Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ L E S I Ð Ú R B Ó K U M
➤ H É R A Ð S D Ó M U R
➤ M E N N I N G O G M A N N L Í F
stuttar
f r é t t i r
stuttar
f r é t t i r
Utanríkisráð-
herra telur ekki
ástæðu til að
ætla að frekari
uppsagnir verði
hjá Varnarliðinu
Í utandagskrárumræðu áAlþingi um uppsagnirhjá Varnarliðinu sem
Jón Gunnarsson þingmað-
ur Samfylkingarinnar hóf
máls á utan dagskrár fyrir
helgi sagði Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra
að engar upplýsingar lægju
fyrir um frekari uppsagnir
hjá Varnarliðinu. Jón
Gunnarsson lagði fram fyr-
irspurn til ráðherra í þrem-
ur liðum þar sem hann
spurði meðal annars um
hvort ráðherra hefði upp-
lýsingar um frekari sam-
drátt og hvernig stjórnvöld
hygðust bregðast við at-
vinnuástandi á Suðurnesj-
um.
Í framsögu sinni sagði Jón að
fruntalega hafi verið staðið að
uppsögnunum og að þær hafi
komið verulega á óvart. Jón
benti á að umræður væru um
það að uppsagnirnar væru
einungis upphafið á miklum
samdráttaraðgerðum. Jón
krafðist þess að stjórnvöld
upplýsi um ástand mála og
grípi til aðgerða sem minnki
áhrif uppsagna Varnarliðsins.
Í máli utanríkisráðherra kom
fram að, í kjölfar fyrirspurnar
um sértækar aðgerðir til að
efla atvinnu á svæðinu, að
unnið væri að ýmsum stórum
verkefnum á svæðinu og að
framundan væru stór verk-
efni. Nefndi hann í því sam-
bandi tvöföldun Reykjanes-
brautar, lagningu Suður-
strandarvegar, aukin umsvif
Flugleiða á Keflavíkurflug-
velli og að ráðist yrði í stækk-
un Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar.
Fjölmargir þingmenn tóku til
máls við umræðuna og bentu
stjórnarliðar á að varnar- og
öryggismál Íslendinga væru
ekki tengd atvinnumálum á
Suðurnesjum. Í máli þeirra
kom fram að aðgerða væri
þörf á Suðurnesjum til að
bregðast við atvinnuleysi á
svæðinu. Stjórnarandstöðu-
þingmenn gagnrýndu stjórn-
arflokkana fyrir aðgerðaleysi
og töldu að bregðast hefði átt
við samdrætti mun fyrr.
F lugstöð Leifs Eiríkssonarhf. og Samkeppnisráðvoru sýknuð í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrir helgi,
en Íslenskur markaður hf.
stefndi báðum aðilum í júlí-
byrjun til ógildingar á úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppn-
isemála í forvalsmálinu frá 7.
apríl á þessu ári. Sá úrskurður
féll Flugstöð Leifs Eiríkssonar
hf. í vil. Í fréttatilkynningu frá
Flugstöðinni segir:
„Íslenskur markaður hf. (ÍM)
stefndi í júlíbyrjun Flugstöð
Leifs Eiríkssonar hf. (FLE hf.)
og samkeppnisráði fyrir Héraðs-
dóm Reykjavíkur til ógildingar á
úrskurði áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála í forvalsmálinu frá
7. apríl 2003, sem hafði fallið
FLE hf. í vil, eins og flestum er
kunnugt. Héraðsdómur Reykja-
víkur dæmdi í málinu í gær, 26.
nóvember.
Í dómsorði Héraðsdóms segir:
„Stefndu, Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar hf. og samkeppnisráð, eru
sýknaðir af kröfum stefnanda, Ís-
lensks markaðar hf., í máli
þessu.”
Dómurinn gengur út frá þeirri
forsendu að ákvæði laga um
stofnun Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar hf nr. 76/200 séu sérlög og
gangi framar ákvæðum sam-
keppnislaga. Héraðsdómur fellst
á með áfrýjunarnefnd samkeppn-
ismála „að það sé undir stefnda,
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf.,
komið hvort og að hvaða marki
félagið felur öðrum aðilum að
annast þjónustu við farþega í
flugstöðinni og jafnframt að af
því leiði að félaginu sé heimilt að
ákveða sjálft það húsnæði í frí-
höfninni sem það tekur til notk-
unar undir verslunarrekstur eða
þjónustu, svo og að ákveða
hvaða vörur eða þjónustu það
tekur til sölumeðferðar.”
Það er staðfest með þessum dómi
að forval um val á rekstraraðilum
í flugstöðinni, forsendur þess og
umfang hafi verið lögmætt. Til-
gangur með forvalinu er að auka
þjónustu við farþega, tryggja
meiri fjölbreyttni í vöruúrvali og
þjónustu, ásamt því að opna fyrir
aðgang að markaði fyrir verslun
og þjónustu í flugstöðinni.“
E ins og fram hefur komiðí fjölmiðlum hefur Tón-listarfélag Reykjanes-
bæjar nú verið endurvakið og
fyrstu tónleikarnir á vegum fé-
lagsins verða í Ytri-Njarðvík-
urkirkju, fimmtudaginn 4. des,
kl. 20.00 þar sem Kammersveit
Reykjavíkur mun leika fyrir
Suðurnesjamenn.
Allt frá fyrsta vetri sínum hefur
Kammersveitin haldið jólatón-
leika í desembermánuði þar sem
leikin hefur verið tónlist frá bar-
rokktímanum og að þessu sinni
verða tónleikarnir í Reykjanes-
bæ. Þessir tónleikar hafa líklega
verið vinsælustu verkefni
Kammersveitarinnar. Að þessu
sinni ætlar Rut Ingólfsdóttir, sem
frá upphafi hefur verið í forsvari
bæði sem fiðluleikari og sem for-
maður Kammersveitarinnar, að
leika uppáhaldskonsertana sína,
fjóra fiðlukonserta eftir Bach.
Með henni leika einleik þau Daði
Kolbeinsson á óbó og Unnur
María Ingólfsdóttir, fiðluleikari,
en þær systurnar hafa margoft
leikið þennan konsert saman
bæði hér á landi og erlendis.
Tónleikarnir eru haldnir með
styrk frá Reykjanesbæ og hefjast
kl. 20.00. Aðgangseyrir er kr.
1.500 en ókeypis fyrir nemendur
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar
Kammersveit Reykjavíkur
í Ytri-Njarðvíkurkirkju
FLUGSTÖÐIN SÝKNUÐ
Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja las fyrir íbúa Hlévangs, dvalarheimilis
aldraðra í Keflavík sl. þriðjudag í lestrarátakinu. Sigríður las upp úr bók Þórarins Eldjárns, Sérðu það sem ég sé. Hlévang-
ur skoraðu á Dagdvöl aldraðra við Suðurgötu í Keflavík.
Lesið á Hlévangi
Fulltrúar bandarískafyrirtækisins Inter-national Pipe and
Tube koma til Íslands dag-
ana 8. til 9. desember þar
sem þeir munu eiga fundi
með fulltrúum Reykjanes-
bæjar. Þetta kom fram í máli
Garðars K. Vilhjálmssonar
varaformanns Atvinnu- og
hafnarráðs á bæjarstjórnar-
fundi sl. þriðjudag. Garðar
sagði að mál fyrirtækisins
ættu að skýrast í framhaldi
af þeim fundi.
Góður árangur
í samræmdum
prófum í
Heiðarskóla
„Nemendur í 4. og 7. bekk
Heiðarskóla komu mjög vel
út úr samræmdum prófum
og eru með þeim hæstu á
landinu,” sagði Árni Sigfús-
son bæjarstjóri á fundi bæj-
arstjórnar Reykjanesbæjar
sl. þriðjudag.
Guðbrandur Einarsson bæjar-
fulltrúi hóf umræðu um slæma
útkomu grunnskóla á Suður-
nesjum úr samræmdum próf-
um. Árni Sigfússon fagnaði
umræðu um skólamál í bæjar-
stjórn og sagði að aukin um-
ræða um menntamál skilaði
sér út í samfélagið. Benti Árni
á að unnið væri að fjölmörg-
um verkefnum á sviði mennta-
mála og nefndi sérstaklega
speglunarverkefni grunnskóla
Reykjanesbæjar. „Speglunar-
verkefnið gengur út á það að
skólar í Reykjanesbæ spegla
starfsemi sína við bestu skóla í
Reykjavík og skólarnir læra
hvor af öðrum,” sagði Árni og
benti á að speglunarverkefnið
væri á höndum skólastjórn-
enda.
F iskmarkaður Suður-nesja vill segja upphúsaleigusamningi við
Reykjaneshöfn, en fyrirtæk-
ið er með starfsstöð að
Hafnarbakka 13 í Njarðvík.
Uppsagnarfrestur Fisk-
markaðarins við Reykjanes-
höfn er tvö ár og hefur Fisk-
markaðurinn framlengt
hluta af húsnæði sínu til
annarra fyrirtækja. Garðar
Vilhjálmsson varaformaður
Atvinnu- og hafnarráðs
sagði á bæjarstjórnarfundi
sl. þriðjudag að mál fyrir-
tækisins yrði skoðað varð-
andi uppsögn samningsins.
Vilja segja upp
Jólapakki?
VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 4:42 Page 6