Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þ jóðleikhúsið frumflyturnýtt verk, Græna land-ið, eftir Ólaf Hauk Sím- onarson laugardaginn 25. októ- ber 2003 kl. 20:00 í Frumleik- húsinu í Reykjanesbæ. Leikritið er samið fyrir þau Gunnar Eyjólfsson sem er nú Listamaður Reykjanesbæjar og Kristbjörgu Kjeld en auk þeirra leikur Björn Thors í sýningunni. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. Leiksýningin og framkvæmd hennar er unnin í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Reykja- nesbæ. Gert er ráð fyrir nokkrum sýningum í Frumleikhúsinu þan- nig að öllum Suðurnesjabúum gefist kostur á að sjá sýninguna en eftir það verður hún flutt á Litla svið Þjóðleikhússins. Kári Sólmundarson byggingar- meistari reisti á sinni tíð hús sem teygðu sig allt upp til skýjanna. Nú situr hann einn eftir, hans nánustu eru horfnir honum, hver á sinn hátt, og jafnvel minning- arnar eru að hverfa. Nema þær sárustu, þær sitja lengst eftir. Heimilishjálpin Lilja, hressileg kona á besta aldri, reynist óvænt- ur bandamaður og vinur. Er ein- hver von til að öðlast fyrirgefn- ingu áður en allt hverfur? Áhrifa- mikið verk um hlutskipti þeirra sem glata minningunum löngu áður en lífið hverfur þeim. Ólafur Haukur Símonarson er eitt mikilvirkasta og vinsælasta leikskáld Íslendinga en hann hef- ur einnig sent frá sér ljóðabækur, smásögur og skáldsögur, skrifað útvarps-, sjónvarps- og kvik- myndahandrit, gefið út hljóm- plötur með eigin lögum og söng- textum og þýtt bækur, leikrit og kvikmyndir. Leikrit Ólafs Hauks hafa verið sýnd víða en fyrsta leikrit hans sem tekið var til sýninga í Þjóð- leikhúsinu var þríleikurinn Milli skinns og hörunds sem sýndur var árið 1984. Í kjölfarið fylgdu Bílaverkstæði Badda, Hafið, Gauragangur, Þrek og tár, Kenn- arar óskast og Meiri gauragang- ur. Síðasta verk Ólafs sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu var Viktoría og Georg, sem sýnt var á síðasta leikári. Hafið hlaut Menningar- verðlaun DV 1993, var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna og valið til sýningar á leiklistar- hátíðinni í Bonn. Ólafur Haukur hefur skrifað handrit tveggja kvikmynda, sem báðar byggja á leikritum eftir hann, kvikmynd- irnar Ryð og Hafið. Tónlist samdi Gunnar Þórðarson, lýsingu hannaði Ásmundur Karlsson, höfundur leikmyndar er Gretar Reynisson og leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Græna landið frumsýnt í Frumleikhúsinu ➤ L E I K L I S T ➤ S K Ó L A M Á L Í R E Y K J A N E S B Æ Árni Sigfússon bæjar-stjóri kom með þá hug-mynd að skólar í Reykjanesbæ fengju speglun- arskóla eða vinaskóla í Reykja- vík. Hugmynd Árna var að skólar hér gætu lært margt af skólum í Reykjavík og myndi hið sama gilda um skóla þar,” segir Gylfi Guðmundsson skólastjóri Njarðvíkurskóla um speglunarverkefni sem sett hefur verið á laggirnar á veg- um grunnskóla Reykjanesbæj- ar. Gylfi er ánægður með verkefnið og grunnhugmyndafræði þess. „Mér fannst þetta afar snjöll hug- mynd, ekki síst vegna þess að slík samvinna skóla kallar á sjálf- skoðun, íhugun og samanburð. Vafalítið voru menn með í huga niðurstöður samræmdra prófa. En speglun skóla dregur fram svo ótal margt annað en sjálf- skoðun vegna prófa enda er ár- angur þar ekki einhlýtur mæli- kvarði á gæði skóla. Speglunin dregur líka stjórnendur og starfs- fólk upp úr því fari sem okkur hættir svo til að hjakkast alltaf í. Ég trúi því að svona samvinna skóla kalli á önnur vinnubrögð, oftast betri vinnubrögð.” Gylfi segir að skólastjórnendum í Reykjanesbæ hafi litist mjög vel á verkefnið. “Ég held að skólastjórnendum í Reykjanesbæ hafi litist afar vel á hugmyndina um speglun skólanna. Við rædd- um þetta einnig við félaga okkar í nokkrum skólum í Reykjavík. Allir voru sammála: Þetta er snjöll hugmynd. Skólarnir hafa unnið við þetta verkefni og allir hafa skólarnir í Reykjanesbæ fengið speglunarskóla,” segir Gylfi en Háteigsskóli er speglun- arskóli Njarðvíkurskóla. „Þegar það var búið að ákveða að við myndum spegla okkur við Há- teigsskóla fórum við strax af stað í samstarf og að kynna skólalana. Við buðum stjórnendum Há- teigsskóla í heimsókn í skólann okkar og við fórum síðan í sams konar heimsókn til þeirra.” Heimsóknirnar lærdómsríkar Gylfi segir að heimsóknirnar hafi verið skemmtilegar og lær- dómsríkar. “það var gaman að sjá hvernig við vorum að uppgötva eða sjá hluti og hugmyndir fram- kvæmdar á annan veg en hinir gerðu. Við höldum þessu áfram. Í nóvember ætla kennarar í 1. bekk Háteigsskóla að koma til okkar og okkar kennarar munu síðan endurgjalda heimsóknina,” segir Gylfi en eftir hverja heimsókn hafa kennarar sest niður og rætt það hvað þeir hafi lært og hvað betur megi fara. “Það var sérlega skemmtilegt að velta vöngum og skoða. Stjórnendur eru sammála um mikilvæg atriði sem er ástæða til að benda á. Við meg- um ekki gleyma því að menntun er sá grunnur sem þarf til þess að við eigum betra líf og bjartari tíma sem fullorðnar manneskjur. Þess vegna er það svo mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hvatning foreldra og áhugi er lyk- illinn að bættum árangri barna og unglinga í námi. Foreldrar verða að hvetja börn sín, fylgjast með að þau vinni og sjá til þess að börnin þeirra leggi sig fram. Skólinn verður einnig að standa sig. Kennarar eiga að vera dug- legir að halda uppi góðu og já- kvæðu sambandi við foreldra barns. Frumskylda er að sjá til þess barni líði vel í skóla. Kenn- arar og foreldrar verða að sam- einast í þeirri viðleitni að ná þeim árangri að barni líði vel í skóla.” -skólastjórnendur í Reykjanesbæ spenntir fyrir verkefninu. Njarðvíkurskóli speglar sig við Háteigsskóla í Reykjavík. Speglunarverkefni grunnskóla Reykjanesbæjar Leikritið er samið fyrir þau Gunnar Eyjólfsson sem er nú Listamaður Reykjanesbæjar og Kristbjörgu Kjeld. Starfsfólk Njarðvíkurskóla og Háteigsskóla á vinnufundi í vikunni. VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 13:10 Page 20

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.