Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 23. OKTÓBER 2003 I 13 Sparisjóðurinn í Keflavík og SunddeildirKeflavíkur og Njarðvíkur undirrituðusamning sín á milli í síðustu viku. Sparisjóðurinn hefur verið aðalstyrktaraðili sund- deildanna undanfarin ár og nú var samið um að styrkja samstarfið enn frekar næsta árið. „Stuðningur sparisjóðsins er mikilvægur svo hægt sé að reka öflugar sunddeildir og væntum við þess að samstarfið muni reynast báðum aðilum farsælt.” sagði Klemenz Sæmundsson, formaður sunddeildar Keflavíkur við undirskriftina. „Sundið er í mikilli sókn hér á svæðinu og hefur árangur keppnisliðs ÍRB sýnt það og sannað að innan deildanna eru unnið gott starf.” sagði Geirmundur við þetta tæki- færi. Á myndinni eru Geirmundur Kristinsson, spari- sjóðsstjóri, Edda Ottósdóttir formaður sunddeildar Njarðvíkur, Klemenz Sæmundsson, formaður sund- deildar Keflavíkur, þjálfarar og sundfólk ÍRB. Sparisjóðurinn styrkir Sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur ➤ S PA R I S J Ó Ð U R I N N B A K H J A R L Í Í Þ R Ó T T U M Arnar Már Halldórssoner formaður Nem-endafélags Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og það er nóg um að vera í félagslífinu í skólanum.Arnar þorir ekki að gefa það upp hvar hann myndi vilja vera, hefði hann kost á því að vera einhvers staðar fluga á vegg í 25 mín- útur. Nafn: Arnar Már Halldórsson Aldur: 19 Uppáhaldstala: 2 Stjörnumerki: Ljón Er mikið að gera sem for- maður nemendafélagsins? Jájá en ekkert sem hobbitinn ræður ekki við. Hvað hefur verið að gerast í félagslífinu í FS það sem af er vetri? Nú það hafa verið 2 böll, bíó- sýning, nýnemakvöld og auð- vitað „Nýnemadagarnir”(busa- dagurinn). Hvað er á döfinni í félagslíf- inu? Það er Þórsmerkurferð um helgina, Hljóðneminn og möguleiki að það verði grímu- ball sem jólaball Hver eru þín helstu áhuga- mál? Fótbolti, bjarndýr og helling af hlutum. Ertu í skólahljómsveitinni? Nei, en ég á það til spila ein- stök lög á gítar. En hver er þín uppáhalds- hljómsveit? Ég mundi þurfa að segja Radi- ohead eða Muse. Hvaða vefsíður heimsækirðu mest? www.slimeathlete.com mjög þroskandi. Ef þú mættir vera fluga á vegg í 25 mínútur - hvar myndirðu vilja vera? ég þori eigilega ekki að segja það Hvaða geisladisk keyptirðu síðast? Pottþétt 1 og eftir það fekk ég mér skrifara. Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Kill Bill. Hefurðu ákveðið eitthvað með frekara nám? Neinei ég ætla bara klára FS fyrst Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þúsundkalli? Ég mundi bæta við 200kalli og kaupa mér bjarndýr. Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftir- farandi: -MK: Mortal Kombat. -Alþýðuflokkurinn:Vinstri kanturinn. -Robert DeNiro:Godfather, devil´s advocate og deer hunter -Avaxta Magic: Tremmi -vf.is: baggalutur.is Hvernig sérðu FS fyrir þér eftir 50 ár? Það verður ekki skóli lengur vélarnar verða búnar að taka völdin. Nei ég held að þetta verði voða svipað nema aðeins meira örugglega gert í tölvum. Ari Ólafsson formaður skemmtinefndar, Arnar Már Halldórsson formaður nemendafélagsins og Davíð Óskarsson ritari nemendafélagsins. Pottþétt 1 og eftir það fékk ég mér skrifara VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 12:58 Page 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.