Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 8
NÚ ERU JAPANIR að skoða möguleika á því að reisa einhverskonar álþynnuverksmiðju í Helguvík. Reyndar koma aðrir staðir til greina, en þeim hlýtur að lítast best á Helguvíkina. Þar er allt á fullu og áreiðanlega mjög traustvekj- andi fyrir þá að sjá hve fram- kvæmdir ganga vel. Helgu- víkursvæðið á gríðarlega möguleika fyrir sér hvað varðar uppbyggingu iðnaðar og í huga Kallsins er ekkert vafamál að þar eiga eftir að rísa tugir iðnaðarfyrirtækja. VILJA NÁGRANNASVEITARFÉLÖGIN ekki taka þátt í uppbyggingu svæðisins? Kallinn er harð- ur sameiningarsinni og vill sjá öll sveitarfélög á svæðinu sameinast í eitt öflugt sveitarfélag. Með al- þjóðaflugvöll, stórskipahöfn og framtíðariðnaðar- svæði eiga Suðurnes möguleika á því að verða eitt öflugasta svæði landsins, með fjölbreyttri atvinnu- starfsemi. HVAÐ ÆTLI það sé langt þangað til farið verður að byggja ýmiskonar þjónustufyrirtæki við Reykja- nesbrautina? Kallinn hefur grun um að það gerist á næstu árum. UPPBYGGINGARMÖGULEIKAR á Suður- nesjum eru gríðarlegir og stjórnendur nágranna- sveitarfélaganna hljóta að sjá þá eins og annað fólk - en nóg um sameiningartal. KALLINN HEIMSÓTTI að sjálfsögðu hátíðina í Garðinum um helgina. Mikilvægt að halda upp á 95 ára afmælið því án efa verður það síðasta stóraf- mælið sem sveitarfélagið heldur - sameining hlýtur að vera á döfinni. FRAMKVÆMDIR VIÐ Reykjanesbrautina ganga vel og brautin á eftir að verða glæsileg. Kall- inn hins vegar spyr sjálfan sig þeirrar spurningar af hverju brautin verði ekki kláruð í einum rykk? Hvar eru nú þingmennirnir okkar til að berjast fyrir þess- um málum? Þeir verða að þrýsta á að framkvæmdir haldi áfram og að breikkunin verði kláruð einfald- lega vegna þeirrar ástæðu að fimm einstaklingar hafa látist í bílslysum á brautinni á þessu ári. KRISTJÁN PÁLSSON er aftur genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Er það grín eða hvað? Ætli hann hafi verið svo utanveltu án þess að vera í flokknum? Að mati Kallsins hefur hann tekið tölu- vert niður fyrir sig - hann átti að halda áfram að vera sjálfstæður, þó ekki með því að ganga í flokk- inn aftur. Ótrúleg þessi tækifærispólitík! KALLINUM hafa borist árnaðaróskir fyrir að vera farinn aftur af stað með pistlana og þakkar hann fyr- ir það. Nú er bara að senda áhugaverð mál á Kallinn sem hann getur skoðað. ÁFRAM Suðurnes! Kveðja, kallinn@vf.is 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0009, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Kallinn á kassanum ® Ályktun frá fundi formanna aðild- arfélaga SSÍ Fundur formanna aðild-arfélaga Sjómanna-sambands Íslands haldinn 17. og 18. október 2003 mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að taka upp svokallaða línuí- vilnun til dagróðrabáta sem róa með línu. Jafnframt mótmælir fundurinn nú sem endranær hvers konar sér- tækum aðgerðum stjórn- valda við úthlutun aflaheim- ilda, nema sérstakar aðstæð- ur skapist vegna aflabrests á einstökum fisktegundum. Öllum ætti að vera ljóst, þar sem heildarafli er takmarkaður, að verði einum hópi útgerða veitt ívilnun í aflahlutdeild eða aflamarki hlýtur sú ívilnun að verða tekin frá öðrum. Slíkt leiðir aðeins til mismununar innan atvinnugreinarinnar. Línuívilnunin sem rætt er um að taka upp mun að stærstum hluta koma til smábáta. Frá því aflamarkskerfið var tekið upp hafa smábátar aukið afla sinn verulega á kostnað aflamarks- skipa og ljóst að með kröfu um línuívilnun er ætlunin að ná enn stærri hluta af veiðiheim- ildunum til smábátaflotans. Fundurinn mótmælir sífelldri undanlátssemi við þennan bátaflokk og krefst þess af stjórnvöldum að þau láti nú þegar af þeirri undanlátsstefnu við smábáta sem stunduð hefur verið undanfarin ár. Sameining, brautin og Kristján Páls VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 12:45 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.