Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ V E R S L U N O G Þ J Ó N U S TA             !" #$%&"" ' (#$$%%& )*+ ), )-)*+ ), )./                                                                     !" "   #$% #&       '                 (         !       "   #  )         #    )         # #             $ %  %   &        '(   ( )*+,,( 0)/ 1234 1567 8/9 H ugmyndir Kentucky Fried Chickenum byggingu veitingastaðar íReykjanesbæ voru kynntar fyrir umhverfis- og skipulagssviði Reykjanes- bæjar á fundi í síðustu viku. Erindi frá KFC Reykjanesbæ gerir ráð fyrir bygg- ingu eins stærsta KFC staðar landsins á lóð gegnt Samkaup á horni Flugvallarveg- ar og Hafnargötu/Njarðarbraut. Að sögn Steinþórs Jónssonar, sem á sæti í umhverf- is- og skipulagsnefnd, var tekið vel í erind- ið frá KFC Reykjanesbæ, sem nú mun fara sitt venjubundna ferli í gegnum bæj- arkerfið. Unnið er að skipulagi á þessu svæði. Hug- myndir KFC gera ráð fyrir stóru og myndar- legu húsi, sem er um 50 metra langt og mun snúa eins og Samkaup. Engin tímamörk hafa verið nefnd, en ljóst má vera að þessi vinsæla veitingastaðakeðja er á leiðinni til Suður- nesja. Í dag rekur KFC veitingastaði í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Mosfellsbæ og á Sel- fossi. DanshljómsveitinGrænir vinir, munspila á Ránni um helgina, á föstudags- og laugardagskvöld. Birta Rós Arnórsdóttir syngur nú á ný með hljóm- sveitinni eftir nokkurra ára hlé, en hún hefur búið erlend- is undanfarin ár. Hljóm- sveitin Grænir vinir hefur spilað á dansleikjum í á ann- an áratug, en Birta byrjaði að syngja með hljómsveitinni 1992, þá 16 ára gömul. Hljómsveitarmeðlimir Grænna vina eru: Friðrik Örn Ívarsson, Sigurjón Georg Sigurbjörnsson og Jón Rós- mann Ólafsson, en Rósi eins og hann er kallaður í daglegu tali, verður 50 ára fimmtu- daginn 11. desember. KFC vill byggja í Reykjanesbæ Grunsemdir um rjúpnaveiði G runsemdir eru uppi umrjúpnaveiðar í umdæmilögreglunnar í Keflavík og ýmsar ábendingar hafa borist lögreglu þar að lútandi undanfarna daga. Lögreglan hefur þó ekki haft afskipti af neinum vegna ólöglegrar rjúpnaveiði, a.m.k. ekki enn sem komið er. Það er hins veg- ar rétt að vekja athygli á því að lögreglan mun gefa þessu auknar gætur á næstu vikum og fylgjast grannt með veiði- svæðum í umdæminu. BIRTA RÓS AFTUR MEÐ GRÆNUM VINUM Frumdrög að teikningum að nýja Kentucky Fried Chicken staðnum við Flugvallarveg. Hönnun staðarins er í hönum Pálmars Kristmundssonar hjá arkitektastofunni PK hönnun. HAFNARGÖTU 30 KEFLAVÍK S Í M I 4 2 1 4 0 67 VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 12:43 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.