Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2004, Side 51

Víkurfréttir - 16.12.2004, Side 51
VÍKURFRÉTTIR Jólablað 1 I 51. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 16. DESEMBER 2004 I 51 Fyrirtækið SBK sendi ekki jólakort til viðskiptavina og velunnara í ár heldur var ákveðið að láta peningaupphæð í Sty rktarsjóð Vilhjálms Ketilssonar og Myllubakkaskóla. Einar Steinþórsson, framkvæmdastjóri SBK afhenti Sigrúnu Ólafsdóttur, ekkju Vilhjálms, ávísun að upphæð 35 þús. kr. „Þessi hugmynd kom upp að nýta frekar þessa peninga til að styrkja eitthvað gott málefni og varð Minningarsjóður Vilhjálms fyrir valinu“, sagði Einar. Sigrún þakkaði Einari kærlega fyrir en Vilhjálmur Ketilsson var m.a. yfirmaður SBK þegar hann var bæjarstjóri árin 1986-88 í Keflavík og hafði sterkar taugar til fyrirtækisins þegar hann var á lífi. Veitt var út Minningarsjóði Vilhjálms í fyrsta sinn sl. vor við skólaslit í Myllubakkaskóla þar sem hann var skólastjóri í 28 ár. Veitt verður úr sjóðnum árlega til nemenda eða málefna tengd skólanum eða skólamálum í Reykjanesbæ. Minningarkort sjóðsins eru til sölu í Bókabúð Keflavíkur/Pennanum og hjá Víkurfréttum. SBK styrkir Minningarsjóð Vilhjálms Ketilssonar

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.