Víkurfréttir - 17.12.2015, Page 6
6 fimmtudagur 17. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
PÁLL KETILSSON
RITSTJÓRNARPISTILL
Af hverju erum við svona
vond á samfélagsmiðlunum?
Samfélagsmiðlar hafa
verið í umræðunni að
undanförnu. Þeir eru
magnað fyrirbæri og með
svakalegri uppfinningum
sögunnar þar sem inter-
netið nær hæstu hæðum.
En auðvitað eru slæmar hliðar á þeim eins
og mörgu öðru. Þar eru gerðar tilraunir til
að taka einstaklinga „af lífi“ ef þeir hafa
gert eitthvað eða ekki gert eitthvað sem
samfélagsmiðlungum þóknast ekki. Ás-
mundur Friðriksson, þingmaður Suður-
nesjamanna úr Garðinum, fékk að finna
fyrir óvæginni gagnrýni og umræðu eftir
að hafa greitt atkvæði gegn því að öryrkjar
og aldraðir fengju afturvirka hækkun.
Aðspurður í viðtali við Víkurfréttir um
málið segir hann viðbrögðin við því að
hann hafi hafnað hækkuninni að sér hafi
liðið eins og landinu eftir veðurhaminn
á dögunum. „Veðrið lamdi landið á 70 til
80 kílómetra hraða og lamdi lífið úr því í
smástund. Mér líður þannig og er tómur
að innan. Það er auðvitað djöfullegt að
lenda í því að fólk ráðist á mann með svo
miklu offorsi. Það hefur eðlilega áhrif á
mann, maður er bara mannlegur. Verst er
það auðvitað fyrir fjölskylduna, eiginkonu,
börn og aldraðan föður og bræður. Það
sem tekur mig þyngst er að fjölskyldan sé
bogin yfir þessu. Í þinginu eru þingmenn
að skiptast á skoðunum allan daginn. Það
er heilbrigt að vera ekki öll með sömu lífs-
skoðun. Mér finnst að sú umræða i þinginu
sé mjög heiðarleg, nánast undantekningar-
laust. Úti í samfélaginu er hins vegar leyfi-
legt að drulla yfir menn.“
Ásmundur er einn af mörgum sem hafa
vakið athygli á þessari leiðinlegu þróun
sem tengist samfélagsmiðlum. Hvað er það
sem fær fólk til að vera svona vont? Það er
ágæt leið áður en maður skilar einhverju
„vondu“ frá sér að setja sig í spor þess sem á
að fá skilaboðin. Hér er ekki eingöngu verið
að ræða málefni þingmannsins heldur á
heildina litið. Þetta verður að breytast.
Fólk er ekki vélar. Við erum öll mannleg
eins og Ásmundur segir. Í viðtali í blaðinu
og eins í sjónvarpsþætti vikunnar kemur
þingmaðurinn og fyrrverandi bæjarstjóri
í Garði víða við en hann flutti upp á land
fyrir rúmum áratug og settist að í Reykja-
nesbæ en flutti síðar út í Garð. Ásmundur
gefur út bók um Hrekkjalómafélagið fyrir
þessi jól en þar segir hann sögur frá þessu
sérstaka félagi sem var uppi á sínum tíma
í Vestmannaeyjum, þar sem Ási er fæddur
og uppalinn en hann var einn af hressum
peyjum í félaginu.
Í þessu jólablaði VF er mikið af góðu les-
efni, fjölmörg viðtöl og frásagnir frá Suður-
nesjamönnum sem hafa verið að gera góða
og skemmtilega hluti á árinu. Við kíkjum
inn í sannkölluð jólahús og spyrjum fólk út
í jólin, ræðum við mann sem fann týndar
systur sínar og skoðum að margra mati
mögnuðustu íþróttasögu síðustu aldar,
þegar Víðismenn í Garði gerðu Garðinn
frægan á fótboltavellinum. Og margt,
margt fleira! Njótið vel á aðventunni!
AUGLÝSINGASÍMINN
ER 421 0001
vf.is
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is,
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is og kylfingur.is
ÚTGEFANDI:
AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN:
RITSTJÓRI OG ÁBM.:
FRÉTTASTJÓRI:
BLAÐAMENN:
AUGLÝSINGASTJÓRI:
UMBROT OG HÖNNUN:
AFGREIÐSLA:
PRENTVINNSLA:
UPPLAG:
DREIFING:
DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl.
17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug-
lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju-
dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist
skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á
vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri
útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það
birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
auðveldar smásendingar
eBOX flytur minni sendingar frá
Evrópu til Íslands. Sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð.
Auðvelt og fljótlegt.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
einföld reiknivél
á ebox.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
ATH!
NÝR OG BETRI
OPNUNARTÍMI
KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ
Virka daga
Helgar
10:00 – 19:00
10:00 – 18:00
Jólin nálgast, spennan magnast,
gleðin skín úr hverju andliti.
Á þessum tíma reyna flestir að
brosa blíðar og safna fyrir þeim
sem minna mega sín því það er
svo sannarlega sælla að gefa en
að þiggja. Allt þetta besta er allt í
kringum okkur, allt það besta sem
í mannverunni býr kemur út úr
fylgsnum sínum á þessum fallega
jólatíma. Við finnum fyrir meiri
samkennd fyrir náunganum og
erum opnari fyrir því að vera í
stakk búin ef einhver skyldi þurfa
á hjálp að halda.
Ég er jólaálfur í húð og hár, ég
elska fátt meira en þennan tíma.
Þegar ég settist niður til að ákveða
mig hvað ég ætti að skrifa um
var margt sem veltist um í huga
mér. Þrátt fyrir að vera þeim góðu
kostum gædd að vera jákvæð
og réttsýn fram í fingurgóma þá
hef ég ekki alltaf upplifað gleði-
leg jól frekar en svo margir. Sem
lítið barn lenti ég í því að missa
manneskju sem var mér virkilega
kær nokkrum dögum fyrir jól.
Það var hræðilegt og tilfinningin
sem enn kemur upp við minn-
inguna fær magann til að skreppa
saman og augun fyllast af tárum.
Upp frá þessum missi kom mikil
sorg og vanlíðan og þessi fallegi
tími breyttist í kvíða. Tilhlökk-
unin yfir því að rífa upp pakkana
hvarf út í buskann og gráturinn á
heimilinu yfirtók allt. Fyrir barn
er verulega erfitt að reyna að skilja
sorgina, barninu finnst svo eðli-
legt að við séum alveg að fara að
hittast aftur, þetta sé í raun ekki
raunveruleiki. Ég reyndi mitt
allra besta að fullorðnast hratt
og gerði mínar skyldur og sinnti
því sem þurfti að sinna. Ég tók á
mig ábyrgð sem enginn bað mig
um en ég gerði það engu að síður.
Þessi tími er alls ekki gleði fyrir
alla því miður, við lifum og lærum
og gerum öll okkar besta, alltaf.
Þegar þessi sorg okkar dofnaði
þá fór skugginn yfir jólaljósunum
líka að hverfa, ég fór að finna fyrir
þessum jólafiðrildum enn á ný.
Það er svo erfitt fyrir okkur full-
orðna fólkið að setja okkur í spor
barnanna okkar, skiljanlega, sorg
fullorðna fólksins er himinhá oft
og getur verið kolsvart hyldýpi.
En börnin okkar eru að mótast
á þessum tíma og allt sem við
gerum eða gerum ekki situr eftir
í barnsins hjarta, við verðum að
vera tilbúin til að setjast niður
með þeim og fá að vita hvað er að
gerast. Tilfinningar þeirra eru svo
brothættar og allt sem við gerum
hefur áhrif á þau, við erum þeirra
fyrirmyndir.
Jólin á mínu heimili í dag eru
engu öðru lík, þau eru falleg og
innihaldsrík og heimilið ómar af
hlátrasköllum eins og ætti að vera.
Ég byggi á þessum fallegu minn-
ingum sem hlátrasköllin lifðu
áður en sorgin bankaði uppá, við
eigum alltaf valkosti og þeir geta
verið misgóðir en við erum eigin
gæfu smiðir. Ég valdi að draga
styrk minn frá þessum hamingju-
sömu minningum en skildi við
þessar sorgmæddu. Jólin eru tími
barnanna, þetta er dýrmætur
tími sem þau muna alltaf miða
sín jól við þegar þau verða full-
orðin. Reynum einu sinni á ári að
sleppa af okkur fullorðinshömlum
samfélagsins og njótum eins og
börnin sem við eitt sinn vorum,
jólin koma þrátt fyrir allt og fara
alveg jafn hratt.
Ég vil óska ykkur öllum gleði-
legrar hátíðar og þakka fyrir
lesturinn á árinu sem er að líða
Ást og jólafriður
Linda María.
Lífið
með Lindu Maríu
Sorg og gleði á jólum
Félagsstarf aldraðra í Miðhúsum í Sand-
gerði afhenti í vikunni
félagsmálastjóranum
í Sandgerði 100.000
krónur í formi inn-
eignarkorta í Nettó.
Upphæ ðin er ágó ði
af kleinubakstri nú í
desember. Í tilkynningu
frá Miðhúsum eru öllum
sem studdu gott málefni
færðar kærar þakkir.
Kleinur skiluðu 100.000 krónum