Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 34
HAMAR-GRINDAVÍK
Topplið Grindavíkur fer til
Hveragerðis í kvöld og mun
freista þess að halda sigurgöngu
sinni áfram. Haukar eru hins
vegar um miðja deild, með 10
stig eftir 8 leiki.
Friðrik Ingi Rúnarsson hjá
Grindavík hlakkar til að mæta í
Hveragerði. „Þetta er erfitt verk-
efni en það er alltaf gaman að
spila við þá. Við eigum eftir að
hittast og fara yfir leikinn, en
þegar er spilað svona þétt er erfitt
að ná sér upp fyrir hvern leik, en
ég er bjartsýnn.”
Darrel Lewis og Daniel Trammel
hafa reynst drjúgir fyrir Grind-
víkingana í vetur en Páll Axel
hefur staðið fyllilega fyrir sínu.
Þá er Helgi Jónas óðum að kom-
ast í form eftir baráttu við meiðs-
li í haust og vetur og víst er að
hann verður mikil vítamínsprauta
fyrir liðið.
Hins vegar hafa Hamarsmenn
góðu liði á að skipa og fara þar
fremstir Chris Dade, sem er góð
skytta og skorar um 20 stig í leik,
og Faheem Nelson sem er fanta-
sterkur frákastari og ver flest skot
allra í deildinni. Að lokum má
geta Lárusar Jónssonar sem hef-
ur farið á kostum í liði Hamars
og stjórnað þeirra leik af stakri
prýði.
NJARÐVÍK-SNÆFELL
Bæði Njarðvíkingar og Snæfell-
ingar hafa verið að spila góðan
körfubolta í vetur og sitja saman í
öðru og þriðja sæti deildarinnar.
Þau munu eigast við í Ljóna-
gryfjunnni í kvöld.
Friðrik Ragnarsson vanmetur
ekki andstæðingana. „Þetta verð-
ur hörkuslagur. Snæfell er með
frábært lið og hafa verið mjög
sannfærandi í vetur. En við höf-
um ýmislegt í pokahorninu og
ætlum að leggja þá. Við verðum
að passa upp á að Grindvíkingar
stingi okkur ekki af.”
Snæfell bætti við sig mannskap í
sumar og er með eitt allra besta
byrjunarlið deildarinnar um þess-
ar mundir. Sigurður Þorvaldsson
og Hlynur Bæringsson eru meðal
allra bestu ungu leikmanna
landsins og Corey Dickerson hef-
ur átt sæmilegu gengi að fagna,
þannig að Hólmarar eru ekki
beint árennilegir.
Lið Njarðvíkur hefur einnig stór-
fínan mannskap þar sem
Brandon Woudstra og Friðrik
Stefánsson fara fremstir í flokki.
Þá hefur Brenton Birmingham
loks verið að sýna sitt rétta andlit
í undanförnum leikjum og eru
það stórfínar fréttir fyrir Njarð-
víkinga en síður en svo fyrir and-
stæðinga þeirra.
KEFLAVÍK-KR,
ÞÓR-KEFLAVÍK
Keflvíkingar standa frammi fyrir
óhemju erfiðri viku þar sem þeir
spila tvo leiki í deildinni og Evr-
ópuleik á sex dögum. Þeir taka á
móti KR á föstudaginn og sækja
Þór heim á sunnudag í Inter-
sport-deildinni.
Falur Harðarson segir að nú sé
tíminn til að sýna hvað býr í
þessu liði. „Nú ríður á fyrir okk-
ur að halda haus og hafa hausinn
í lagi. Við erum búnir að sanna
það að við getum tapað fyrir
hverjum sem er þannig að við
verðum að koma tilbúnir til leiks
og sýna andstæðingunum virð-
ingu og spila eins og menn.”
KR-ingum hefur ekki gengið
sem skyldi það sem af er tímabil-
inu, en eru þó í f immta sæti
deildarinnar með jafn mörg stig
og Keflavík, en misstu nýlega tvo
leikmenn í meiðsli og eru því
veikari fyrir vikið.
Chris Woods hefur átt gott tíma-
bil og skorað um 26 stig og tekið
10 fráköst að jafnaði. Hins vegar
eru þeir Baldur Ólafsson og
Helgi Reynir Guðmundsson
meiddir, sem veikir liðið að sjálf-
sögðu.
Þórsarar hafa tapað sex leikjum í
röð eftir að hafa unnið fyrstu tvo
leiki sína óvænt, þeir sigrar
komu að vísu gegn tveimur neðs-
tu liðum deildarinnar. Engu að
síður er Þór gott lið sem gefur
engum auðveld tvö stig. Í leik-
mannahópi þeirra eru t.d. Leon
Brisport og Raymond Robins eru
með öflugustu mönnum deildar-
innar og í hópi þeirra sem mest
skora og taka flest fráköst.
34 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
■Karfan / 1. deild kvenna
■Karfan / úrvalsdeild karla
Keflavík tekur á móti Toulon í Evrópukeppni bik-
arhafa á miðvikudaginn. Keflvíkingar hafa komið
skemmtilega á óvart í riðlinum sem hefur verið
jafnari en nokkur gerði ráð fyrir, og sitja á toppn-
um að þremur umferðum loknum. Keflavík hefur
unnið heimaleiki sína gegn portúgölsku liðunum
Ovarense Aerosoles og CAB Madeira, en tapaði
útileiknum gegn Toulon.
Vegna þátttöku sinnar í þessari keppni hefur
Keflavík lent í að spila mjög marga leiki á fáum
dögum sem gæti dregið úr krafti þeirra. Falur
Harðarson er þó ekki á þeirri skoðun. „Þetta er
bara eins og atvinnumannaliðin spila þetta. Að
vísu erum við í vinnu eða skóla og eigum margir
fjölskyldur, en við eigum að þola þetta. Ég held
ekki að líkamlega álagið sé erfiðast heldur það
andlega. Það er ekki auðvelt að gíra sig upp þegar
maður spilar marga leiki í viku en þá verða menn
að grafa dýpra inn í sig og finna einhvern auka-
kraft. Ef við vinnum er staða okkar orðin ansi
vænleg fyrir síðustu leikina, en með tapi gerum
við okkur erfiðara fyrir.”
GRINDAVÍK-ÍR
Hvorki Grindavík né ÍR hafa ver-
ið að gera miklar rósir að undan-
förnu í 1. deildinni. Grindavík er
neðst, en þar fyrir ofan eru ÍR-
ingar. Pétur þjálfari leggur mikla
áherslu á sigur. „Við unnum þær
síðast þannig að við getum þetta
alveg. Við ætlum að vinna tvo
næstu leiki sem eru fram að ára-
mótum og koma okkur upp úr
botnsætinu. Svo verðum við von-
andi komin með erlendan leik-
mann eftir áramót og náum að
tryggja okkur uppi í 1. deild.”
Leikurinn fer fram á laugardag.
NJARÐVÍK-KR
Þessi tvö lið há nú harða keppni
um þriðja sæti deildarinnar.
Njarðvík er sem stendur tveimur
stigum á undan KR, en það gæti
breyst á laugardag þegar liðin
mætast í Ljónagryfjunni.
Jón Júlíus Árnason, aðstoðar-
þjálfari Njarðvíkur, spáir hörku-
viðureign. „Við unnum fyrri leik-
inn innfrá, en síðan hafa KR-ing-
ar verið á uppleið og eru komnar
með erlendan leikmann sem hef-
ur staðið sig vel. Þessi leikur er
mjög mikilvægur vegna þess að
með sigri tryggjum við okkur í
sætinu fram að áramótum en þær
ná okkur að stigum ef þær
vinna.”
ÍS-KEFLAVÍK
Augljóst er að þessi leikur, sem
fer fram á mánudaginn, mun
skipta sköpum í toppbaráttu
deildarinnar. Liðin eru efst og
jöfn að stigum, en ÍS vann fyrri
leik liðanna í haust.
Hjörtur Harðarson hjá Keflavík
segist þokkalega bjartsýnn.
„Þessi leikur er úrslitaleikur um
efsta sæti deildarinnar fyrir jól og
við munum leggja allt í sölurnar.
Stelpurnar koma vonandi vel
stemmdar til leiks, og halda
áfram að standa sig vel eins og
að undanförnu.”
KEFLAVÍK TEKUR Á MÓTI TOULON
sportið
VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 4:50 Page 34