Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 33
33VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. desember 2014 Sossa myndlistarkona fór nýjar leiðir í málverkunum sínum sem hún sýndi á jólasýningu sinni um síðustu helgi. Sossa sótti inn- blástur ljóð Antons Helga Jóns- sonar. Sossa segir að Anton hafi lengi verið í uppáhaldi hjá sér, alveg frá því fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1974. Ljóðin hans séu mynd- ræn og húmorísk. Anton var sér- stakur gestur á sýningunni og las upp úr ljóðum sínum. Þá mætti tónlistarmaðurinn Svavar Knútur með gítarinn og söng nokkur lög en hann er góður vinur myndlistar- konunnar. Fjölmargir aðdáendur og vinir Sossu mættu á sýninguna og var ekki annað að sjá en að ljóð- rænu myndirnar hefðu vakið mikla athylgi þeirra. Víkurfréttir litu við hjá Sossu á jólasýninguna og þar voru þessar myndir teknar. -mannlíf pósturu vf@vf.is Ljóðræn málverk á jólasýningu Sossu Það var mikið fjör í verslunum í Reykjanesbæ þegar þær buðu upp á kósýkvöld sl. fimmtudag. Flestar buðu upp á tilboð eða afslætti og kunnu Suðurnesjamenn vel að meta það og fjöl- menntu á Hafnargötuna og nágrenni. Margir verslunareigendur voru í skýjunum með traffíkina og sögðu að það verði verið Þorláksmessustemmning. Auk afslátta var hluti af „kósý-inu“ að bjóða léttar veitingar sem viðskiptavinir voru ánægðir með. Þorláksmessustemmning á kósýkvöldi í verslunum Mjög kósý allt saman í Skóbúðinni og margir að skoða og kaupa. Það var mikið hægt að skoða hjá Georg V. Hannah. Það var jóla- stemmning í búðunum og allir í góðum gír.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.