Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ R E Y K J A N E S B Æ R
➤ Í Þ R Ó T TA M I Ð S T Ö Ð I N Í V O G U M 1 0 Á R A
Framkvæmdir í Höfnum
Um þessar mundir er verið að ljúka við gerð nýrra vegatálma á Hafna-
vegi við aðkomu að Höfnum sem Reykjanesbær samdi um við Vegagerð
ríkisins. Þá er búið að malbika Djúpavog og setja kantsteina til undirbún-
ings gangbrautar meðfram götunni. Framundan er að setja hellulagðar
hraðahindranir við Seljavog og Kirkjuvog, segir á vef Reykjanesbæjar.
VF-mynd: Dagný Gísladóttir
Þ að var mikið fjör í Vog-um þegar Solla Stirða úrLatabæ heimsótti börn-
in í tilefni 10 ára afmælis
íþróttamiðstöðvarinnar í Vog-
um um helgina. Það var greini-
legt að börnin kunnu vel að
meta Sollu og átti hún hug
þeirra allan í heimsókninni.
Solla ræddi við börnin um
Orkuátakið og var greinilegt á
börnunum að þau voru vel með
á nótunum. Hún flutti einnig
nýja Sollu Stirða lagið við góð-
ar undirtektir. Íbúum Voga
var boðið upp á kaffi og af-
mælisköku í tilefni af afmælinu
og fría tíma í tækjasalinn,
júdó, eróbikk og sund, en til-
boðin munu gilda út vikuna.
Það var einnig mikið fjör hjá
unglingunum um kvöldið þar
sem slegið var upp sund-
laugarpartý, en krökkum úr 8. til
10. bekk í Grunnskóla Grinda-
víkur var boðið í partýið. Um 80
unglingar tóku þátt í sund-
laugarpartýinu og eins og með-
fylgjandi myndir bera með sér
var mikið fjör.
Fjörugt afmæli í Vogum
Það var greinilegt að börnin kunnu vel að meta Sollu og átti hún hug þeirra allan í heimsókninni.
Það var einnig mikið fjör hjá unglingunum
um kvöldið þar sem slegið var upp sund-
laugarpartý, en krökkum úr 8. til 10. bekk í
Grunnskóla Grindavíkur var boðið í partýið.
VF 43. tbl. 2003 hbb 22.10.2003 13:04 Page 18