Víkurfréttir - 06.01.2005, Síða 17
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 6. JANÚAR 2005 I 17
Verslunarhúsnæði ársins:
Keflavíkurverktakar
byggja verslunarmiðstöð
á Fitjum
Ný 3000 fermetra verslunarmið-
stöð mun rísa á Fitjum, nánar
tiltekið á Stapabraut ofan nýs
Tjarnarhverfis í Innri Njarðvík.
Bygging verslunarmiðstöðvar-
innar er í höndum Keflavíkur-
verktaka. Viðræður stóðu yfir
á síðasta ári við nokkra aðila
sem hafa hug á að vera með
verslanir í verslunarmiðstöð-
inni. Greint var frá því í Víkur-
fréttum á síðasta ári að unnið
væri að hönnun hússins, en
ekki væri ljóst hvenær bygginga-
framkvæmdir myndu hefjast.
Skoðunarferð ársins:
Kíkti fram af
hafnarbakkanum
Betur fór en á horfðist þegar
sementsflutningabíll frá Aalborg
Portland ók framaf hafnar-
bakkanum í Helguvík á árinu.
Bíllinn, sem var lestaður með
30 tonnum af sementi, stöðv-
aði þegar framhjól og stjórn-
rými hans héngu yfir sjónum.
Bílstjóranum var brugðið en
hann komst ómeiddur í land.
Bíllinn skemmdist töluvert.
Tímamælir ársins:
Sólúr við Myllubakka-
skóla
Árgangur 1950 stóð fyrir
skemmtilegu framtaki á árinu
þegar hann lét koma fyrir
stóru og myndarlegu sólúri við
Myllubakkaskóla í Keflavík.
Úrið er 12 tonn og var vígt í
minningu Vilhjálms heitins
Ketilssonar skólastjóra. Sól-
úrið er nyrsta sólúr í heimi.
Lestur ársins:
92% Suðurnesjamanna
lesa Víkurfréttir í hverri
viku
Það var sannarlega jákvæð
niðurstaða sem Víkurfréttir
fengu úr fjölmiðlakönnun
sem Gallup gerði fyrir blaðið
á ellefu vikna tímabili. 91,7%
lesa blaðið í hverri viku, þar
af 48,8% einu sinni í viku,
19,7% tvisvar í viku, 10,7%
þrisvar í viku og 12,5% lesa
blaðið oftar. Takk fyrir okkur.
Bruni ársins:
Flugeldaskothríð tók á
móti slökkviliðsmönnum
Mikið tjón varð í eldsvoða við
Bolafót í Njarðvík í sumar þegar
eldur kom upp í húsnæði sem
meðal annars hafði að geyma
flugeldalager. Lagerinn var í
eigu aðila utan Suðurnesja og
var geymdur í húsnæðinu í
leyfisleysi. Tjón varð mikið og
máttu slökkviliðsmenn þakka
fyrir að hafa ekki orðið fyrir
slysi þegar flugeldarnir svo gott
sem sprungu í andlitið á þeim.
Ilmur ársins:
Rjúkandi kaffihátíð í
Reykjanesbæ
Fyrsta alvöru kaffihátíðin
á Íslandi var haldin í kaffi-
bænum Reykjanesbæ á árinu.
Kanónur komu saman í Kaffi-
tári og smökkuðu á nýjustu
uppskerunni, auk þess sem
atburðir tengdir kaffi voru
víða um bæinn. Reykjanes-
bær fagnaði á sama tíma 10
ára afmæli sveitarfélagsins.
Dekurdúllur ársins:
Sætustu stúlkur Suður-
nesja í Bláa lóninu
Árlega fylgjumst við með
Fegurðarsamkeppni Suður-
nesja í Víkurfréttum og engin
breyting var þar á á síðasta ári.
Fjölmargar myndir birtust af
þessum blómarósum og dekur-
dúllum þegar þær létu snúast í
kringum sig í Bláa lóninu á ár-
inu. Við vorum þar með mynda-
vélina * lofti, en ekki hvað...!
Útskrift ársins:
Fyrstu háskólanemar Suðurnesja
Sannkölluð tímamót voru í skólasögu Suðurnesja á árinu sem
leið þegar útskrifaðir voru fyrstu háskólanemarnir sem stundað
hafa fjarnám við Háskólann á Akureyri. Námið stunduðu nem-
arnir við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Nemendahóp-
urinn sem útskrifaðist var samsettur af sautján nemendum.
Kjötvinnsla ársins:
Ferskt hvalkjöt verkað í Sandgerði
Það var heldur betur kjötveisla í Sandgerði á árinu þegar
þangað var komið með sjö metra langa hrefnu sem veidd var
úti af Stafnesi. Dýrið var tarfur sem var skorinn niður í bita
og ísaður í kör. Hann endaði síðan í kjötborðum verslana.
Framhald í næstu viku...
Vinnustaður ársins:
Athafnalífið blómstrar í Leifsstöð
Flugstöð Leifs Eiríkssonar er sannarlega blómstrandi
vinnustaður. Farþegum fjölgar jafnt og þétt og útflutningur
um Keflavíkurflugvöll hefur aldrei verið meiri. Meðfylgjandi
mynd er frá lyfjaútflutningi fyrir milljarða króna þegar
samheitalyf voru flutt til Evrópu með fjölda flugvéla.