Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Undanfarna sumarmán-uði júní, júlí og ágústfækkaði atvinnulausum
hátt á annað hundrað eða um
3% að landsmeðaltali. Margir
fengu sumarafleysingar og aðr-
ir fengu tímabundna vinnu við
sérverkefni á vegum sveitar- og
bæjarfélaga í samvinnu við
Svæðisvinnumiðlun Suður-
nesja. Þessi sérverkefni hafa
aðallega gengið út á umhverfis-
vernd og fegrun umhverfis þ.e.
gróðursetningu, gangstígagerð,
merkingar, hreinsun rusls og
annars úrgangs í okkar nán-
asta umhverfi.
Á haustmánuðum fjölgar árstíða-
bundið á skránni þegar sumar-
afleysingum lýkur og nú í ár hafa
margir skráð sig í nám sem þýðir
all nokkra fækkun á móti.
Ýmis úrræði eru í boði á haust-
misseri til að auka starfshæfni
einstaklingsins. Má þar nefna
námskeið sem haldið er í sam-
vinnu við Miðstöð símenntunar.
Það heitir „Ég skal, ég get, ég
vil” þar er lögð áhersla á að
byggja upp sjálfstraust þátttak-
enda og virkja þá um leið til að
efla eigin styrk. Einnig er farið í
námstækni, póstforrit, gagnaleit á
netinu og ritvinnsluforrit. Síðasta
lotan felst í fjarnámi og eftir-
fylgni. Leiðbeinandi þessa nám-
skeiðs er Hallfríður Þórarinsdótt-
ir mannfræðingur.
Í október hófst 150 stunda tölvu-
og skrifstofunám í samvinnu við
Tölvuskóla Suðurnesja. Kennsla
fer fram alla daga frá kl. 8:30 til
kl. 12:00. Í nóvember hefst svo
90 stunda TÖK tölvunám þar
sem kennt verður alla daga frá kl.
13:00 - 16:30.
Sá sem hefur verið atvinnulaus í
3 mánuði eða lengur á rétt á að
sækja um styrk til Svæðisvinnu-
miðlunar fyrir námi eða nám-
skeiði sem höfðar til áhuga við-
komandi sem nemur 1/4 hluta
kostnaðar þó með þeim fyrirvara
að upphæð styrksins fari ekki
yfir 50.000 kr. Einnig getur við-
komandi sótt um styrk til síns
stéttarfélags sem getur numið allt
að 50%. Eftir eru þá 25% sem
viðkomandi greiðir sjálf / ur.
Á Vinnumiðlun Suðurnesja er
hægt að nálgast upplýsingar um
laus störf um allt land. Þar er ein-
nig góð aðstaða og aðgangur að
tölvu fyrir fólk sem er að sinna
starfsleit. Starfsfólk Vinnumiðl-
unar er boðið og búið að veita al-
menna ráðgjöf og aðstoð við at-
vinnuleit. Einnig er boðið upp á
aðstoð við gerð atvinnuumsókn-
ar, ferilskrár eða undirbúning fyr-
ir starfsviðtal ef þess er óskað.
Að lokum þá gefst sveitarfélög-
um, fyrirtækjum, stofnunum og
félagasamtökum kostur á að
sækja um styrki til sérstakra
verkefna. Það er með þeim skil-
yrðum að verkefnið sé unnið inn-
an umdæmis svæðisvinnumiðl-
unar og vinnuafl komi af at-
vinnuleysisskrá Vinnumiðlunar.
Nánari upplýsingar og umsókn-
areyðublöð er hægt að nálgast
hjá Svæðisvinnumiðlun Suður-
nesja að Hafnargötu 55 og á
www.vinnumalastofnun.is
F.h. Svm. Suðurnesja,
Ketill G. Jósefsson
E ins og kunnugt er ályk-taði stjórn ungra sjálf-stæðismanna í Reykja-
nesbæ um
m i k i l v æ g i
þess að hag-
ræða í rekstri
sveitarfélaga á
Suðurnesjum
með samein-
ingu Sand-
gerðisbæjar
og Reykjanesbæjar. Ég lít svo á
að um áframhald þróunar sem
hófst 1994 með sameiningu
Keflavíkur, Njarðvíkur og
Hafna sé að ræða. Ályktunin
kemur í kjölfarið á nokkurri
fjölmiðlaumræðu um slæma
fjárhagsstöðu Sandgerðisbæj-
ar um þessar mundir, sem m.a.
varð til þess að bæjarstjórinn í
Sandgerði óskaði eftir fundi
með þingmönnum Suðurkjör-
dæmis. Í þessari fjölmiðlaum-
ræðu var viðbrögðum bæjar-
stjórans nánast lýst sem neyð-
arópum, kalla þyrfti eftir við-
brögðum vegna vandans.
Umræðan um hagræðingu í rek-
stri sveitarfélaga er bæði mikil-
væg og góð. Bæjarstjórinn í
Sandgerði sendi frá sér athuga-
semd vegna ályktunarinnar sem
er gott innlegg í jákvæða um-
ræðu. Í henni ítrekar hann að
mikilvægt sé að báðir aðilar
hagnist á sameiningum, og gefur
þar í skyn að ályktunin byggist
einkum á hag Reykjanesbæjar á
sameiningunni. Ályktunin kemur
í kjölfarið á ítrekuðum fréttum af
slæmri fjárhagsstöðu Sandgerðis-
bæjar um þessar mundir, því er
einkennilegt að halda að ungir
sjálfstæðismenn hafi ekki talið
ávinninginn meiri fyrir Sand-
gerði.
Slæma fjárhagsstöðu má aldrei
verja með því að einhverjir aðrir
hafi það líka slæmt. Umræða um
sameiningu sveitarfélaga á Suð-
urnesjum hefur ekki verið mikil
undanfarið og full ástæða er að
taka undir orð bæjarstjórans í
Sandgerði að umræðan verði að
einkennast af málefnum, stað-
reyndum og vera gerð með raun-
verulegum umræðuvilja allra
málsaðila.
Bæjarstjórinn í Sandgerði spyr
hvort ungir sjálfstæðismenn í
Reykjanesbæ vilji taka upp um-
ræðu um sameiningarmál. Vilji
ungra sjálfstæðismanna er ein-
göngu að jákvæð og málefnaleg
umræða eigi sér stað um alla
hluti sem leitt geti til hagræðing-
ar og betri reksturs sveitarfélag-
anna á Suðurnesjum. Markmiðið
er ekki að stýra umræðunni né
ráða. Ályktunin var eðlileg í ljósi
þeirrar staðreyndar sem liggur
fyrir að Sandgerðisbær er of lítið
bæjarfélag til að geta með góðu
móti tekið afleiðingum af mis-
reikningum Fasteignamats Ríkis-
ins. Óeðlilegt er að leiða ekki
hugann að stærri rekstrareining-
um í ljósi þessa.
Í athugasemd bæjarstjórans í
Sandgerði leggur hann áherslu á
ónýtta hækkunarmöguleika
álagningarstofna, fasteignaskatta
og annarra gjalda. Hann nefnir
jafnframt að eignir hafi ekki ver-
ið seldar til að mæta vandanum.
Hugur ungra sjálfstæðismanna í
Reykjanesbæ er hjá Sandgerð-
ingum í þessum fjárhagsvanda
og því er afar mikið gleðiefni að
lausnir við honum séu nú fundn-
ar.
Það hefur ætíð verið stefna ungra
sjálfstæðismanna að berjast fyrir
hagræðingu í rekstri sveitarfélaga
og ályktunin nú er aðeins áminn-
ing um þá stefnu. Áhugi fyrir
sameiningu sveitarfélaga á Suð-
urnesjum er ekki byggður á fjár-
hagsstöðu og þjónustustigi þeirra
árið 2003 heldur árið 2023.
Georg Brynjarsson
formaður Heimis, félags ungra
sjálfstæðismanna í
Reykjanesbæ.
Minning
Til móður okkar Ólafar Karlsdóttur.
Aðeins móðir getur sent faðmlag í pósti.
Mæður geta þerrað tár ykkar í gegnum síma.
Ég veit ekki hvernig þú hafðir tíma fyrir mig. En þú hafðir það.
Og hefur enn. Þú hefur meira en nóg að gera - en samt veit ég
að ég kemst alltaf að. Nú og ævinlega.
Móðurást er leiðarljós fjölskyldunnar.
Mömmur eru læst keðja sem heldur veröldinni saman.
Þakka þér fyrir að vera alltaf til taks þegar ég þarfnast þín.
Lilja, Inga og Guðbjörg.
➤ S A N D G E R Ð I O G S A M E I N I N G A R M Á L
➤ K E T I L L G . J Ó S E F S S O N S K I R FA R
Jákvæð umræða um sameiningarmál
Pistill frá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja
Ýmis úrræði eru í boði á haustmisseri
til að auka starfshæfni einstaklingsins
Auglýsingasíminn er 421 0000
VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 13:20 Page 24