Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Niðursokknir Garðmenn skoða gamlar myndir
Smiðirnir Dúddi og Ásgeir, Þórður Kristjánsson og Ásgeir Kjartansson, voru
niðursokknir í að skoða ljósmyndir gamla tímans úr Garðinum á stórsýning-
unni Garðurinn byggða bestur í Íþróttamiðstöðinni í Garði síðdegis.
➤ G E R Ð A H R E P P U R 9 5 Á R A O G Í Þ R Ó T TA M I Ð S T Ö Ð I N Í G A R Ð I 1 0 Á R A
Árni mætti með magnaða mynd af Garðskaga
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mætti með magnaða mynd af
gamla Garðskagavitanum í afmæli Gerðahrepps í gær. Myndina tók Rafn
Hafnfjörð ljósmyndari af norðurljósum yfir Garðskagavita síðasta vetur.
Myndin er sem málverk á að horfa, eins og sést á meðfylgjandi ljósmynd.
5000 gestir í Garðinum
Um 5000 gestir sóttu afmælis-
sýningu Gerðahrepps og
Íþróttamiðstöðvarinnar sem
fram fór í Garðinum um helg-
ina. Sigurður Jónsson sveitar-
stjóri segir að aðsókn hafi farið
fram úr björtustu vonum og að
almenn ánægja hafi verið með
sýninguna.Tæplega 50 fyrir-
tæki, stofnanir og einstaklingar
voru með bás á sýningunni þar
sem þau kynntu starfsemi sína.
Dagskrá hátíðarinnar var
glæsileg og meðal annars eld-
aði Rúnar Marvinsson saltfisk-
rétti fyrir sýningargesti.
Sigrún G. Magnúsdóttir og Knútur Guðmunds-
son duttu heldur betur í lukkupottinn á hátíð-
inni Garðurinn byggða bestur, í Íþróttamið-
stöðinni í Garði um síðustu helgi. Á bás Sigurðar
Ingvarssonar var létt getraun þar sem spurt var
um aldur á ákveðinni Siemens þvottavél. Sigrún
skilaði inn réttu svari, 30 ára, og var dregin úr
fjölda innsendra svara. Hún fékk að launum
glænýja Siemens þvottavél. Starfsfólk verlsunar
Sigurðar Ingvarssonar fór heim til þeirra í
Kríulandið í Garði og afhenti þeim vinninginn.
Þau Sigrún og Knútur trúðu vart sínum eigin
augum en Knútur upplýsti að þennan sama dag
hafði hann lagt á ráðin með að kaupa þvottavél í
sumarbústaðinn. Nú fer 20 ára gömul þvottavél
af heimilinu upp í sumarbústað en nýju vélinni
verður komið fyrir á heimilinu við Kríuland.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Gamla Siemens vélin upp í sumarbústað!
Kokkaði saltfisk
fyrir þúsundir!
Frá setningu afmælishátíðarinnar í Garði.
Innfellda myndin er frá laugardeginum og sýnir vel
þann fjölda sem var í húsinu allan daginn.
VF 43. tbl. 2003 hbb loka 22.10.2003 14:50 Page 16