Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 10
M enningarverðlaunReykjanesbæjar voruveitt við hátíðlega við- höfn í Duushúsum, fimmtu- daginn 27. nóvember auk þess sem afhentir voru styrkir menningar-, íþrótta- og tóm- stundasviðs á árinu og skrifað undir rekstrarsamninga við menningarfélög í Reykjanes- bæ. Menningarverðlaun Reykjanes- bæjar, Súlan, eru veitt einstak- lingi eða hópi fyrir menningar- störf og fyrirtæki sem stutt hefur við menningu í sveitarfélaginu. Að þessu sinni hlutu Súluna Karlakór Keflavíkur sem á 50 ára starfsafmæli á árinu og Íslands- banki fyrir öflugan stuðning við menningarstarf. Gunnar Oddsson formaður Menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráðs úthlutaði styrkjum úr menningarsjóði Manngildissjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2003. Alls sóttu 18 aðilar um styrk í sjóðinn að upphæð kr. 6.090.000. Ráðið hafði þrjár milljónir til ráðstöfunar og úthlutaði þeim til 11 aðila, 6 einstaklinga og 5 hópa alls 2.960.000. Að þessu sinni hlutu styrki Brynja Magnúsdóttir kr. 150.000 fyrir verkefni sitt Söguvita sem er ætlað að staðsetja merka staði í bæjarfélaginu í tengslum við þjóðsögur og örnefni, Steinun Jó- hannesdóttir kr. 300.000 til að ljúka við ævisögu Guðríðar Sím- onardóttur, eiginkonu Hallgríms Péturssonar, Sigurður Sævarsson kr. 300.000 til að ljúka verki sínu Hallgrímspassía, Ólöf Guð- mundsdóttir frá leikskólanum Heiðarseli kr. 100.000 til að vinna sögu og spil um útilista- verk í Reykjanesbæ en markmið þess er að börn bæjarfélagsins kynnist listaverkunum og sögu þeirra og öðlist þannig skemmti- lega sýn á sögu bæjarins, Krist- laug M. Sigurðardóttir/Ísmedia kr. 100.000 til gerðar heimildar- myndar um Reykjanesbrautina en þar verður stiklað á stóru um gerð brautarinnar sjálfrar frá fyrstu tíð og Siguringi Sigurjóns- son kr. 150.000 fyrir leiksýningu sína Ráðalausir menn í Reykja- nesbæ en ætlunin er að bjóða ungu fólki í Reykjanesbæ endur- gjaldslaust á sýningu. Sú nýbreytni var gerð að skrifað var undir rekstrarsamninga við menningarhópa í sveitarfélaginu til þriggja ára til þess að gera þeim kleift að skipuleggja starf- semi sína til lengri tíma. Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifaði undir samninga við Leikfélag Keflavíkur kr. 460.000 á ári, Fé- lag Myndlistarmanna kr. 300.000 á ári, Karlakór Keflavíkur kr. 300.000 á ári og 50 ára afmælis- gjöf kr. 300.000, Kvennakór Suðurnesja kr. 300.000 á ári og Tónlistarfélag Reykjanesbæjar kr. 300.000 á ári. Við afhendinguna komu fram Kvennakór Suðurnesja og Karla- kór Keflavíkur. 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! MUNDI Þetta hafa verið öndvegis-súlur sem þau feðgin fengu frá Reykjanesbæ... ➤ M E N N I N G A R V E R Ð L A U N R E Y K J A N E S B Æ J A R 2 0 0 3 Menningarverðlaun og styrkir í Duushúsum Steinn Erlingsson tekur við viðurkenningunni frá Björk Guðjónsdóttur. Una Steinsdóttir tekur við Súlunni. Karlakórinn í baksýn. VF 49. tbl.03/ 40pages 3.12.2003 11:16 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.