Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Síða 2

Víkurfréttir - 17.12.2015, Síða 2
2 fimmtudagur 17. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Fjárhagsáætlun Reykjanes-bæjar árin 2016-2019 var samþykkt í seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Hún ber keim af því að ekki er komin niðurstaða úr viðræðum við kröfuhafa sem vonast er eftir að náist á næstunni. Ljóst er að árangur verður að nást úr þeim umræðum því skuldir bæjar- félagsins eru það miklar að ekki er við ráðið nema skerða grunn- þjónustu verulega. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri fór yfir fjárhagsáætlunina en hann sagði að Sóknin, sem bæjarstjórn kynnti í fyrra gengi vel og tekist hafi að hagræða í rekstri bæjarfélagsins en það dugi skammt. Skuldirnar væru það háar og nefndi hann sem dæmi að vaxtagreiðslur væru 3,5 milljónir króna á dag. Óvissa vegna kröfuhafa Í bókun meirihluta bæjarstjórnar segir m.a.: „Fjárhagsáætlun 2016– 2019 sem nú er lögð fram er háð mikilli óvissu þar sem Reykjanes- bær hefur verið í viðræðum við kröfuhafa bæjarins og er þeim við- ræðum ekki lokið. Viðræðurnar hafa snúist um niðurfærslu lána með það að markmiði að skulda- viðmið sveitarstjórnarlaga náist fyrir árslok 2022. Gert var ráð fyrir að viðræðum við kröfuhafa yrði lokið fyrir árslok 2015 en hugsan- legt er að þær munu dragast.Takist ekki samningar við kröfuhafa er enn til staðar óleyst fjárþörf sem finna verður lausn á en sú fjárþörf liggur fyrst og fremst hjá Reykja- neshöfn. Þær aðhaldsaðgerðir sem ráðist var í á síðasta ári hafa skilað þeim ár- angri að framlegð frá rekstri hefur aukist talsvert en vegna mikilla fjármagnsgjalda er niðurstaðan óviðunandi. Því er nauðsynlegt að ásættanleg niðurstaða náist í við- ræðum við kröfuhafa sem leiði til þess að hægt sé að halda áfram að veita þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir nú þegar og íbúar eiga rétt á. Auknar tekjur skila sér ekki Úr bókun Sjálfstæðismanna: Fjár- hagsáætlun Reykjanesbæjar sem nú er til afgreiðslu sýnir að áfram eru tekjur sveitarfélagsins of lágar til að standa undir rekstri og skuld- bindingum. Barátta síðustu ára um betur launuð störf, svo sem í Helgu- vík, hefur ekki skilað sér ennþá og áhyggjuefni er að aukin þátttaka fólks á atvinnumarkaði, minnkandi atvinnuleysi og hærra útsvarshlut- fall virðist ekki vera að skila sér nema að litlu leyti sem aukning á tekjum Reykjanesbæjar. Ljóst er að greina þarf rækilega hvers vegna tekjuaukningin er ekki í réttu sam- hengi við hækkandi útsvar, fjölgun íbúa og fjölgun starfa. Ljóst er að gera þarf verulegar breytingar á fjárhagsáætlun áranna 2017-2019 þegar viðræðunum við kröfuhafa er lokið, óháð niðurstöðu þeirra. Er afgreiðsla á fjárhagsáætlun þessara ára því gerð í þeim tilgangi að upp- fylla sveitarstjórnarlög um fram- lagningu áætlunar til næstu 4 ára þó fyrir liggi að áætlun þessara ára muni taka verulegum breytingum á næstu mánuðum. Fordæmalaus fjárhagsvandi Úr bókun Framsóknarflokks: „Eins og kemur fram í greinagerð með fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2016 til 2019 er þessi fjögurra ára áætlun háð mikilli óvissu. Fjár- hagsvandi Reykjanesbæjar er for- dæmalaus. Viðræður við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og Reykjaneshafnar hafa staðið yfir í 18 mánuði án þess að ná niður- stöðu. Kröfuhafar og Bæjarstjórn hafa gert þá sanngjörnu kröfu um að ríkissjóður komi að málum vegna Helguvíkur að þar sem fjár- festingageta bæjarsjóðs er ekki fyrir hendi. Fordæmin eru hjá ríkissjóði í öðrum verkefnum tengd stóriðju- höfnum eins og Grundartanga og Húsavík. Ljóst er að vandinn er það stór að hann verður ekki leystur með auknum álögum á íbúa og tíminn er að renna frá okkur ef að kröfunni er ekki mætt um aðkomu ríkis- sjóðs, þá er einsýnt að skipuð verði fjárhaldsnefnd af hálfu Innanríkis- ráðuneytisins yfir rekstur bæjarins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir kröfuhafana og íbúa. Að mínu mati er betra að bæjarfélagið nái sjálft samningum við kröfuhafa frekar en að láta það verkefni í hendur fjárhaldsnefndar.“ 3,5 millj. kr. í vexti á dag í Reykjanesbæ -Fjárhagsáætlun til 4 ára í óvissu vegna viðræðna við kröfuhafa -fréttir pósturu vf@vf.is LESBRETTI TIL ÚTLÁNS ENDURSKOÐUN AÐALSKIPULAGS TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR JÓLALEYFI ER ÞÍN UNDIRSKRIFT Á KORTI? KVENNAVELDIÐ Í Bókasafni Reykjanesbæjar gefst lánþegum nú tækifæri til að fá lánuð lesbretti. Í lesbrettunum er fjöldinn allur af íslenskum og erlendum bókum. Lánstími lesbrettanna eru 30 dagar eða sami tími og leyfilegt er að vera með bók í láni. Kynning á lýsingu verkefnis vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að vinna að endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Auglýst er lýsing skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Öll gögn eru aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar (www.reykjanesbaer.is). Einnig er opið hús kl. 14-16 á bæjarskrifstofum, Tjarnargötu 12, þann 23.desem- ber n.k. Skipulagsgögn munu liggja frammi og þar er hægt að koma á framfæri ábendingum og fá svör við spurningum. Athugasemdarfrestur eru til 7. janúar 2016. Hægt verður að senda ábendingar á skipulagsfulltrúa Reykja- nesbæjar, sveinn.numi.vilhjalmsson@reykjanesbaer. is eða athugasemdir merktar Aðalskipulag Reykjanes- bæjar á póstfangið, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbær. Jólaleyfi hefst mánudaginn 21. desember. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 5. janúar 2016. Skólastjóri Bréfamaraþoni Amnesty International í Bókasafni Reykjanesbæjar lýkur á morgun. Láttu þitt ekki eftir liggja í baráttu samtakanna gegn mannréttindabrotum. Tilbúin kort á staðnum til undirritunar. Bókasafnið er opið virka daga frá kl. 9:00 til 18:00. Í Listasafni Reykjanesbæjar stendur nú yfir sýningin Kvennaveldið: Konur og kynvitund. Á sýningunni eru verk eftir tólf listakonur, sem fara ekki í felur með langanir sínar og ímyndanir. Duus safnahús eru opin alla daga kl. 12:00 til 17:00. Verið velkomin. Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í vikunni. VF-mynd/pket. Troðfullt veski hjá bæjarstjóranum í Grindavík XuÞað virðist vera eitthvað þægilegra starfið hjá bæjar- stjóranum í Grindavík en koll- ega hans í Reykjanesbæ miðað við tölur í reikningum bæjar- ins. Bláar tölur eru áberandi. Á bæjarstjórnarfundi þann 24. nóvember sl. var fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2016-2019 tekin til síðari umræðu og var hún samþykkt samhljóða. Bæjar- félagið mun samkvæmt áætlun skila hálfum milljarði króna í hagnað á næstu fjórum árum. Helstu niðurstöðutölur áætlunar- innar eru þessar: Rekstrarniður- staða A-hluta árið 2016, fyrir fjár- magnsliði, er áætluð 41,7 millj- ónir króna í rekstarafgang. Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 148,5 milljónir í rekstarafgang. Ásbrú verði full- byggð eftir tvö ár XuÞróunarfélag Keflavíkurflug- vallar á nú í viðræðum við er- lent hugbúnaðarfyrirtæki um opnun gagnavers á svæðinu. Þar eru fyrir fimm af sex starf- andi gagnaverum á Íslandi. Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, segir í sam- tali við Morgunblaðið að ekki hægt að greina frá nafni fyrir- tækisins að svo stöddu. Hann staðfestir þó að félagið muni þurfa nokkur þúsund fermetra undir starfsemina og nokkur MW af raforku til að knýja gagnaverið. Ef verkefnið verður að veruleika yrði þetta fjárfesting fyrir nokkra milljarða króna. Kjartan Þór segir að aukin um- svif á svæðinu hafi leitt til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur aukist gríðarlega. „Við erum með töluvert af íbúðarhúsnæði sem þarfnast breytinga áður en hægt er að taka það í notkun. Á síðustu mánuðum höfum við orð- ið varir við aukinn áhuga fjárfesta á íbúðarhúsnæði á svæðinu, þá meðal annars til sölu til einstakl- inga sem vilja eignast húsnæði.“ Hann telur að með sama áfram- haldi verði allt laust húsnæði á Ásbrú komið í fulla notkun árið 2017, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði. Gangi það eftir mun íbúum á Ásbrú fjölga úr um 2.000 í 3.000 til 4.000 á einu til tveimur árum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.