Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Side 49

Víkurfréttir - 17.12.2015, Side 49
49VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 17. desember 2015 pósturu vf@vf.is mikið fjallað um það, lögreglubátar undir brúnni og fréttaþyrlur fyrir ofan brúnna, í framhaldinu fórum við með lestarvögnum á bryggjuna Pier 39 með Alcatraz í bakgrunn- inum og heljarinnar hátíðarhöld á bryggjunni. Og á Union Square í San Francisco tók 40 manna sin- fóníuhljómsveit á móti okkur“. Hvað var eftirminnilegast frá Kaliforníuferðinni? „Fyrir mig persónulega voru tvö eftirminnileg atvik. Annars vegar þegar mér var afhentur lykill að borginni Westminster í Kaliforníu en það atvikaðist þannig að ég hélt ræðu um Sigga son minn, slysið sem hann varð fyrir og hvernig aðstæður leiddu hann til Special Olympics og hvað Special Olymp- ics gerði fyrir hann. Það urðu allir snortnir af sögunni og þegar ég var að ræða við borgarstjórann eftir athöfnina tók hann þá ákvörðun að færa mér lykil að borginni, rauk inn í þinghúsið, sótti lykil og af- henti hann mér hann síðan með viðhöfn. Það var gríðarlegur heiður sem mér var sýndur með þessu og er því núna heiðursborgari í West- minster í Kaliforníu. „Thank you very much“. Og hins vegar þegar síðasta athöfnin var á síðasta deg- inum að ég hljóp með kyndilinn inn á Santa Monica Pier í Los Angeles og eiginkona mín og tveir synir voru þar ásamt fleirum Ís- lendingum veifandi íslenska fán- anum og voru vitni að því sem ég var búinn að vera að gera í 12 daga“. Guðmundur segir að honum sé mikið í mun að vekja fólk til um- hugsunar hvað Special Olympics er, fyrir hvað það stendur. „Hvaða áhrif getum við haft til að efla það, gera það sterkara því það er vissu- lega þörf fyrir það. Ég á sjálfur tvo drengi sem eru iðkendur í Special olympics, ég hef verið með LETR hlaup á Íslandi meðal íslenskra lög- reglumanna og margir sem vita ekki út á hvað þetta brölt gengur, að hlaupa eitthvað með kyndil en hafa upplifað hvaða áhrif þetta hefur fyrir Special Olympics þá er þetta þess virði. Ef þetta verður til þess að einhver byrjar í íþróttum hjá Special Olympics vegna LETR þá dugar það mér,“ segir Guðmundur Sigurðsson. Hann var á dögunum sæmdur Hvataverðlaunum Íþrótta- sambands fatlaðra fyrir árið 2015 vegna LETR í þágu fatlaðra. Þetta er í 3. skiptið sem þessi verðlaun eru afhent, t.d. fékk KSÍ þessi verð- laun 2014. Hafnargötu 29, 230 Reykjanesbær - Sími 421 8585 Full búð af fallegum skóm á alla fjölskylduna Gleðilega hátíð og takk fyrir viðskiptin á árinu. OP IÐ T IL K L. 2 2:0 0 TI L JÓ LA Hópurinn sem tók þátt í kyndilhlaupinu staddur rétt utan við Hollywood. Í hlaupinu var meðal annars komið við á herstöðvum. Hér er hlaupið framhjá herskipi í höfn einnar flotastöðvarinnar.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.