Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2004, Síða 8

Víkurfréttir - 16.12.2004, Síða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttir), sími 421 0003, sport@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0014, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0011, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 8 VIÐHORFSKÖNNUN Á NETINU Farðu inn á vef Víkurfrétta, www.vf.is og taktu þátt í vikulegri viðhorfskönnun. Niðurstöður verða birtar í Víkurfréttum vikulega, ásamt næstu spurningu. Vals fimmtud ags Jólagjöfin mín í ár... Las það á fréttavef Moggans að ódýrt ilmvatn væri versta gjöf sem hægt væri að hugsa sér, samkvæmt niður-stöðum breskrar könnunar. Vasaklútar voru í öðru sæti og sokkar í því þriðja. Guð minn góður og ég við það að komast á aldur fyrir slíkar jólagjafir. Hvað eiga börnin að gefa pabbanum annað en ódýrt ilmvatn, vasaklút eða sokka? Kannski hanska eða húfu? Ég spurði frúna hvað hún hefði gefið pabba sínum í jólagjöf þegar hún var unglingur og mikið rétt, hann fékk alltaf nýjan vasaklút. Hann hafi alltaf verið afskaplega glaður þegar hann opnaði pakkann. Ómissandi hlutur í hvers manns vasa. Fyrir stuttu gaf þessi elska mér rakvél sem brúkast á nef-hárin og því er auðsjáanlega stutt í það að börnin fari að gefa mér vasaklút um jólin. Ég veit ekki alveg hvort ég kvíði því eða hlakki til. Næst á dagskrá er væntanlega að klippa hárin úr eyrunum. Veit ekki hvar eða hvort börnin finna slíka vél en Gulan línan hlýtur að finna út úr því? Ég trúi ekki öðru! Minnist þess þegar ég var að ala upp ungana mína og eyddi heilu og hálfu stundunum við það að tína upp leikföngin eftir þau, að þá dreymdi mig um að fá leikfangaryksugu í jólagjöf. Ég var svo handviss um að ein- hver snillingurinn væri búinn að finna upp leikfangaryksugu sem væri þannig útbúin að um leið og hún ryksugaði leik- föngin upp af gólfinu, raðaði hún þeim sjálfkrafa á sinn stað upp í hillu. Héti einfaldlega Leikfangaraðarinn 3.0. Það væri reyndar dýrari týpan. Ódýrari týpan, 2.0 gerði þetta ekki. Sé meira að segja nýjustu útgáfuna af þessari vél fyrir mér í hvert skipti sem ég lít inn til unglinganna í dag. Í dag ynni hún á fataleppunum sem liggja á víð og dreif um gólfið og héti Fatar- aðarinn 4.0. Get þó ekki látið hjá líða, víst maður er kominn í þennan ham, að minnast á draumagjöfina mína í ár. Ekki langt síðan ég óskaði mér skyrtustrauvél sem útlegði mun minni tíma við strauborðið í hverri viku. Ég hef nefnilega alltaf séð sjálfur um að strauja skyrturnar mínar og verið fús til að taka að mér skyrtur annarra innan veggja heimilisins. Og hvað gerist! Haldiði ekki að vélin sé komin á markað og farin að freista mín og annarra með sama áhugamál. Kostar reyndar svolítið mikið en sýnir okkur þó, að maður á að trúa á jólasveininn, hvað sem hver segir! EFTIR VAL KETILSSON 8 KALLINN Á KASSANUM KALLINN VAR Í fríi í síðustu viku. Var að undirbúa jólin með fjölskyldunni, þ.e. stórfjölskyld- unni. Kallinn er mikið fyrir jólin og boðskap þeirra. Jólahefð- irnar hafa sinn sess í lífi Kalls- ins og er þá sama hvort um er að ræða smákökubakstur- inn, kúlurnar sem fara ár eftir ár á jólatréð eða hvernig ham- borgarhryggurinn er hanter- aður. Allt þarf þetta að gerast samkvæmt hefðinni. Meira að segja jólaölið þarf að blandast eftir kúnstarinnar reglum. Í fjöl- skyldu Kallsins er alltaf settur smá dreitill af kóka kóla út í maltið og appelsínið - lítið at- riði sem gerir samt mikið. K A L L I N N H E F U R U P P Á síðkastið kynnst nálægðinni við dauðann með áþreifanlegum hætti. Einn vina Kalls ins er dauðvona - ekkert í mannlegu valdi hægt að gera - hann mun deyja. Kallinn hefur lært mikið af því að umgangast þennan vin og fjölskyldu hans. Í augum dauðvona vinar skiptir hver mínúta máli, hvert andartak. Og þakklætið fyrir lífið er ekki lítið. Það er ekki hægt að taka lífinu sem sjálfsögðum hlut. KALLINN TALAÐI í síðasta pistil um góðverk og hve mikið gildi þau hafa, bæði fyrir þann sem gerir góðverkið og þann sem nýtur þess. Fátt er gleðilegra að mati Kalllsins en að gera góðverk þegar hægt er. Gefa sér aðeins fleiri mínútur til að hugsa um náungann í stað þess að flauta eins og vitleys- ingur í umferðinni eða bölva nágrannanum. KALLINUM HAFA BORIST tvær sögur af góðverkum. Kallinn biður Suðurnesjamenn að taka sögurnar sér til fyrirmyndar. kveðja, kallinn@vf.is Gerum góðverk um jólin! Spurt var:Hvar gerir þú stærstu jólainn- kaupin? Á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum sögðu 58% Á höfuðborgarsvæðinu sögðu 42% Alls voru greidd 118 atkvæði. Spurning vikunnar á vf.is er: Borðarðu skötu á Þorláksmessu? Sæll Kall. Mig langar að koma þakklæti til stöð 2 og Jón Ársæls fyrir frábæran þátt sem var endursýndur laugar- dagin 11.12.2004. þar var við- mælandi Jóns kona fyrir vestan sem svo sannarlega þekkir tím- ana tvenna. Hún hefur þurft að horfa á eftir börnum sínum far- ast í snjóflóði ásamt fleiru sem dundu á þarna fyrir vestan. Hún er sko kjarnakona sem margur misgjörðarmaðurin hefur fengið inni hjá í gegnum árin og hún hefur aldrei tekið krónu fyrir. Þessi kona ætti að fá fálkaorðuna og það strax. Þar sem nú nálgast hátíð ljóss og friðar langar mig að biðja Suðurnesjamenn að muna eftir sínum minnsta bróður og gera eitthvert góðverk - það þarf ekki að vera mikið því margt smátt gerir eitt stórt. Að lokum vill ég þakka Kall- inum fyrir gott og málefnalegt ár með von um áframhald á nýju ári hafðu þakkir fyrir allt. Gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Njarðvíkingur Kæri Kall. Mig lang ar að seg ja þér frá einum kennara og stuðn- ingsfulltrúa sem eru eins og englar af himnum. Þessar tvær manneskjur hafa reynst okkar syni rosalega vel. Hann lenti í bílslysi fyrir tveimur árum síðan og kom út út því þroskahaml- aður,með vinstri heftarlömun og flogaveiki ásamt mörgu öðru. Þessar indislegu konur hafa staðið við okkar hlið og gert allt til að honum líði sem best í skólanum og fyrir utan skólann. Þær hafa tekið hann með sér í sveit og inn í Keflavík bara til að hjálpa okkur. Þessar indislegu konur ættu skilið að fá einhvers konar heiðurskjal eða viðurkenningu fyrir sína ómetanlegu óeigingirni og alla þá alúð sem þær sýna þessum dreng.Ef þú sýnir þessa grein viljum við þakka þeim fyrir allt sem þær hafa gert og allan þann stuðning. Þessar konur eru ENGLAR. Elsku Ásta og Gunna Sigga takk fyrir okkur. Fjölskyldan að Einholti í Garði 8 BRÉF TIL KALLSINS:

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.