar form- lega bæjarstjórn og skipulags- yfirvöldum í Reykjanesbæ á næstu dögum. Það er Steinþór Jónsson, hótelstjóri og athafna- maður, sem fékk Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, til að vinna frumtillögu að versl- unarmiðstöðinni, sem hefur vinnuheitið Gullmolinn, með því markmiði að styrkja versl- un og þjónustu í Reykjanesbæ. Halldór Guðmundsson, arkitekt, skoðaði aðstæður á lóðinni, sem markast af Hafnargötu, Tjarnar- götu, Klapparstíg og upp að Vall- argötu. Nýja verslunarmiðstöðin mun, samkvæmt tillögunni, tengja saman hús Bústoðar, hús- næði Nóatúns, auk nýbygginga við Tjarnargötu og Hafnargötu. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að þrjú hús við Hafnargöt- una verði látin víkja, þ.e. hús númer 22, 24 og 26. Þá gerir til- lagan einnig ráð fyrir því að hús- næðið við neðanverða Hafnar- götuna verði breytt, þar sem út- búinn verði inngangur neðanjarð- ar í verslunarmiðstöðina frá stóru bílastæði á nýju uppfyllingunni á Myllubakkanum. Halldór Guðmundsson arkitekt sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri draumur hvers sveitar- félags að eiga svona stórt bygg- ingasvæði til að setja niður svona byggingu miðsvæðis. Á þessum stað er stutt í alla þjónustu, auk þess sem þarna er fyrir rótgróin verslun og þjónusta sem styður þessa skemmtilegu hugmynd. Í frumtillögunni er gert ráð fyrir verslunum á tveimur hæðum en á þeirri þriðju verða skrifstofurými og hugsanlegt íbúðahótel eða leiguíbúðir. Steinþór Jónsson segir hugmynd- ina hafa verið lengi að þróast eft- ir að hann fékk augastað á þess- ari lóð, sem að hans sögn beið þess að vera uppgötvuð. Fyrir nokkrum mánuðum leitaði hann til Bjarna Marteinssonar arkitekts og fékk hann til að kanna hvort þessi hugmynd gæti gengið upp. Eftir að uppkast hans lá fyrir hef- ur Steinþór unnið að frekari út- færslum á verslunarmiðstöðinni sérstaklega með tilliti til bíla- stæða. Gert er ráð fyrir 105 bíla- stæðum í bílastæðakjallara og allt að 200 stæðum á Myllubakkan- um þar sem inngangur í verslun- armiðstöðina verður einnig frá bakhlið Hafnargötu. Með þessu skapast skemmtilegt umhverfi við innganga verslunarmiðstöð- varinnar sem er að mestu leiti laus við bílaumferð. Þá eru í göngufæri frá verslunarmiðstöð- inni tvö stór bílastæði sem myndu styðja hvort annað. Það er margt mjög athyglisvert að gerast í bænum okkar og þeg- ar þörf skapast fyrir verslunar- rými er ljóst að skynsamlegra er að hafa það í miðbænum heldur en að búa til nýjan miðbæjar- kjarna. Reykjanesbær er ekki það stór að hann myndi þola tvo verslunarkjarna. Í þessu sam- hengi má nefna nýja verslunar- miðstöð á Akureyri sem sam- kvæmt heimildum hefur heppn- ast ágætlega en hefur um leið skaðað miðbæinn og göngugöt- una verulega, segir Steinþór. Það er mikilvægt að þessi hugmynd um staðsetningu verslunarmið- stöðvar verði skoðuð gaumgæfi- lega áður en lóðinni verði ráð- stafað á annan hátt, enda lóðin gullmoli í miðbæ Reykjanesbæj- ar. Framkvæmdahraði mun ráð- ast af viðbrögðum bæjaryfir- valda og eigenda þeirra verslana, fyrirtækja og stofnana sem sjá hag sinn í því að staðsetja sig í miðbæ Reykjanesbæjar. Þessa dagana er verið að vinna að stofnun félags um fram- kvæmdina en Steinþór hefur nú þegar verið í sambandi við hugs- anlega fjárfesta og aðra hags- munaaðila. Vil styrkja miðbæ Reykjanesbæjar 14.500 fermetra verslunarmiðstöð í hjarta bæjarins: - segir Steinþór Jónsson, sem kynnir verslunarmiðstöðina formlega fyrir bæjaryfirvöldum á næstu dögum. Steinþór Jónsson ásamt arkitektum á Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar að skoða fyrstu teikningarnar að nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ. Þessa mynd þekkja margir en hún var notuð til að sýna breytingar á Hafnargötunni með nýrri hellulögn. Nú hefur arkitektastofa bætt verslunarmiðstöð inn á myndina til að sýna hana í götumyndinni. Yfirlitsteikning sem sýnir hugsanlegt skipulag fyrstu hæðar verslunarmiðstöðvarinnar. HAFNARGATA HAFNARGATA Tenging við bílastæ ði og bílastæ ðakjallara undir hús sjávarm egin við Hafnargötu VALLARGATA KLAPP ARSTÍ GUR TJAR NAR GAT A BÚSTOÐ AA SPKEF HLJÓMVAL HA FN AR GA TA FÉLAG SBÍÓ TJARNARGATA VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 12:43 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.