Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 23. OKTÓBER 2003 I 17 Vel sóttir kirkjudagar Tæplega 800 manns sóttu kirkjur á Suðurnesjum um helgina og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum að sögn Kristjáns Pálssonar formanns ferðamála- samtaka Suðurnesja. Dagskrá var í átta kirkjum á Suðurnesjum og hófust kirkjudagarnir í Kálfatjarnarkirkju, en dagskráin endaði í Grindavíkurkirkju. “Ég held að allir þeir sem sóttu dagskrána hafi verið mjög ánægðir. Sjálfur er ég virkilega ánægður með hvernig til tókst, enda var dagskráin í kirkjunum vel undirbúin og sérlega menningarleg. Aðsóknin fór fram úr okkar björtustu vonum,” sagði Kristján Pálsson í samtali við Víkurfréttir. sk ir! Rúnar Marvinsson sjávarrétta- meistari eldaði saltfiskrétti fyrir gesti og gangandi í Garðinum um helgina. Eftir að hafa eldað úr fiskinum djúpsteikti hann roðið og bauð upp á snakk sem kom verulega á óvart. Að neðan má sjá hjónin Andrés Jónasson og Guðlaugu Bragadóttur blaða í gömlum ljósmyndum á sýningunni. Dagskáráin í Garði var vel skipulögð og margt að skoða og sjá og heyra. Boðið var upp á tískusýningar, tón- listaratriði og dans, svo eitthvað sé nefnt. Meðfylgjandi eru svipmyndir sem ljósmyndarar Víkurfrétta, þeir Hilmar Bragi og Jóhannes Kr. tóku á hátíðinni í Garðinum. VF 43. tbl. 2003 hbb loka 22.10.2003 14:51 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.