Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 2
2 fimmtudagurinn 11. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Í tilefni af upphafi framkvæmda vegna stækkunar upplifunar- svæðis og byggingar nýs hótels Bláa Lónsins var fyrstu hraun- hellunni lyft við sérstaka athöfn á þriðjudag. Edvard Júlíusson, varaformaður stjórnar Bláa lóns- ins, lyfti hraunhellunni ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra. „Það er mér sannarlegt gleðiefni að vera viðstödd hér í dag þegar framkvæmdir hefjast við stækkun upplifunarsvæðis og byggingu nýs hótels. Það hefur verið gaman að fylgjast með vextinum hér í Bláa lóninu á undanförnum árum. Hér er öll umgjörð til mikillar fyrir- myndar og sú viðbót sem er verið að byrja á í dag styrkir ferðaþjón- ustu á þessu svæði og í raun á Ís- landi öllu,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra við þetta tækifæri. Heildarkostnaður vegna fram- kvæmdarinnar nemur 6 millj- örðum króna. Mannvirki Bláa Lónsins munu tvöfaldast að stærð. Heildarstækkun á núverandi- og nýju upplifunarsvæði ásamt hót- eli nemur um 10.000 fm. Á fram- kvæmdatíma sem áætlað er að verði tvö ár munu 150 starfsmenn starfa við verkefnið. Gert er ráð fyrir 100 nýjum störfum í tengslum við stækkun upplif- unarsvæðis Bláa lónsins og mun hluti starfsfólks hefja störf á fram- kvæmdatíma. Störfin verða fjöl- breytt, en eins og önnur störf hjá fyrirtækinu munu þau miða að því að veita gestum Bláa lónsins góða og fágaða þjónustu. Hluti starf- anna sem verða til við stækkunina munu kalla á háskólamenntað fólk og starfsmenn með sérþekkingu á sviði heilsu og vellíðunar. Hjá Bláa lóninu starfa um 300 starfsmenn á ársgrunni. Að framkvæmdum loknum er gert ráð fyrir því að heildarstarfsmannafjöldi verði 400. Stækkun og endurhönnun nú- verandi upplifunarsvæðis Nýtt upplifunarsvæði verður byggt inn í hraunið vestur af núverandi lóni, og mun svæðið tengja nú- verandi lón og lúxushótel . Með tilkomu hótelsins verður fyrsta flokks gisting hluti af upplifun Bláa lónsins. Í hótelinu er gert ráð fyrir 60 herbergjum, veitingastað og fjölnota fundarsal. Stækkun og endurhönnun nú- verandi upplifunarsvæðis er mikil- vægur þáttur í uppbyggingunni, en lónið sjálft verður stækkað um helming. Ný og glæsileg aðstaða fyrir spa meðferðir sem boðið er upp á ofaní Lóninu er hluti stækkunarinnar. Hluti endurhönnunar felst einnig í enn betri hitastýringu á lóninu sjálfu auk þess sem aðgengi að hreinlætisaðstöðu á lónsvæðinu verður aukið. Verkefnið er í takt við þróun Bláa lónsins undanfarin ár þar sem jafnt og þétt hefur verið unnið að því að auka úrval og gæði þjónustu. Jarðvegsframkvæmdir munu hefj- ast í árslok og áætlað er að upp- byggingunni verði lokið vorið 2017. „Uppbyggingin er táknræn fyrir áherslu Bláa Lónsins um að styrkja stöðu sína sem einstakur viðkomu- staður ferðamanna á heimsvísu. Ísland þarf í auknum mæli að horfa til þess að höfða til fólks sem leitar eftir miklum gæðum í þjónustu og aðbúnaði. Bláa Lónið vill halda áfram að sinna forystu í því að leiða íslenska ferðaþjónustu enn frekar á þær brautir og stuðla þannig að aukinni samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum ferðamannamarkaði,“ sagði Grímur Sæmundsen, for- stjóri Bláa lónsins. Hönnun og arkitektúr Sigríður Sigþórsdóttir, hjá Basalt arkitektum, er aðalhönnuður verk- efnisins, en hún er arkitekt allra mannvirkja Bláa lónsins. Sigríður hefur starfað með Bláa lóninu í tæplega tvo áratugi eða allt frá því að undirbúningur að núverandi mannvirkjum hófst um miðjan tíunda áratuginn. Hönnun Sigríðar fyrir Bláa lónið hefur vakið athygli hér heima og erlendis, ekki hvað síst fyrir sam- spil hins manngerða og náttúrulega umhverfis. „Byggingar Bláa lónsins eru hraunbúar. Þær eru byggðar inn í hraunið, taka upp drætti og form úr náttúru staðarins. Nýjasti áfang- inn er þar engin undantekning,“ segir Sigríður. Upplifunarhönnun er órjúfanlegur þáttur af hönnun Bláa lónsins og hefur teymi starfsfólks fyrirtækis- ins ásamt Sigurði Þorsteinssyni og fyrirtæki hans Design Group Italia, unnið að þeim þætti hönnunar- innar. Sigurður, sem er búsettur í Milano á Ítalíu, hefur unnið með Bláa lóninu undanfarin tutt- ugu ár og stýrt þróun vörumerkis, ímyndar og upplifunar í samvinnu við stjórnendur Bláa lónsins. Fyrstu hraun- hellunni lyft – í tilefni af upphafi framkvæmda við stækkun upplifunarsvæðis og byggingu nýs hótels Bláa lónsins -fréttir pósturu vf@vf.is Eðvarð og Ragnheiður Elín með hraunhelluna af hótellóðinni. Eðvarð, Ragnheiður Elín og Grímur. Uppbygg- ingin er tákn- ræn fyrir áherslu Bláa Lónsins um að styrkja stöðu sína sem einstakur við- komustaður ferða- manna á heimsvísu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.