Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 4. DESEMBER 2003 I 23
Tíminn byrjaði klukkan tíu mín-
útur yfir átta og þegar komið var
að kennslustofunni höfðu krakk-
arnir raðað sér upp í röð fyrir
framan hurðina og María Óla-
dóttir kennari stjórnaði inngöngu
nemendanna inn í stofuna. Nem-
endurnir gengu fremur rólega inn
í kennslustofuna, gengu frá tösk-
um sínum og stóðu fyrir aftan
stólana. Með lokuð augu og
spenntar greipar var farið með
Faðir vorið, bænina sem allir
kunna.
Daginn áður hafði bekkurinn
verið að föndra í stofunni. Þau
endurunnu pappír sem notaður
hafði verið og bjuggu til jólakort,
en nemendurnir byrjuðu daginn
á því að taka jólakortin af borð-
unum og koma þeim fyrir.
Það var stærðfræði í fyrsta tíma.
María kennari byrjaði á smá
dæmakennslu upp á töflu og
spurði nemendurna um dæmin.
Og í framhaldinu var stærðfræði-
bókin Eining tekin upp og áttu
nemendurnir að reikna blaðsíðu
22 í bókinni. Samkvæmt stærð-
fræðikunnáttu blaðamanns var
þarna um að ræða stærra en/jafnt
og/minna en. Nemendurnir voru
fljótir að klára dæmin og þegar
hver og einn var búinn var farið
upp að kennaraborðinu þar sem
María kennari leit yfir dæmin.
Og þegar nemendurnir voru bún-
ir með blaðsíðu 22 máttu þau
reikna í bókinni Viltu reyna, en
það er uppáhaldsbók margra í
bekknum.
Kennslustundin var fljót að líða
og nemendurnir voru duglegir
við lærdóminn. Ein kennslustund
er 40 mínútur og í lok tímans var
tekin hópmynd af 4. MÓ fyrir
framan stofuna. Þegar lokið var
við að taka myndir af bekknum
var blaðamaður kvaddur með
virktum. Góðir krakkar með
traustan kennara sem þarna voru
kvaddir.
Olga Ýr Georgsdóttir, 9 ára
„Mér finnst skemmtilegast að
læra deilingu í skólanum og mér
finnst
Viltu
Reyna
bókin
skemmti-
legust,”
segir
Olga, en
henni
finnst
mjög
skemmtilegt í skólanum. Olga
segir að hana hlakki til að æfa
fyrir menningarkvöld sem haldið
verður í Heiðarskóla í kvöld. „Ég
ætla að verða hárgreiðslukona og
reiðkennari,” segir Olga en á
myndinni með henni er (vinstra
megin) Tinna Rut Þórarinsdóttir
besta vinkona hennar.
Kristján Guðmundsson, 9 ára
„Það er bara skemmtilegt í skól-
anum og mér finnst lang-
skemmti-
legast að
reikna í
bókinni
Viltu
reyna,”
segir Krist-
ján og hann
ætlar sér að
verða lög-
reglumaður
þegar hann verður stór.
Magnús Ari Brynleifsson, 9 ára
„Leikfimi er skemmtilegust,”
segir
Magnús en
hann er
mikill
íþróttamað-
ur. „Ég æfi
fótbolta
með Kefla-
vík og það
er aðalá-
hugamálið
mitt.” Magnúsi finnst skemmti-
legast að lesa. „Mér finnst bara
gaman í skólanum,” segir Magn-
ús en hann er ekki alveg búinn að
ákveða hvað hann ætli að verða
þegar hann verður stór.
Guðrún Sigmundsdóttir, 9 ára
„Það er rosalega gaman í skólan-
um. Ég hlakka bara svo mikið til
að æfa fyrir menningarstundina
sem verð-
ur í
kvöld,”
segir Guð-
rún en
henni
finnst
mjög
gaman að
læra
margföld-
unartöfluna. „Ég ætla að verða
hárgreiðslukona eða tannlæknir.”
Hvarð er skemmtilegast
og hvað ætla þau að verða
þegar þau verða stór?
„Af hverju ert þú hér? Komum við í blaðinu?” spurðu nemendur 4.
MÓ þegar blaðamann Víkurfrétta bar að garði í Heiðarskóla í vikunni.
Ætlunin var að hverfa aftur til gamalla tíma og sitja með nemendun-
um í fyrstu kennslustund.
V Í K U R F R É T T I R F Y L G J A S T M E Ð K E N N S L U S T U N D Í 4 . B E K K H E I Ð A R S K Ó L A
Stærðfræði í
morgunsárið
Tíminn byrjaði klukkan tíu mínútur yfir átta og þegar komið var að kennslustofunni höfðu krakkarnir
raðað sér upp í röð fyrir framan hurðina.
VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 11:21 Page 23