Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 23. OKTÓBER 2003 I 23 Kristján Pálsson fyrrverandi alþingismaður er aftur genginntil liðs við Sjálfstæðisflokkinn, en eins og kunnugt er sagðihann sig úr flokknum fyrir síðustu kosningar. Frá þessu var greint á fundi Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings í Reykjanesbæ. Í bókun Njarðvíkings frá því í gærkvöldi segir að stjórnin fagni því að svo öflugur liðsmaður sem Kristján Pálsson er, sé genginn aftur til liðs við flokkinn og segir í bókuninni að vonast sé til að með þessu náist fullnaðar sættir á milli aðila. Kristján Pálsson fyrrver-andi alþingismaður hef-ur gengið á nýjan leik til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, en hann sagði sig úr flokknum þann 3. mars á þessu ári, um leið og hann tilkynnti sérfram- boð til síðustu alþingiskosn- inga. Kristján bauð fram undir merkjum T-lista, en náði ekki kjöri. Í samtali við Víkurfréttir segir Kristján að skorað hafi verið á hann af formanni og stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings um að hann gengi aftur í Sjálfstæðisflokk- inn. „Það er verið að rétta mér sátta- hönd og ég slæ ekki hendinni á móti því. Ég sagði mig ekki úr Sjálfstæðisflokknum vegna mál- efnaágreinings, heldur vegna þróun mála innan þröngs hóps í flokknum.” Kristján segir að hann hafi alltaf viljað vinna með flokknum. „Ég vildi fara fram undir merkjum DD, en fékk ekki leyfi til þess. Ég er ágætlega sátt- ur í dag, enda er ég ekki lang- rækinn maður og í heildina séð er ég sáttur við störf Sjálfstæðis- flokksins,” sagði Kristján í sam- tali við Víkurfréttir. Kristján Pálsson sáttur í dag Kristján Pálsson aftur í Sjálfstæðisflokkinn ➤ P Ó L I T Í K Séra Ólafi Oddi Jóns-syni, sóknarpresti íKeflavík, var sl. föstu- dagskvöld veittur Lundinn 2003, sem er gripur sem Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík veitir til einstak- lings, sem af mati nefndar hefur látið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarbúa eða bæjarfélagsins. Verðlaunagripurinn er upp- stoppaður lundi á stein ásamt verðlaunaplötu og skjali. Nefndina skipa þeir Ragnar Örn Pétursson, Halldór Guð- mundsson og Ævar Guð- mundsson. Fjölmargar ábend- ingar bárust nefndinni um ein- staklinga sem allir voru vel að því komnir að fá þessi verð- laun. Það var hins vegar sam- dóma álit nefndarinnar að veita séra Ólafi Oddi verðlaunin. Í rökstuðningi fyrir viðurkenn- ingunni kom fram að Ólafi Oddi er veittur lundinn fyrir baráttu sína gegn sjálfsvígum. Það var fyrst á setningu um- dæmisþings Kiwanis í Reykja- nesbæ árið 2000 sem Ólafur gerði sjálfsvíg að umtalsefni á mjög eftirminnilegan hátt, en þá skömmu áður höfðu fjórir ungir menn á Suðurnesjum tekið líf sitt á sviplegan hátt. Í framhaldinu hefur verið unnið af verkefninu Lífs-vísi og kynningarefni dreift til ung- menna. Séra Ólafur Oddur fékk Lundann VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 13:14 Page 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.