Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Síða 10

Víkurfréttir - 18.03.2004, Síða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! HAFNARGÖTU 45 • KEFLAVÍK • SÍMI 421 3811 Láttu sjónfræðing okkar kanna ástandið á gleraugunum þínum eða linsum – tímapantanir í síma 421 3811 GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR Gríptu tækifærið! Nemendur úr Njarðvík-urskóla sem hyggjaststanda fyrir útgáfu á skólablaði sem mun koma út fyrir helgina litu við á ritstjórn Víkurfrétta í vikunni. Í hópn- um eru krakkar úr 8. til 10. bekk og vinna þau blaðið í tengslum við svokallaða þema- daga sem hófust á fimmtudag í síðustu viku og standa til dags- ins í dag. Efni skólablaðsins verður fjöl- breytt, m.a. viðtöl við kennara, nemendur og birtar verða frá- sagnir frá vinnuhópum sem star- fa í skólanum í tengslum við þemadagana. Mikið er um að vera í skólanum á þemadögum og ber hæst undirbúningur fyrir árshátíð skólans sem fram fer á morgun. Ritstjóri og umsjónarmaður hópsins er Guðmundur „Brói“ Sigurðsson kennari í Njarðvíkur- skóla. Ritstjórn blaðsins sam- anstendur af 13 nemendum og að sögn krakkanna f innst þeim blaðaútgáfan vera spennandi. „Þetta er bara rosalega skemmti- legt,“ sögðu krakkarnir þegar þau kynntu sér starfsemi Víkurfrétta. Miklar fram- kvæmdir við Leifsstöð Unnið er að stækkunFlugstöðvar Leifs Ei-ríkssonar hf. brottfarar- megin, en fyrirtækið Ístak sér um stækkun flugstöðvarinnar. Að sögn Gísla Kristóferssonar verkstjóra hjá Ístak ganga fram- kvæmdir vel. Búið er að grafa út fyrir fyrsta og annan áfanga og unnið er að því að steypa sökkla. „Við verðum búnir með fyrsta áfanga í lok maí, en í þeim áfanga felst jarðvegsvinna, upp- steypa sökkla og gólfplötu, auk þess sem stálvirkið verður klárað,“ segir Gísli en verið er að framleiða gler og glervirki sem komið verður upp. Í byrjun sept- ember er áætlað að vinna við stækkun hefjist komumegin í flugstöðinni. ➤ U N G I R B L A Ð A M E N N Heimsóttu Víkurfréttir Ungir blaðamenn úr Njarðvíkurskóla í heimsókn á Víkurfréttum. F.v.: Guð- bjartur, Þóra (sitjandi), Valbjörg, Lára, Sigurbjörg, Ingibjörg, Hilmar Bragi, Aftari: Grétar, Anna, Kári, Arndís, Brói, Björgvin og Davíð Hvalshræ í fjör- unni í Höfnum Gamalt hvalshræ fannst ífjörunni í Höfnum fyrirstuttu. Hræið er gamalt og hefur að öllum líkindum rekið upp í fjöruna neðan við Sæfiskasafnið í Höfnum í briminu síðustu daga. Engin teljandi lykt er af hræinu, en slíkum hvalshræjum getur fylgt megn ýldufýla. Ekki er mikið eftir af hræinu og greini- legt að það hafi verið í sjónum í langan tíma. Ráðstefna forstöðumanna og helstu lykilstjórnenda Landsbanka Íslands fer fram á veitingahús-inu Ránni í Reykjanesbæ um helgina. Alls eru um 100 manns þátttakendur í ráðstefnunni. Áráðstefnunni taka einnig fulltrúar dótturfélaga Landsbanka Íslands í Lúxemborg og London þátt. Ráðstefnugestir gista flestir á Hótel Keflavík og Flughóteli, en Hótel Keflavík sér um ráðstefn- una. LANDSBANKAMENN FUNDA Í REYKJANESBÆ Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Ragnarsson bankastjórar Landsbankans á ráðstefnunni. 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 14:04 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.