Víkurfréttir - 06.01.2005, Síða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Barátta ársins:
Ómar barðist við
krabbamein
Góðvinur okkar Ómar Jónsson
barðist hetjulegri baráttu á ár-
inu við þann illvíga sjúkdóm
krabbamein. Barátta Ómars
stóð eingöngu í rúmt ár en
þá varð hann að lúta í lægra
haldi fyrir sjúkdómnum. Vinir
Ómars efndu til tónleika í
Stapa á árinu til stuðnings og
heiðurs revíuskáldinu og sagna-
manninum góða. Þrátt fyrir
erfiðan sjúkdóm þá veitti Ómar
Víkurfréttum viðtal þegar
hann átti eingöngu nokkrar
vikur ólifaðar. Þar lýsti hann
baráttunni við sjúkdóminn
og sló á létta strengi eins og
honum var einum lagið. Við á
Víkurfréttum þökkum Ómari
samfylgdina, en blaðið okkar
var Ómari mikil uppspretta
þegar koma að revíugerð hans,
sem landsþekkt er orðin.
Hæli ársins:
Útlendingum ekki
í kot vísað...
Reykjanesbær og Útlendinga-
stofnun undirrituðu samning á
árinu um að Reykjanesbær tæki
við og hýsti alla hælisleitendur
sem kæmu til landsins meðan
mál þeirra væru til meðferðar
hér á landi. Sérstakur starfs-
maður var ráðinn til verksins.
Furðuverk árnis:
Fiskibátur með útlit
geimskips
Bátasmiðjan Mótun í Reykja-
nesbæ afhenti nýjum eiganda
bát á árinu sem er kannski ekki
í frásögur færandi, nema hvað
báturinn hefur útlit geimskips
en uppfyllir allar nútímakröfur
fiskiskips. Báturinn ber nafnið
Daðey GK og er gerð út af Páli
Pálssyni skipsstjóra í Grindavík.
Hjartaknúsari ársins:
Þrjú hjörtu Helga Einars
Helgi Einar
Harðarson
gekkst undir
hjartaskiptaað-
gerð á árinu, þar
sem hann var
að fá sitt þriðja
hjarta. Hjarta
sem Helgi hafði
fengið á unglingsárum var að
gefa sig og því þurfti Helgi að
ganga undir hjartaskiptaaðgerð.
Helgi fékk einnig nýtt nýra, þar
sem þau sem fyrir voru hefðu
ekki ráðið við lyfjameðferð
sem fylgir hjartaskiptunum.
Helgi var fljótur að ná sér eftir
aðgerðina og var kominn í
réttir í Grindavík sl. haust.
Fegurðardrottning
Suðurnesja:
Glæsileg Keflavíkurmær
fór með sigur af hólmi
Ingibjörg Ósk
Jóhannsdóttir
var kjörin feg-
urðardrottning
Suðurnesja
2004 á glæsilegu
úrslitakvöldi í
Bláa lóninu í lok
vetrar. Guðrún Halldórsdóttir
varð í öðru sæti og Margrét
Valdimarsdóttir í því þriðja.
Framkvæmd ársins:
Reykjanesvirkjun verður
að veruleika
Framkvæmdir hófust á árinu
við Reykjanesvirkjun. Um er að
ræða rúmlega 100 megavatta
gufuaflsvirkjun sem veitir allt
að 200 manns atvinnu á meðan
unnið er að uppsetningu
hennar og mun í framhaldinu
eiga eftir að afla Suðurnesjum
tekna með raforkusölu til
stóriðju og annarra stórnot-
enda. Byggingaframkvæmdir
hófust svo af krafti síðsumars
og nú eru fyrstu mannvirkin
að rísa til himins á Reykjanesi.
Hvort þar verður svo frekari
ferðamannaparadís, a la Blue
Lagoon á næstu árum verður
framtíðin að leiða í ljós en
stórar hugmyndir þess efnis
hafa verið kynntar sveitarstjórn-
armönnum á Suðurnesjum....
Tvíburar ársins:
Tvöföld ánægja á skurð-
stofu í Keflavík
Ljósmyndari Víkurfrétta var
tíður gestur á skurðstofu Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja
á árinu. Stofnunin átti 50 ára
afmæli og því ákváðum við að
kynna okkur starf stofnunar-
innar náið. Við vorum m.a. við-
staddir þegar tveir myndarlegir
tvíburabræður komu í heiminn.
Myndirnar birtust í Tímariti
Víkurfrétta og hér er ein þeirra.
Sýningarsalur ársins:
Bílaumboðin sameinast í
Reykjaneshöllinni
Þúsundir lögðu leið sína í
Reykjaneshöllina á árinu þegar
þar var haldin ein risastór
bílasýning þar sem sýndir
voru allir nýjustu bílarnir á
markaðnum. Bílaumboðin
sameinuðust um sýninguna og
Reykjaneshöllin sannaði það
að hún væri eitthvað meira
en bara knattspyrnuhús...
Kossaflens ársins:
Magnús kyssir verslunar-
stjóra Blómavals daglega
Páfagaukurinn Magnús komst
í fréttirnar hjá okkur á árinu
þegar hann mætti daglega í vinn-
una með „mömmu sinni” henni
Lilju Valþórsdóttur. Magnús var
10 mánaða páfagaukur þegar
við hittum hann í Blómavali
og það fylgdi sögunni að hann
væri ekkert að rífa kjaft við
viðskiptavini verslunarinnar.
Hann væri farinn að mynda
orð en væri ekki kominn með
orðaforða. Magnús og hans
líkir geta orðið allt að 65 ára
gamlir og Lilja átti von á að
gauksi muni fylgja henni á
elliheimilið í framtíðinni.
Viðurkenning ársins:
Bláa lónið fékk útflutn-
ingsverðlaun Forseta
Íslands
Ólafur Ragnar
Grímsson, For-
seti Íslands, heiðr-
aði Bláa lónið á
síðustu dögum
ársins 2004 og
kynnti sér starf-
semina. Það var
ekki af ástæðu-
lausu, þar sem hann hafði á
vormánuðum veitt Bláa lóninu
útflutningsverðlaun Íslands.