Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.2005, Side 24

Víkurfréttir - 06.01.2005, Side 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Með breyttri vínmenn-ingu á Íslandi er það orðið svo að léttvín o g b j ó r e r n ú hluti af neyslu- venjum velflestra h e i m i l a . M e ð hóf legri neyslu en áður tíðkaðist líkist þessi hluti okkar samfélags æ meir því sem gengur og ger- ist í Evrópu sem hlýtur að vera breyting til hins góða. Ríkulegt framboð og góð þjónusta vín- búða er því mikilvægari þáttur en áður var. Fyrir áramót opnaði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins nýja vínbúð í Reykjanesbæ. Búðin er staðsett við aðalverslunargötu bæjarins og þykir sú staðsetn- ing betri og útlit nýju verslunar- innar hlýlegra. Sá böggull fylgir skammrifi að nýja verslunin er talsvert minni en sú gamla, við hana eru færri bílastæði og vörutegundum hefur sennilega fækkað. Auk þessa er lagerhús- næði verslunarinnar augljóslega svo lítið að mjög hefur brunnið við að vinsælar tegundir léttvína og bjórs séu uppseldar. Á anna- tíma standa viðskiptavinir í bið- röðum í snjókomunni, örtröð bíla myndast á fjölförnustu götu bæjarins og erfitt er að komast að hillum verslunarinnar vegna biðraða við afgreiðslukassa. Sveitarfélagið er að missa spón úr aski sínum Undanfarið hefur Reykjanes- bær lagt á það mikla áherslu að kynna sig sem samkeppnishæft sveitarfélag með samskonar þjónustustig og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Vegna einokunar á þessum markaði þurfa Reykjanesbæingar að leita út fyrir sveitarfélagið eftir betri þjónustu og frekara vörufram- boði. Samkeppnishæfni Reykja- nesbæjar skaðast því klárlega við minnkandi þjónustustig vín- búðarinnar. Það viðurkennist að þetta er ekki stórt mál, samanborið við aðra mikilvægari málaflokka, en allt þjónustustig skiptir máli. Ég skora því á kjörna bæjarfulltrúa okkar að beita sér í málinu og krefjast þess að þjónustustig vín- búðarinnar verði bætt og versl- unin flutt í stærra og hentugra húsnæði. Georg Brynjarsson f.v. formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ 8 Georg Brynjarsson skrifar: Bætt vínmenning kallar á betri þjónustu öKASSINNPÓST Sendið okkurlesendabréf á:postur@vf.is Um áramót er það ágætis siður að líta yfir það liðna og skoða hvað hefur vel tekist og hvað mætti betur fara. Einnig að horfa til framtíðar og leggja lín- urnar. Á síðustu árum hefur verið mikill uppgangur hér í Garði. Frá árinu 2000 hafa verið byggðar 67 nýjar íbúðir og á næsta ári stefnir í að a.m.k 30 nýjar íbúðir verði byggðar. Íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu ár og miðað við des.2004 eru íbúar í Garði orðnir 1322. Hér er um mestu hlutfalls- legu fjölgun að ræða meðal sveitarfélaga á Suð- urnesjum og verulega umfram landsmeðaltals- fjölgun. Í Reykjanesbæ fjölgaði um 47 eða um 0,43% Í Grindavík fjölgaði um 58 eða um 2,40% Í Sandgerði fjölgaði um 5 eða um 0,36% Í Vogum fjölgaði um 11 eða um 1,19% Í Garði fjölgaði um 39 eða um 3,04% Það er ánægjuleg þróun að íbúum skuli fjölga í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Á síðustu árum hafa átt sér stað miklar fram- kvæmdir í Garði. Byggt hefur verið við Gerða- skóla,sparkvöllur byggður við skólann,leikskóli byggður,verulegt átak gert í malbikun gatna og lagningu gangstétta auk annarra umhverfisfram- kvæmda. Mikla fjármuni hefur þurft til að útbúa götur og lagnir vegna nýbygginga. Framundan eru miklar framkvæmdir hvað varðar stækkun byggðasafnsins, sem nú er unnið að. Stækkun leikskólans auk áframhaldandi fram- kvæmda í gatnagerð. Nýbyggingar og framkvæmdir eru fjármagnaðar með lántökum en þegar til lengri tíma er litið mun þetta skila sér til sveitarfélagsins. Þeir sem standa í atvinnurekstri hafa verið drjúgur við að byggja upp og efla sín fyrirtæki, sem auð- vitað er undirstaða þess að sveitarfélagið blómstri. ENGAR FASTEIGNIR SELDAR Garður stendur mjög vel og hefur ekki enn selt neitt af sínum fasteignum , sem mörg sveitarfélög hafa gert til að ná í aukið fjármagn til að standa undir rekstri og framkvæmdum. Garður á einnig myndarlegan hlut í Hitaveitu Suðurnesja.Eigna- staða Garðs er mjög sterk. Á nýju ári munu umræður um sameiningarmál sveitarfélaga fara í gang og framundan eru kosn- ingar víða á landinu. Enn er ekki vitað hvort Sameiningarnefnd Félags- málaráðuneytisins gerir tillögu um sameiningu sveitarélaga hér á Suðurnesjum en á næstunni munu endanlegar tillögur nefndarinnar birtast. Bæjarstjórn Garðs var spurð um sína skoðun á sameiningarmálum og hefur lýst því yfir að hún telji ekki ástæðu til að breyta frá núverandi fyrirkomulagi.Grindavík hefur lagst gegn sam- einingu og væntanlega Sandgerði einnig. Fram hefur komið hjá Vogamönnu að þeir vilji komi til sameiningar setja stefnuna á Hafnarfjörð.Reykja- nesbær þ.e. bæjarstjórnin hefur lýst yfir vilja til sameiningar. Miðað við þetta verður vandséð hvernig Samein- ingarnefnd getur sett fram tillögu um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. ENGINN SPARNAÐUR Standi Garðmenn aftur á móti frammi fyrir þeirri spurningu hvort rétt sé að sameinast hljóta menn að velta því fyrir sér hvort sá mikli uppgangur sem verið hefur í Garðinum hefði átt sér stað værum við hluti af Reykjanesbæ. Höfum við trú á því að jafn mikill uppgangur verði á næstu árum hér ef öllu verður stjórnað af fulltrúum Reykjanesbæjar? Það er staðreynd að sameining sveitarfélaga hefur ekki leitt til sparnaðar. Hægt er í því sambandi að nefna Reykjanesbæ,Árborg og Fjarðarbyggð. Margir vilja meina að yfirstjórnunarkostnaður muni sparast við sameiningu. Athyglisvert er því að skoða þessar tölur (ársreikningur 2003)og bera saman í Garði og Reykjanesbæ. Í Garði er kostnaðurinn á íbúa kr. 32.014 en í Reykjanesb kr.31.806 á íbúa eða nánast sá sami. Þetta sýnir að þrátt fyrir stærðarmun sveitarfélaganna hefur ekki náðst fram hagkvæmni hjá þeim stóra. Að sjálfsögðu er eðlilegt að menn velti þessum málum fyrir sér og meti hvað sveitarfélaginu er fyrir besu. Þakka samskiptin á árinu 2004 með ósk um að nýtt ár verði okkur öllum til blessunar. Sig.Jónsson,bæjarstjóri Garði Framfarir og framtíðin 8 Sigurður Jónsson bæjarstjóri í Garði skrifar:

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.