Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2004, Side 12

Víkurfréttir - 16.12.2004, Side 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Grindvískafréttasíðan U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n Fjöldi bæjarbúa kom saman við Festi á fimmtudagskvöldið til að fylgjast með þegar kveikt var á jólatrénu frá vinabæ Grindavíkur, Hirtshals í Danmörku. Það var bæjarstjórinn, Ólafur Örn Ólafsson sem kveikti á ljósunum og tóku börnin vel undir þegar bæjarstjórinn fékk börnin í lið með sér til að telja niður. Veðrið var með besta móti og vantaði bara jólasnó til að fullkomna jólastemninguna. Barnakór Tónlistarskólans söng jólalög og Jón Ágúst Eyjólfsson söng og lék á gítar. Að sjálfsögðu létu Giljagaur og Kertasníkir sig ekki vanta og var tekið hressilega á móti þeim þegar þeir birtust. Voru jólalögin sungin af miklum móð og tóku allir undir með jólasveinunum og kórnum og sungu sumir af meiri inn- lifun en aðrir. Að endingu hurfu sveinarnir á jafn undarlegan hátt og þeir birtust. Kveikt á jólatrénu í Grindavík

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.