Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 23. OKTÓBER 2003 I 19 Íkvöld kl. 20 mun BöðvarGunnarsson beita sér fyrirstofnun víkingafélags í Reykjanesbæ. Stofnfundur verður haldinn á Paddy´s kránni við Hafnargötu 38.kl. 20.00 og eru allir áhugamenn um víkinga hvattir til að mæta. Böðvar hefur gengið með þá hugmynd um tíma að stofna vík- ingafélag sem myndi hafa að markmiði að viðhalda handverki landnámsmanna. Svipað félag er til í Hafnrf irði og heitir Rimmugýgur og er þekkt fyrir að koma að Víkingahátíðum þar í bæ og sýna bardagalist. Annað sambærilegt félag er á Akranesi og heitir Hringhorni og leggur áherslur á leiki. Hugmynd Böðvars að sérein- kennum víkingafélagsins hér yrði um handverk. Böðvar býr sjálfur á Berginu, er Ásatrúar og hefur unnið við handverk um nokkra mánaða skeið þar sem hann smíðar ýmsa gripi bæði úr tré og járni. Böðvar er fæddur í Keflavík en búið annars staðar um tíma er þó alltaf uðurnesja- maður o og hér liggja rætur hans. Hann er barnabarn Böðvars Páls- sonar og Önnu Magneu Berg- mann Böðvar bindur vonir við að íbúar Reykjanesbæjar og aðrir Suðurnesjamenn sem áhuga hafa á víkingum og víkingamenningu eða hafa stundað handverk svip- að því sem gert var við landnám eða hefur sérþekkingu á sögu landnáms komi á fundinn eða hafi samband við hann í s. 868- 8989. HMG Ætlar að stofna Víkingafélag í Reykjanesbæ Rannsóknardeild lögregl-unnar í Keflavík hefurverið með til rannsókn- ar dvalar-og atvinnuleyfi 6 lit- háa sem hafa starfað hér á landi í gegnum íslenskan at- vinnumiðlara sem mun reka fyrirtæki sitt bæði hér á landi og í Danmörku. Litháarnir höfðu fengið útgefið dvalar-og atvinnuleyfi í Dan- mörku sem rann út í sumar. Þeir komu hingað til lands í bygging- arvinnu hjá byggingarverktaka í Reykjanesbæ í gegnum þennan atvinnumiðlara. Málið telst fullrannsakað og verður sent út- lendingastofnun til afgreiðslu hvað varðar litháana. Þáttur ís- lendinganna verður sendur til af- greiðslu til Sýslumannsins í Keflavík. Dvalar- og atvinnuleyfi til rannsóknar Bíll inn í garð við Hringbraut Árekstur varð á mótum Hringbrautar og Aðalgötu í síðustu viku þar sem tvær bifreiðir rákust saman og hafnaði önn- ur þeirra inn í Garði þar sem hún endaði á húsvegg. Talið er að bifreiðin sem endaði inn í garðinum hafi farið yfir gatnamótin á móti rauðu ljósi og ekið í veg fyrir hina bifreiðina. Lítilsháttar meiðsl urðu á ökumönnum bifreiðanna, en þeir voru einir í bifreiðunum. Að sögn lögreglumanna á vettvangi hefur það gerst nokkrum sinnum að bifreiðar endi í þessum húsgarði, en í vor endaði bifreið síðast inn í garðinum. ➤ U M F E R Ð I N Auglýsingasíminn er 421 0000 VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 13:07 Page 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.