Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
N ökkvi Már Jónsson héraðsdómslögmaður á lögmannsstof-unni Landslög í Keflavík sá síðast kvikmyndina Kill Bill íbíó og varð hann fyrir vonbrigðum. Hann segist að jafnaði
aldrei fara í bíó.
Hvaða kvikmynd sástu síðast í
bíó?
Það var kvikmyndin Kill Bill og
olli hún nokkrum vonbrigðum.
Hver er uppáhaldskvikmyndin
sem þú hefur séð?
Ég á mér enga uppáhaldskvik-
mynd.
Hver finnst þér vera besti leik-
ari/leikkona sem nú er á lífi?
Woody Allen og Kathy Bates
Hvað ferðu oft í bíó á mánuði?
Að jafnaði aldrei
Hvaða spólu leigðirðu þér síð-
ast?
Hafið á snældu hjá Vídíóvík, einstök myndgæði og lipur þjónusta.
Er einhver kvikmynd sem þú átt eftir að sjá, en langar mikið til?
Hilmir snýr aftur.
Hvern skorarðu á í næsta blaði að svara þessum spurningum?
Sigurbjörn Daða Dagbjartsson, háseta.
Spólan í tækinu
Bókaormurinn
Þ orsteinn Marteinsson í Bókabúð Keflavíkur/Pennanumkynnist um 500 nýjum bókum á hverju ári. Síðasta bóksem hann las var Bettý eftir Arnald Indriðason sem kom
honum skemmtilega á óvart. En það er nóg að gera hjá Þorsteini
nú mitt í öllu jólabókaflóðinu, enda Íslendingar annálaðir bóka-
menn.
Ertu mikill bókaormur?
Ég er bókaormur já já, kannski í
pínulítið annarri merkingu en
gerist og gengur. En ég kynnist
um 500 nýjum bókum á hverju
ári, mis vel en öllum eitthvað.
Hvaða bækur ertu með á nátt-
borðinu núna?
Á Íslendingaslóðum í Kaup-
mannahöfn e. Björn Th. og Da
Vinci lykillinn e. Dan Brown
Hvað bók lastu síðast?
Frægð og firnindi e. Gísla Páls-
son. Betty e. Arnald Indriðason
hún kemur skemmtilega á óvart.
Hver er þín uppáhaldsbók?
Ég held mikið upp á td. Svanasöngur e. Björn Blöndal, Íslandshand-
bókina, Með flugu í höfðinu e. Stefán Jónsson
Eru einhverjar bækur sem þú ætlar þér að lesa á næstunni?
Ævisaga Jóns Sigurðssonar seinna bindi er næst á dagskrá,
Hvaða bókaorm skorarðu á næst?
Ég ætla að skora á Helgu Margréti Guðmundsdóttur, hún er ekki öll
þar sem hún er séð þegar bækur eru annarsvegar.
Kill Bill olli vonbrigðum
Ævisaga Jóns Sigurðs-
sonar næst á dagskrá
Þetta er hún Ella gella,
hún á afmæli í dag,
4. desember. Hún tekur
á móti hörðum
pökkum og blautum
kossum á Mávabraut 2.
Þeir sem vilja gleðjast
með henni, endilega
mæti á staðinn.
Kveðja, Inga og
Gugga.
M ikið hefur verið aðgera í versluninniFitjatorgi, bensínstöð
Orkunnar að Fitjum í Njarð-
vík. Verð á dísel olíu verður
34,80 krónur út vikuna og seg-
ir Ómar Jónsson eigandi Fitja-
torgs að þetta verð sé sögulegt.
„Við erum að bjóða besta verð-
ið á díselolíu sem þekkist um
þessar mundir,” segir Ómar en
nú stendur yfir jólaleikur
Bensínorkunnar og Fitjatorgs.
„Þeir sem sækja um orkukort
hjá okkur í desember fá
jólaglaðning. Í jólapakkanum
er Sonax bón, tjöruhreinsir frá
Undra og grisjupakki. Og til
viðbótar þessu fá allir þeir sem
eru með orkukort 2 krónu af-
slátt af bensíni hjá okkur.”
JÓLAGLAÐNINGUR FITJATORGS
VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 15:56 Page 16