Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 18
ÁSuðurnesjum eru nú341 maður á atvinnu-leysisskrá. Um 100
manns eru að fá uppsagnar-
bréf þessa dagana frá varnar-
liðinu. Þingmenn í Suðurkjör-
dæmi fengu nú í vikunni bréf
frá framkvæmdastjóra svæðis-
miðlunar Suðurnesja þar sem
bent var á að vegna fjárskorts
til Fjölbrautaskóla Suðurnesja
megi ætla að um 150 til 200
nemendur flosni úr námi og
bætist þar með í hóp atvinnu-
lausra á svæðinu.
Þjónustufyrirtæki við varnarliðið
reikna öll með að þurfa að fækka
starfsfólki á næstunni. Starfs-
menn varnarliðsins, sem eru um
800 eftir, búa við mikið óöryggi
með sína framtíð hjá hernum. Á
Suðurnesjum er stór hópur
manna sem ekki hefur neinn
kjarasamning. Þar á ég við sjó-
menn á bátum undir 12 tonnum.
Ætla má að um sé að ræða um
100 manns til sjós og svipaður
fjöldi fólks í beitningu og upp-
stokkun. Þetta fólk býr við það
að hafa engan kjarasamning eins
og áður sagði, ekki fasta kaup-
tryggingu, engan uppsagnarfrest,
skiptaprósentu einhliða ákveðna
af útgerðarmanni, og oft þurfa
þessir einstaklingar að slysa-
tryggja sig sjálfir. Staða þessa
fólks er með þeim hætti að fé-
lagsmálaráðherra ætti að skoða
þessi mál strax.
Samkvæmt vinnulöggjöfinni
eiga allir launþegar að hafa kjara-
samninga. Annað er ólöglegt. Í
slæmu tíðarfari til sjós og litlu
fiskiríi er þetta fólk jafnvel verr
sett en þeir sem eru á atvinnu-
leysisskrá. Fjöldi fólks á at-
vinnuleysisskrá segir ekki allt.
Skipstjórnarmenn eru hásetar
eða starfandi í láglaunastörfum á
ýmsum sviðum, svo á við marg-
an manninn að fá ekki störf sem
menntun eða hæfileikar einstak-
lingsins býður upp á.
Byggðaáætlun
Hvenær er þörf á því að endur-
skoða byggðaáætlun fyrir Suður-
nes, ef ekki nú? Tilefni þess að
ég minnist á byggðaáætlun er
vegna fyrirspurnar Brynju Magn-
úsdóttur til hæstvirts byggða-
málaráðherra, Valgerðar Sverris-
dóttur, þar sem fram kom í svari
byggðamálaráðherra að stjórn-
völd töldu ekki neina ástæðu til
þess að endurskoða byggðaáætl-
un á Suðurnesjum. Fiskveiði-
stjórnarkerfið hefur leikið okkar
svæði grátt, bróðurparturinn af
öllum kvóta farinn af svæðinu.
Hverjir hafa svo varið þetta kerfi
sem heimsins besta kvótakerfi?
Það eru auðvitað Framsókn og
íhald sem eru strengjabrúður
L.Í.Ú. – klíkunnar. Hverjar eru
ástæður þess að stjórnarliðar eru
svona þægir? Tengist það
kannski fjárstuðningi í flokks-
sjóði stjórnarflokkanna og beinni
þátttöku margra útgerðarmanna
stórfyrirtækja í kosningabarátt-
unni á sl. vori?
Sértækar aðgerðir
Sértækra aðgerða er þörf á Suð-
urnesjum. Ef vel ætti að vera
þyrftum við 10-12 þúsund tonna
þorskígildiskvóta á svæðið til
næstu fjögurra ára. Við þurfum
4-5 milljarða í aðra atvinnuupp-
byggingu á svæðinu. Í ferðaþjón-
ustu, ýmiss konar iðnað og síðast
en ekki síst, að styrkja undirstöð-
ur fyrirtækja á svæðinu svo þau
megi vaxa og dafna.
Við þurfum að flýta framkvæmd-
um við að tvöfalda Reykjanes-
brautina. Við þurfum strax að fá
Ósabotnaveg og síðast en ekki
síst að hefja framkvæmdir við
Suðurstrandarveg.
Það er í raun sárt að þurfa að
selja eignir sveitarfélaga og/eða
ríkisins eins og Hitaveitu Suður-
nesja. Þegar stjórnvöld skynja
ekki vandann og vilja ekkert gera
varðandi atvinnuuppbyggingu,
verða sveitarfélög að reyna að
gera það sem þau geta. Stjórn-
völd eru með aðgerðarleysi sínu
að bregðast fólkinu á Suðurnesj-
um sérstaklega.
Grétar Mar Jónsson
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Atvinnumál á Suðurnesjum
➤ G R É TA R M A R J Ó N S S O N S K R I F A R
VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 4:46 Page 18