Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 24
Kveikt var á jólatré viðNjarðvíkurskóla s.l.föstudag að viðstöddum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Njarðvíkurskóla. Allir gengu í kringum jólatréð við undirleik Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæj- ar. Jólatréð er gjöf frá vinabæ Reykjanesbæjar, Pandrup í Dan- mörku. Sören P Mortensen fyrr- um borgarstjóri í Pandrup afhenti tréð eins og venjulega en hann er nú skólastjóri þar og jafnframt formaður skóla- og félagsmála- ráðs Pandrup kommune og bæj- arfulltrúi. Fyrir hönd Reykjanesbæjar tók Jóhann Geirdal, varaforseti bæj- arstjórnar, formlega á móti þess- ari höfðinglegu gjöf. Hann notaði tækifærið til að lýsa yfir þakk- læti og kvað það gott að eiga jafn góða vini í Pandrup sem raun bæri vitni, en margvísleg tengsl hefðu verið á milli Reykjanes- bæjar og Pandrup í gegnum tíð- ina. Sagði Jóhann að ekki yrði á neinn hallað þótt hann teldi að mestan heiðurinn af þessum sterku og góðu tengslum, væri þeim Gylfa Guðmundssyni skólastjóra í Njarðvíkurskóla og Sören P Mortensen að þakka. Endaði þessi hátíðlega athöfn á því að Sören kveikti á jólatrénu en athöfnin tókst sérlega vel. 24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Atvinna óskast Samviskusöm stundvís og skipulögð kona óskar eftir starfi sem fyrst. Mikil reynsla við bókhald (TOK), launaútreikninga, almenn skrifstofustörf og afgreiðslu. Er með próf í tölvu og skrifstofunámi. Reyklaus. Upplýsingar í síma 898-4654. Kveikt á jólatrénu við Njarðvíkurskóla Stefnt að opnun 88 hússins fyrir jól S tefnt er að því að menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanes-bæ að Hafnargötu 88 verði opnuð fyrir jól að sögn HafþórsBarða Birgissonar forstöðumanns. Húsið hefur hlotið nafnið 88 húsið og þar verður ýmiskonar tómstundaaðstaða fyrir ungt fólk 16 ára og eldra.Við skipulagningu hússins er stuðst við hug- myndafræði Apóteksins, menningarmiðstöðvar ungs fólks á Ísa- firði. Opnuð hefur verið heimasíða 88 hússins á slóðinni www.88.is VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 15:13 Page 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.