Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 29
29VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. desember 2014 Humarpítsa Hitið vatnið að 37°C og leysið gerið upp í því. Bætið hunangi við. Blandið þurrefnum saman og hnoðið svo saman við vökvann og látið hefast í 1/2 til 1 klst á hlýjum stað. Einnig er hægt að nota tilbúna pítsubotna. Fletjið botninn þunnt í meðastóra pítsu, eða gerir litlar pítsur ef ætlunin er að hafa þær sem forrétt. Merjið hvítlauk og setjið út í olíuna. Setjið a.m.k. 2 matskeiðar af hvítllauks- olíunn yfir pítsubotninn og bakið hann í ofni þar til hann er orðinn ljósbrúnn (ekki alveg fullbakaður). Setjið þá humarhalana á botninn og bakið áfram í 2-3 mínútur eða þar til humarinn er orðinn alveg hvítur. Skerið humarinn í tvennt ef hann er mjög stór. Takið pítsuna úr ofninum þegar hún er bökuð og dreifið klettasalati yfir hana eftir smekk. Rífið par- mesanost yfir. Hellið að lokum afgangnum að hvítlauksolíunni yfir og kryddið með nýmuldum pipar og salti. Humarpasta Sósan 3 dl humarsoð 2-3 tsk Oskar humarkraftur 3 dl hvítvín 2,5 dl rjómi væn skvetta af koníaki eða dökku rommi cayennepipar 2-3 msk hvítlaukostur Setjð humarsoð, koníaki og hvítvín í pott og sjóðið niður um allt að 2/3. Bætið rjómanum saman við og sjóðið niður áfram um ca helming eða þar til að sósan er orðin þykk og fín. Bragðið til með cayennepipar. Pasta humarhalar steinselja hvítlaukur smjör Tagliatelle (pasta) parmesan Eldið humarhalana að vild. Steikið, grillið eða eldið í ofni ásamt smjöri, hvít- lauk og steinselju. Sjóðið pasta. Blandið sósunni saman við pastað ásamt fínt saxaðri steinselju, setjið á diska og humarhalana yfir. Berið fram ásamt nýrifnum parmesan. Brauð 500 gr. Hveiti 15 gr. Salt 3 matskeiðar jómfrúarolía 300 ml. ylvolgt vatn 15 gr. þurrger 15 gr. sykur 15-20 svartar ólífur Salt og pipar 20-30 rósmarínnálar Fyrir 3-4 samlokur 2-3 þroskaðir tómatar 1 mozzarellaostur Nokkur basillauf 2-3 matskeiðar jómfrúarolíu Vekið gerið í ylvolgu vatni og bætið við sykrinum Blandið því næst hveitinu, saltinu og jómfrúarolíu í skál Hellið vökvanum í hveitið og hnoðið vel saman Látið hefast í rúma klukkustund þar til deigið hefur rúmlega tvöfaldast að stærð. Fletjið deigið ofan í olíusmurða ofnskúffu og myndið grópir með fingrunum. Raðið ólífunum á deigið, dreifið jómfrúaroliúnni yfir, saltið og piprið og sáldrið rósmaríninu á milli. Látið hefast í þrjú korter. Bakið í 200 gr. heitum forhituðum ofni í 20 mínútur Ofaná brauðið eru settar 2-3 msk ólífu olía 3 hvítlauksrif gott salt gott að hafa krydd í því. Rífa svo slatta af parmesanosti yfir. Brauðið verður að vera með! pósturu vf@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.