Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ L E S I Ð Ú R B Ó K U M Í F Y R I R TÆ K J U M Á S U Ð U R N E S J U M
➤ N O R R Æ N T S A M S TA R F
Fræðsluskrifstofa Reykja-nesbæjar hefur sett afstað lestraráskorun þar
sem lesið verður upp úr bók-
um í fyrirtækjum á Suðurnesj-
um. Eiríkur Hermannsson
fræðslustjóri Reykjanesbæjar
reið á vaðið og las upp úr Ís-
landsklukku Halldórs Laxness
fyrir starfsfólk Víkurfrétta sl.
þriðjudag og skoraði um leið á
Víkurfréttir um að starfsmað-
ur fyrirtækisins fari í annað
fyrirtæki næsta þriðjudag og
lesi fyrir starfsfólk þess fyrir-
tækis og skori á það.
Upplesaranum fylgir Keðjulestr-
arbókin þar sem fyrirtækið, upp-
lesarinn, textinn og dagsetningin
er skráð og þar þarf einnig að
koma fram á hvaða fyrirtæki hef-
ur verið skorað. Eiríkur segir að
upplesturinn megi ekki taka
lengri tíma en 2-5 mínútur. „Við
vonum að fyrirtæki á Suðurnesj-
um taki vel í verkefnið og að á
hverjum þriðjudegi verði upp-
lestur. Þetta verður uppbyggjandi
skemmtun fyrir starfsfólk fyrir-
tækisins og einnig góð auglýsing
fyrir viðkomandi fyrirtæki, því
Víkurfréttir munu fylgja keðju-
lestrarbókinni eftir og gera grein
fyrir hvar hún er og hvað lesið er
í hverri viku. Bókinni á svo að
skila þann 1. júní á næsta ári.”
Víkurfréttir taka að sjálfsögðu
áskoruninni og valdi starfsfólk
Pál Ketilsson ritstjóra til að lesa
fyrir starfsfólk Sparisjóðsins í
Keflavík í hádeginu næsta þriðju-
dag. Þá kemur í ljós hvað Páll
mun lesa. Í framhaldinu mun
Sparisjóðurinn þá skora á næsta
fyrirtæki og starfsmaður Spari-
sjóðsins lesa fyrir starfsmenn
þess fyrirtækis.
L jósanæturhelgina 5.-7.september var haldinn íReykjanesbæ fundur
formanna norrænu félaganna í
vinabæjunum 5, Reykjanesbæ,
Kristiansand í Noregi, Kerava í
Finnlandi, Hjørring í Dan-
mörku og Trollhattan í Svíþjóð.
Þessir fundir eru haldnir ann-
að hvert ár á móti vinabæja-
mótunum.
Að þessu sinni tókum við á móti
10 gestum og höfðu 7 þeirra
aldrei komið til Íslands áður.
Rædd var staða mála innan fé-
laganna og næstu verkefni. Eitt
meginmarkmiðið er að auka
tengsl og samskipti þjóðanna á
sem flestum sviðum. Þeir eru
orðnir margir héðan sem hafa
heimsótt þessa vinabæi okkar
vegna vinnu, íþróttamóta, skóla-
heimsókna og ýmissa listvið-
burða. Farið var með gestina
hringferð um Reykjanesið og auk
þess í Bláa Lónið og Saltfisksetr-
ið í Grindavík. Gestir nutu einnig
frábærrar dagskrár Ljósanætur.
Hildur Ellertsdóttir, formaður,
kvað gesti hafa verið alveg heill-
aða af því sem upp á var boðið.
Flestir þeirra völdu að dvelja
lengur og fara í skoðunarferðir á
eigin vegum. Það sýndi sig eins
og svo oft áður að við hér á
Reykjanesskaganum búum í ein-
stöku umhverfi sem heillar er-
lenda gesti. Norræna félagið á
Suðurnesjum þakkar þeim fyrir-
tækjum og stofnunum sem
styrktu félagið vegna heimsókn-
arinnar. Án stuðnings þeirra
hefði þetta ekki verið hægt.
Laugardaginn 25. októ-ber n.k. kl. 16:00 opn-ar Kristinn Pálmason
einkasýningu í Listasafni
Reykjanesbæjar. Sýningin
samanstendur af „Krafta-
verkaverkamálverkaserí-
unni” frá 1998 en hún kem-
ur nú í fyrsta sinn fyrir
augu almennings hér á
landi. Kristinn hefur einnig
unnið höggmynda- og hljóð-
innsetninguna: „Hellirinn”
og „Kraftaverkahljóðverk-
ið” sérstaklega fyrir þessa
sýningu.
Kristinn útskrifaðist frá MHÍ
1994 og frá The Slade School
of Fine Art í London 1998.
Hann á að baki 9 einkasýning-
ar og fjölda samsýninga auk
þátttöku í ýmsum samvinnu-
verkefnum, nú síðast í Hafnar-
borg ásamt Baldri J. Baldurs-
syni og Gulleik Lövskar. Þetta
er önnur einkasýning Kristins
á þessu ári en í september
sýndi hann allsérstæða mál-
verkainnsetningu í Gallerí
Skugga. Kristinn hlaut lof-
samlega dóma fyrir verk sín á
þessum sýningum.
Sýningarsalur Listasafns
Reykjanesbæjar er staðsettur í
Duushúsum, Duusgötu 2 í
Reykjanesbæ og er opinn alla
daga frá 13.00 - 17.00. Sýn-
ingin stendur til 7. desember.
Þakkir frá Norræna félaginu
Skorað á Víkurfréttir í lestraráskorun
Kristinn Pálmason
sýnir í Listasafni
Reykjanesbæjar
Flöskusöfnun
körfunnar í Keflavík
Strákarnir í meistaraflokki
körfunnar í Keflavík munu
ganga í hús í Keflavík eftir
hádegi, laugardaginn
25. október og safna flösk-
um. Takið vel á móti
strákunum okkar!
Körfuknattleiksdeild
Keflavíkur
-starfsmenn hafa valið Pál Ketilsson til að lesa fyrir starfsfólk Sparisjóðsins í Keflavík
Fréttavefur • www.vf.is
Fréttavakt s: 898 2222
VF 43. tbl. 2003 hbb loka 22.10.2003 13:47 Page 6