Víkurfréttir - 16.12.2004, Síða 75
VÍKURFRÉTTIR Jólablað 1 I 51. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 16. DESEMBER 2004 I 75
Keflavíkurkirkja
Sunnudagur 19. des.:
4. sunnudagur í jólafsöstu
Jólasöngvar fjölskyldunnar kl.
11 árd. Kór Keflavíkurkirkju
leiðir sönginn, allir velkomnir
Jólasveifla kl. 20. Bylgja Dís
Gunnarsdóttir, Gunnar Þórðar-
son, Rúnar Júlíusson, Hákon
Leifsson, Kór Keflavíkurkirkju,
Barnakór Keflavíkurkirkju.
Sr. Sigfús Baldvin Ingva-
son flytur hugvekju.
Sjá Vefrit Keflafvíkur-
kirkju: keflavikurkikja.is
Jólahátíð barnastarfsins
í Garði og Sandgerði.
Laugardaginn 18. des. kl. 11
verður sameiginleg jólahátíð
barnastarfsins í Útskála-
prestakalli haldin í safnað-
arheimilinu í Sandgerði.
Börn í Kirkjuskólanum og Ntt-
starfinu í Garði og Sandgerði
syngja jólasálma og jólalög.
Jólaleikrit verður sett á svið
og jólaguðspjallið lesið. Þá
mun Ellen Hrund Ólafsdóttir
leika á harmónikku og Sandra
Rún Jónsdóttir á þverflautu.
Starfsfólk í barna- og Ntt-starf-
inu leiðir stundina og Steinar
Guðmundsson organisti annast
undirleik. Boðið verður upp
á piparkökur og heitt kakó
ásamt öðrum glaðningi sem
afhentur verður við lok stund-
arinnar. Hér er um fjölskyldu-
hátíð að ræða þar sem vonast
er eftir þátttöku sem flestra.
Sóknarprestur
Útskálakirkja
Laugardagurinn 18. desember
Safnaðarheimilið í Sandgerði-
Jólahátíð Kirkjuskólans kl.
11- sameiginleg stund barna-
starfsins í Garði og Sandgerði.
Hvalsneskirkja
Laugardagurinn 18. desember.
Safnaðarheimilið í Sandgerði-
Jólahátíð Kirkjuskólans kl.
11- sameiginleg stund barna-
starfsins í Garði og Sandgerði.
Laugardagurinn 18.
desember kl. 11.
Safnaðarheimilið í Sand-
gerði- Jólahátíð Kirkjuskólans,
sameiginleg stund barnastarfs-
ins í Garði og Sandgerði.
Hvítasunnukirkjan Keflavík
Sunnudagar kl. 11:00 Barna-
og fjölskyldusamkoma.
Þriðjudaga kl. 19.00
Bænasamkoma.
Fimmtudaga kl. 20:00
Vakningarsamkoma.
www.gospel.is
Baptistakirkjan á Suðurnesjum
Alla fimmtudaga kl. 19.30:
Kennsla fyrir fullorðna. Barna-
gæsla meðan samkoman
stendur yfir. Sunnudaga-
skóli: Alla sunnudaga. Fyrir
börnin og unglingana
11:30 - 12:30: Börnin
eru sótt í kirkjuna.
11:50 - 12:30: Leiktími.
12:30 - 12:45: Bænastund,
söngvar, inngangur.
12:45 - 13:15: Handbókartími:
Lærið minnisvers og lesið Biblí-
una. 13:15 - 13:30: Skyndibiti.
13:30 - 14:00: Kennslu-
tími, prédikun.
14:00 - 14:20: Spurn-
ingarkeppni.
14:20 - 14:30: Lokaorð
og bænastund.
14:30 - Leiktími.
Samkomuhúsið á Iðavöllum
9 e.h. (fyrir ofan Dósasel)
Allir velkomnir!
Prédikari/Prestur: Pat-
rick Vincent Weimer B.A.
guðfræði 847 1756
Kirkjustarfið
Á bæjarstjórnarfundi í Garði í síðustu viku var tillaga bæjarráðs um að bjóða Hita-veitu Suðurnesja Vatnsveitu Garðs til
kaups á kr. 40 milljónir samþykkt samhljóða.
Stjórn HS á enn eftir að afgreiða málið.
Á fundinum var einnig samþykkt að taka tilboði
Sparisjóðsins í Keflavík um skuldbreytingu á
lánum allt að kr. 280 milljónir og eins að fela
bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að taka upp
viðræður við Samkaup og Sparisjóðinn hvort bæj-
arskrifstofur Garðs verði fluttar í væntanlegt versl-
unar og þjónustuhús við Sunnubraut.
Á fundinum voru tillögur að gjaldastefnu bæjar-
ins fyrir árið 2005 kynntar og er þar gert ráð fyrir
að þjónustugjöld hækki um 4% frá 1. janúar nk.
Hins vegar mun útsvarshlutfall haldast óbreytt í
12.7% og fasteignagjöld standa í stað.
Garður býður vatns-
veituna fyrir 40 milljónir
Garðmenn eru að byggja myndarlegt hús yfir byggðasafnið á Garðskaga.