Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 40

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 40
vf.is -mundi Koma konur í Garði til dyranna eins og þær eru klæddar...búnar að týna undirfötunum FIMMTUDAGINN 11. DESEMBER 2014 • 48. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR kaffitár ÁN KRÓKALEIÐ A ka ff itá r ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁN KRÓKALEI ÐA k aff itá R ÁN KR ÓK AL EI Ð A k af fit ár ÁN KRÓ KALEI ÐA Hátíð Í BÆ góða veislu gjöra skal! kaffitar.is Valgerður Björk Pálsdóttir 5 ár, 5 skólar og 5 lönd. Mastersgráðan í alþjóðastjórnmála- fræði loksins komin í hús! // 5 years, 5 schools and 5 countries. Finally got my masters degree in international politics Guðfinnur Sigurvinsson Allt með kyrrum kjörum í Jólaþorpinu. Ekki sála á ferli Guðmundur Brynjólfsosn Hugtakið "krans" vefst greinilega fyrir mörgum. Ég get í það minnsta ekki fallist á að fjögur kerti sem raðað er upp í beina röð séu í krans. Maður þarf að vera í trans til sjá það sem krans. VIKAN Á VEFNUM „ Maður hleypur ekki til og breytir strætókerfi. Þetta er dá- lítið eins og stórt olíuskip, þú verður að beygja hægt,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanes- bæjar, um boðaðar breytingar í almenningssamgöngum á Suður- nesjum í janúar. „Við tengjum miðstöðina okkar við kerfi Strætó BS og þá á fólk að geta nýtt sér leiðakerfið. Síðast var gjaldtaka 2004 og þá voru tekjur af gjald- töku helmingur af kostnaði. Af praktískum ástæðum förum við því ekki í það núna. En við erum að fara í heildarendurskoðun á kerfinu með breytingunni og munum þá skoða gjaldtökuna betur og beiðnir sem hafa borist. Íbúar á Ásbrú hafa t.d. beðið um að bílar keyri hjá Bónus við Fitjar en af öryggisástæðum er ekki vilji fyrir því að fara með fullan bíl af börnum út á Reykjanesbraut til þess að komast í eina verslun.“ Þá muni Reykjanesbær spara 8-9 milljónir á ári við að fækka svo- kölluðum pöntunarferðum. Upplýsingarbæklingur í hús á milli jóla og nýárs Berglind Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri SSS, segir að stærsta breytingin muni fela í sér að ferðir á milli Reykjavíkur og Reykja- nesbæjar muni hefjast og enda við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og BSÍ. Þó muni kvöld- og helgar- ferðir enda við skiptistöð Strætó BS í Firði, Hafnarfirði, þar sem leið 1 tekur við farþegum. „Fyrstu ferðir á morgnana, fyrir þá sem sækja vinnu eða skóla, verða með tveimur bílum frá flugstöðinni. Annar fer að Keili á Ásbrú og hinn ekur Hringbrautina og í gegnum Reykjanesbæ.“ Þá muni farþegar fá skiptimiða sem þeir geta nýtt á höfuðborgarsvæðinu. „Leiðakerfið er komið inn á vefsíðu Strætó BS og þjónustuverið þeirra mun taka á móti öllum ábendingum og koma þeim áleiðis. Við erum að prenta bæklinga sem verður dreift á öll heimili á Suðurnesjum á milli jóla og nýárs. Þar verða upplýsingar um leiðir, tímatöflur, gjald, strætó- appið og annað. Í appinu verður hægt að sjá staðsetningu vagna og hægt verður að biðja um að fá sendar upplýsingar um breytingu á ferðum með sms. Við erum síð- asti landsbyggðarhlutinn sem fer inn í þetta kerfi hjá Strætó BS og munum taka öllum ábendingum fagnandi,“ segir Berglind. ■■ Breytingar á almenningssamgöngum í RNB taka gildi 5. janúar: Skiptimiðar, strætóapp og ferðir frá flugstöðinni

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.