Víkurfréttir - 23.10.2003, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 23. OKTÓBER 2003 I 27
Starfsmanna- og gæðaþjónusta
Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli
ehf., IGS, sem stofnsett var 1. janúar
2001, býður viðskiptavinum sínum,
íslenskum og erlendum flugfélögum,
upp á alla flugtengda flugvallar -
þjónustu við flug félög og farþega á
Keflavíkurflugvelli. Félagið er eitt af
dótturfélögum Flugleiða hf. Hjá
fyrirtækinu starfa að jafnaði um 400
starfsmenn og þar er rekin markviss
starfsþróunar- og símenntunarstefna.
G R O U N D S E R V I C E S
Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli, IGS, vill ráða
starfsmann til fjölbreyttra starfa í starfsmanna- og
gæðaþjónustu á skrif stofu IGS.
Verkefni felast m.a. í ritun rekstrarhand bókar IGS,
innri gæða úttektum, þjónustu og samskiptum við
starfsmenn, stjórnendur og viðskiptavini, uppfærslu
handbóka, umsjón með heimasíðu IGS, kennslu,
skjölun gagna o.fl.
Vinnutími er sveigjanlegur og laun skv. samkomulagi.
Leitað er að öflugum einstaklingi með menntun á
háskólastigi, t.d. rekstrarfræðingi eða kennara, eða
einstaklingi með aðra menntun sem nýst getur
í þessu starfi. Reynsla af gæðastjórnun er æskileg.
Krafist er góðrar kunnáttu í íslensku, ensku og
helstu tölvuforritum, t.d. Word, Excel, Power
Point og Netinu. Kunnátta í verkefnastjórnun,
myndvinnslu og heimasíðugerð er æskileg en ekki
skilyrði.
Viðkomandi þarf að hafa hæfni í mann legum sam -
skiptum og skipulögðum vinnu brögðum, sýna
frumkvæði og sjálfstæði.
Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli - laust starf:
Umsóknir berist Flugþjónustunni Keflavíkur flugvelli ehf. fyrir 1. nóv. 2003.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Flugþjónustunnar á 2. hæð í Fraktmiðstöð IGS, 235
Keflavíkurflugvöllur, sími 4250230.
■ Keflavík tapaði fyrir ÍR í
heimsókn sinni í Seljaskóla í 2.
umferð Intersport-deildarinnar.
Lokatölur voru 111-107 en ÍR-
ingar höfðu leitt mestallan leik-
inn. Guðjón Skúlason, þjálfari
Keflavíkur, sagði að liðið hefði
misst leikinn úr höndunum í fyrri
hálfleik með slökum varnarleik.
Hann sagði að fyrir næsta leik
sem er gegn Breiðabliki yrði far-
ið rækilega yfir leik kvöldsins til
að koma í veg fyrir að slík
frammistaða endurtaki sig.
Eiríkur Önundarson átti frábæran
leik fyrir ÍR og skoraði 45 stig og
var að sjálfsögðu stigahæstur
sinna manna. Derrick Allen stóð
sig vel fyrir Keflvíkinga og skor-
aði 40 stig og tók 12 fráköst.
■ Grindavík gerði góða ferð til
Snæfells þar sem þeir höfðu sig-
ur 62-65 í hörkuleik. Snæfell
hafði eins stigs forskot í hálfleik
41-40 en í seinni hálfleik var
jafnræði með liðunum allt þar til
um 5 mínútur voru til leiksloka
þegar Grindvíkingar tryggðu sér
sigurinn.
Friðrik Ingi, þjálfari Grindavíkur,
var ánægður með að sækja 2 stig
til Stykkishólms eftir harðan
leik, og sagði að það væri erfitt
að sækja Snæfell heim þar sem
þeir væru með fantagott lið.
Darrell Lewis var stigahæstur
Grindvíkinga, einu sinni sem oft-
ar, með 19 stig og gamla kempan
Guðmundur Bragason kom á
hæla honum með 14 stig og tók
12 fráköst.
■ Njarðvík lagði KR að velli í
Intersport-deildinni 79-77 í frá-
bærum leik sem bauð upp á mik-
inn hraða, góða vörn og
skemmtileg tilþrif.
Í leikhléi var staðan 49-42
heimamönnum í vil eftir góðan
kafla Njarðvíkur í öðrum leik-
hluta en í seinni hálfleik var leik-
urinn í járnum allt fram á síðustu
sekúndur þegar Friðrik Stefáns-
son tryggði Njarðvíkingum sig-
urinn með vítaskoti.
Friðrik Ragnarsson þjálfari var
mjög ánægður með leikinn sem
hann sagði að hafi verið mjög
flottan og áhorfendur hefðu feng-
ið mikið fyrir aðgangseyrinn.
Njarðvíkingar börðust vel allan
leikinn og sagði Friðrik að ef
hans menn héldu uppteknum
hætti í næstu leikjum ættu and-
stæðingarnir ekki von á góðu.
Brandon Woudstra var stigahæst-
ur heimamanna með 22 stig og
Friðrik Stefánsson skoraði 16
stig og tók 14 fráköst. Friðrik
tróð líka oft með tilþrifum sem
trylltu frábæra stuðningsmenn
Njarðvíkur.
Intersport-deildin:
Skin og
skúrir hjá
Suðurnesja-
liðunum
Ef ráðist yrði í byggingu umskipunarhafnar
á Íslandi vegna opnunar norð-austur sigl-
ingaleiðarinnar fyrir Norður Rússland
kæmu Suðurnes sterklega til greina við hýs-
ingu slíkrar hafnaraðstöðu. Innan Utanríkis-
ráðuneytisins hefur starfshópur hafist handa
við að fjalla um opnun þessarar siglingaleið-
ar og mikilvægi hennar fyrir Ísland. Að sögn
Ragnars Baldurssonar sendiráðunautar í
Auðlinda- og umhverfisstofu Utanríkisráðu-
neytisins mun starfshópurinn skila greinar-
gerð um málið næsta haust, en Ragnar á
sæti í starfshópnum. Starfshópurinn mun
ekki taka ákvörðun um staðarval ef til bygg-
ingu slíkrar hafnar kæmi. Flestir vísinda-
menn sem fjallað hafa um áhrif hlýnandi
veðurfars á norðurslóðum ber saman um að
draga muni verulega úr ís á siglingaleiðun-
um fyrir Norðurskautið á næstkomandi ára-
tugum. Samkvæmt sumum spám, er talið að
siglingaleiðin fyrir Norður-Rússland kunni
að verða opin óstyrktum skipum í a.m.k. tvo
mánuði á sumrin innan fimm ára og jafnvel
í fjóra til sex mánuði árið 2015.
Ísland hefði mikinn efnahagslegan ávinning
af opnun norð-austur siglingaleiðarinnar og
opnar hún möguleika á birgðastöð og um-
skipunarhöfn á Íslandi fyrir flutninga milli
Austur-Asíu og ríkja við Norður-Atlantshaf
og segir Ragnar að ef flutningaleiðin muni
opnast verði flutningar þessa leið umtals-
verðir.
Guðbjörg Jóhannsdóttir atvinnuráðgjafi
Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum
sagði í samtali við Víkurfréttir að gögn um
Helguvík og Keilisnes hafi verið send inn til
starfshópsins til að sýna áhuga á verkefninu.
“Við höfum sent upplýsingar er byggjast á
fyrirliggjandi rannsóknum á áður nefndum
svæðum til starfshópsins, í framhaldi af því
munum við fylgjast með þróun mála. Þetta
er spennandi verkefni og ljóst að ef flutn-
ingaleiðin opnast eru möguleikar Íslands
miklir vegna staðsetningar. Nálægðin við al-
þjóðaflugvöll og góðar samgöngur gerir
Suðurnesin að fýsilegum kosti í þessu sam-
bandi.”
-send hafa verið gögn til starfshóps á vegum Utanríkisráðuneytisins um aðstöðu í Helguvík og Keilisnesi.
Umskipunarhöfn og birgðastöð á Suðurnesjum?
VF 43. tbl. 2003 hbb loka 22.10.2003 14:09 Page 27