Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 32
32 fimmtudagurinn 11. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Suð-vestan ofsaveður gekk yfir Suðurnes um mánaða- mótin með tilheyrandi eigna- tjóni. Þrátt fyrir ofsann í veðrinu varð ekkert stórtjón þó víða hafi orðið skemmdir. Björgunar- sveitirnar skipa lykilhlutverk í aðstæðum eins og sköpuðust þá. Víkurfréttir fylgdu eftir einum björgunarflokki frá Björgunar- sveitinni Suðurnes í óveðrinu og eru myndirnar með þessari um- fjöllun úr útkallinu. Við ræddum einnig við Harald Haraldsson, formann björgunarsveitarinnar. Sérhæfð í fjöldahjálp Björgunarsveitin Suðurnes er ein af aðildarsveitum Slysavarnafélags- ins Landsbjargar. Í sveitinni starfa tugir sjálfboðaliða sem eru tilbúnir í útkall allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það sem greinir Björg- unarsveitina Suðurnes frá öðrum björgunarsveitum er að hún hefur sérhæft sig í fjöldahjálp og fyrstu hjálp. „Við erum mjög vel búin björg- unarsveit fyrir hópslys og höfum sérhæft okkur á þeim vettvangi,“ segir Haraldur Haraldsson, for- maður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, í viðtali við Víkurfréttir. Helsta ástæða þess að sveitin hefur sérhæft sig í hópslysum er nálægðin við Keflavíkurflugvöll. Haraldur segir þó að sveitinni séu engin takmörk sett og hún sinni verkefnum um allan Reykjanes- skagann og víðar ef óskað er eftir liðsinni sveitarinnar. „Við förum með búnaðinn okkar þar sem hans er þörf. Við erum með sérstakan krókheysisbíl sem er sérútbúinn forgangsakstursbíll með gámi sem hefur að geyma allan okkar búnað til að takast á við hópslys“. Gott að geta undirbúið útköll Haraldur segir að starfið í björg- unarsveitinni sé skemmtilegt og krefjandi. Hver einasti dagur sé með þéttskipaðri dagskrá. Fundir, æfingar, æfingaferðir. Starfið blómstri um þessar mundir. Hjá björgunarsveitinni er rekið öflugt nýliðastarf. Í nánu samstarfi við Björgunarsveitina Suðurnes er starfandi slysavarnadeildin Dag- björg og einnig unglingadeildin Klettur. Um síðustu mánaðamót gekk mjög djúp lægð yfir landið með veður- ofsa. Björgunarsveitin Suðurnes sinnti þar tugum útkalla í Reykja- nesbæ. Aðspurður um hvernig starfið í óveðrinu hafði gengið, svaraði Haraldur: „Þegar maður veit með fyrirvara að útköllin koma, þá getur maður undirbúið sig örlítið betur. Við byrjuðum á að fara í BYKO og byrgja okkur upp af timbri og plasti og eiga aðeins meira af því en vana- lega. Svo er farið í undirbúning og farið yfir hvað við höfum af mann- skap. Honum er skipað niður í hópa og gera klárt fyrir óveðrið. Það þarf að huga að ýmsu. Það þarf til dæmis að gefa öllu þessu fólki að borða. Slysavarnadeildin sér um það verkefni. Við erum með mjög öfluga svæðisstjórn hér á Suður- nesjum sem útdeilir okkur verk- efnum í gegnum fjarskipti“. Haraldur segir að björgunar- sveitinni hafi gengið vel að takast á við fjölda útkalla sl. sunnudag. Verkefnin hafi verið fjölmörg og fjölbreytt. Sum voru leyst auðveld- lega á meðan önnur kröfðust sér- tækra úrræða. Klæðningar losnuðu af húsum, þakjárn fuku og rúður brotnuðu. Öflugt unglingastarf Allir sem fara í útköll með björg- unarsveit þurfa að fara í gegnum ákveðna þjálfun. Að jafnaði tekur þessi þjálfun 18 mánuði hjá Björg- unarskólanum. Svo öðlast björg- unarsveitarfólk mikla reynslu með því að starfa á vettvangi. Björg- unarsveitin Suðurnes er einn- ig með prógramm fyrir 25 ára og eldri sem eru komnir með ákveðna lífsreynslu og ekki á sama stað í líf- inu og unglingar á aldrinum 15-17 ára og eru að koma til starfa innan björgunarsveita. Unglingastarf innan björgunar- sveitarinnar er öflugt í Reykja- nesbæ en á vegum sveitarinnar er rekin unglingadeildin Klettur sem er í góðu samstarfi við grunn- skólana í Reykjanesbæ. „Það er mjög gott starf sem þau eru að vinna og hefur m.a. forvarna- gildi og er bætandi fyrir unglinga að taka þátt í skipulögðu unglinga- starfi“. Tvinna saman vinnu og björgunarstörf – Nú eruð þið nokkur í Björg- unarsveitinni Suðurnes sem náið að tvinna saman ykkar atvinnu og svo starfið innan björgunar- sveitarinnar. Hér eru lögreglu- menn, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn. Hvernig fer þetta saman? „Þetta fer mjög vel saman. Það er mjög góð tenging hjá Björgunar- sveitinni Suðurnes inn í Bruna- varnir Suðurnesja og líka til lög- reglustjóraembættisins á Suður- nesjum og samstarfið þarna á milli er mjög gott. Við erum með einstakt samstarf við Brunavarnir Suðurnesja og líka lögregluna. Í Björgunarsveitinni Suðurnes eru fjölmargir fullmenntaðir sjúkra- f lutningamenn og það nýtist björgunarsveitinni í sínu starfi og sérstaklega í fyrstuhjálparhópum sveitarinnar“. Haraldur segir það ekki á eins manns færi að reka björgunarsveit. Það sé stór og kröftugur hópur á bakvið það verkefni. Framundan er einnig mikilvægasta fjáröflun sveitarinnar sem er flugeldasala nú fyrir áramótin. Starf Björgunar- sveitarinnar Suðurnes er alfarið rekið fyrir tekjur af sölu flugelda og eins Neyðarkallsins, sem seldur er á haustin. „Við þurfum að sækja allar okkar tekjur. Það koma engin um- slög til okkar mánaðarlega full af peningum. Öll okkar útgjöld eru greidd af þeim peningum sem við fáum í þessum tveimur fjár- öflunum sem skipta okkur miklu máli,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes í viðtali við Víkurfréttir. ■■ Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í óveðrinu um síðustu helgi: Brotnar rúður og fjúkandi þakjárn – meðal verkefna Björgunarsveitarinnar Suðurnes -viðtal pósturu hilmar@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.