Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 33
VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 4. DESEMBER 2003 I 33 KEFLAVÍK-ÍS Keflavík vann góðan sigur á ÍS, 68-41, í undanúrslitum Hópbíla- bikars kvenna. Keflavíkurstúlkur höfðu forystu allan leikinn og voru 10 stigum yfir í hálfleik 34- 24. Hjörtur Harðarson var ánægður með leikinn. „Vörnin var fín hjá okkur en ég vona að sóknin batni fyrir næsta leik.” Stigahæst Keflvíkinga var Erla Þorsteinsdóttir sem skoraði 18 stig og tók 15 fráköst. Stella Kristjánsdóttir var stiga- hæst ÍS með 11 stig. KR-GRINDAVÍK Grindavík tapaði fyrir KR í und- anúrslitum Hópbílabikars kvenna í DHL-Höllinni, 88:58. KR mætir því Keflavík í úrslita- leik keppninnar þann 20. desem- ber. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var vonsvikinn að leik loknum. „Þetta var bara skelfilegt! Við stóðum okkur ágætlega í fyrsta leikhluta, en svo hrundi spilið og leikurinn klárað- ist fljótlega í seinni hálfleik. Lið- ið virðist bara ekki ná að rétta sig af í svona mótlæti nema að Sól- veig (Gunnlaugsdóttir) stóð sig eins og hetja og bar liðið uppi enn einn leikinn.” Katie Wolfe skoraði 31 stig fyrir KR og Hildur Sigurðardóttir 25 og tók 14 fráköst. Sólveig Gunnlaugsdóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík og tók að auki 10 fráköst. KEFLAVÍK-CAB MADEIRA Keflavík bar sigurorð af CAB Madeira á miðvikudagskvöld eftir frækilega frammistöðu. Lokastaðan var 99-88 eftir mikinn baráttuleik, mjög gott spil á köflum og óhemju gott framtak einstakra leikmanna. Leikurinn var afskaplega jafn framan af en Madeira-menn höfðu yfirleitt frumkvæðið. Nick Bradford bar þó Keflavíkurliðið áfram og tryggði tveggja stiga forskot í hálfleik. Í seinni hálfleik kom loks að því að Keflavík- urmaskínan hrökk í gang þar sem sóknirnar voru leiftursnögg- ar og vörnin setti í lás. Þar fór fremstur í flokki Sverrir Þór Sverrisson sem kom af bekknum og gaf gestunum engin grið. Keflvíkingar lentu í villuvand- ræðum undir lokin og misstu Jón Norðdal og Bradford útaf með fimm villur. Þá fór loks að sjást til stjörnuleikmanns Madeira, Nate Johnston, og félaga hans Ken Leeks, sem fram að þessu hafði bara verið sóun á plássi á vellinum. Keflvíkingar sýndu af sér mikla seiglu í lokin og héldu haus í sókninni og börðust af miklu kappi í vörninni þar sem fyrrnefndur Sverrir Þór fór fremstur í flokki. Falur Harðarson var í sjöunda himni í leikslok. „Þetta var bara helvíti gott! Við sýndum bara frá- bæran fókus í erfiðum leik. Menn voru greinilega með það á hreinu hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir okkur. Það er líka alveg frábært að vera búinn að vinna tvo heimaleiki í röð og möguleikar okkar til að komast upp eru alveg prýðilegir ef við höldum áfram á sömu braut.” Guðjón Skúlason tók í sama streng. „Við erum með betra lið en þeir og eigum að vinna þá án mikilla erfiðleika. En ég er sér- staklega ánægður með vörnina sem stóð sig mjög vel gegn svo mikið stærri leikmönnum.” Að- spurður játaði Guðjón því að það væri erfitt að standa á hliðarlín- unni í svona leik, „En ég stend bara hérna og garga mig hásan í staðinn”, sagði Guðjón og hló. Nate Johnston, einn besti leik- maður Portúgalanna, var ekki sérstaklega skilvirkur í leiknum. Í viðtali við Víkurfréttir sagðist hann ekki vera sáttur við úrslitin. „Við vorum ekki að spila mjög vel, en Keflvíkingar eiga allan heiður skilinn því þeir komu til leiks og gerðu það sem til þurfti og unnu leikinn á endanum.” Þegar Johnston var spurður út í möguleika Madeira á því að komast upp úr riðlinum var hann ennþá bjartsýnn. „Þetta er ekki búið. Keflavík á enn eftir að koma á okkar heimavöll og þeir fá ekki betri móttökur þar en við fengum í kvöld.” Stigahæstir Keflavíkur: Bradford (29 stig, 12 fráköst), Allen (18 stig) og Falur (16 stig) Stigahæstir Madeira: Gimenez (20 stig, 4 þristar), Johnston (15 stig, 8 fráköst) og Termens (15 stig). ■Karfan / Evrópukeppni bikarhafa HAUKAR-NJARÐVÍK Njarðvík vann góðan útisigur á sterku Haukaliði í Intersport- deildinni á fimmtudaginn. Sig- urinn var ákaflega sálrænn þar sem Njarðvík hafði ekki unnið Hauka í langan tíma. Njarðvíkingar voru við stjórn- völinn allan tíman og sigurinn var aldrei í hættu. Friðrik Ragn- arsson var ánægður með að hafa loks bundið enda á sigurgöngu Haukanna. „Þetta var alveg ágætur leikur. Við höfðum tak á þeim allan tímann og spiluðum góða vörn. Þetta var enginn glansleikur hjá okkur en við kláruðum hann og þá er þessi Grýla líka dauð!” Fyrir fram var vitað að Njarð- víkingar þyrftu að hafa góðar gætur á hinum feikiöfluga mið- herja Haukanna, Michael Manciel. Hann hefur tekið flest fráköst allra í deildinni og skor- að 27 stig að meðaltali í leik. Friðrik Stefánsson fékk það hlutverk og leysti með prýði. „Frikki var mjög góður í kvöld,” sagði þjálfarinn. „Hann batt vörnina saman og var fínn í sókninni líka. Manciel er alger boli, en Frikki er engin smá- smíði heldur þannig að þetta var bara stál í stál.” Stigahæstir Njarðvíkur: Brandon (20 stig, 9 fráköst), Páll (16 stig) og Brenton (16 stig, 9 fráköst). Stigahæstir Hauka: Manciel (21 stig, 12 fráköst) og Marel (11 stig). GRINDAVÍK-KEFLAVÍK Grindavík hélt sigurgöngu sinni í Intersport-deildinni áfram á mánudaginn og bar sigurorð af Keflavík 92-90 á heimavelli sín- um. Grindvíkingar voru yfir all- an leikinn og höfðu 18 stiga for- ystu í hálfleik 52-34. Keflvík- ingar sóttu þó í sig veðrið undir lokin en náðu ekki að skáka heimamönnum. Falur Harðarson var ómyrkur í máli að leik loknum. „Við spil- uðum einfaldlega ömurlega í fyrri hálfleik. Það er alveg óaf- sakanlegt að mæta ekki tilbúnir í þennan leik. Við erum ekkert of góðir til þess að leggja eitt- hvað á okkur þegar við sækjum Grindavík heim.” Friðrik Ingi hjá Grindavík var öllu sáttari við úrslit leiksins. „Við byrjuðum þennan leik mjög vel. Mínir menn voru að voru að spila afbragðs fyrri hálfleik þar sem við spiluðum góða vörn og vorum áræðnir í sókninni.” Grindvíkingar náðu mest 22 stiga forystu í fyrri hálfleik en svo var eins og botninn dytti úr spilinu hjá þeim og Keflvíking- ar gengu á lagið. „ Keflvíkingar fóru að taka sénsa og komust aftur inn í leikinn á meðan við bökkuðum of mikið og reynd- um að halda fengnum hlut, sem gengur engan veginn upp gegn liði eins og Keflavík. Þetta var tæpt undir lokin, en við unnum sanngjarnan sigur.” Stigahæstir Keflvíkinga voru Derrick Allen, sem skoraði 28 stig og tók 12 fráköst, og Falur sem setti 24 stig, þar af 7 þrigg- ja stiga körfur. Darrel Lewis var stigahæstur Grindvíkinga með 36 stig og 12 fráköst. Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 23stig og þá Daniel Trammel, sem skorði 18 stig og tók 16 fráköst. Að leik loknum er Grindavík enn í efsta sæti deildarinnar með 16 stig en Keflavík hefur 10 stig í fjórða sæti á eftir erki- fjendunum úr Njarðvík og Snæ- fellingum, sem hafa staðið sig með mikilli prýði í vetur. ■ Intersport-deildin í körfuknattleik / síðustu leikir Grindvíkingar óstöðvandi! ■Hópbílabikarinn Góður sigur Keflavíkur VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 4:49 Page 33

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.