Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Side 73

Víkurfréttir - 17.12.2015, Side 73
73VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 17. desember 2015 Reykjanes Geopark er þátt-takandi í alþjóðlegu verkefni sem nefnist Drifting Apart. Verk- efnið er styrkt af Norðurslóða- áætlununinni 2014-2020 (Nort- hern Periphery and Arctic 2014- 2020). Verkefnið stendur yfir á árunum 2015-2018 og er ætlunin að undirstrika og styrkja skilning á sameiginlegri jarðfræðiarfleið á norðurslóðum, og þær mörgu tengingar sem jarðfræðiarfleiðin hefur við náttúru og menningu. Geoparkar skipta miklu máli í því samhengi. Verkefninu er m.a. ætlað að styðja við geoparka sem eru að stíga sín fyrstu skref, kynningu á nýjum vörum og þjónustu sem ætlað er að styrkja þá innan frá, m.a. með námsefnisgerð sem og að styrkja þá sem áfangastaði fyrir ferða- menn. Þá verður byggt upp sterkt samstarfsnet geoparka á norður- slóðum. Að verkefninu standa aðilar frá Norður Írlandi, Írlandi, Skotlandi, Noregi, Íslandi, Kanada og Rússlandi. Í vikunni funduðu 14 fulltrúar þeirra geoparka og stofnana sem standa að verkefninu í Grinda- vík. Skemmst er frá því að segja að fundargestir voru í skýjunum með móttökurnar á Reykjanesinu. Þá lýstu þeir yfir mikilli ánægju með aðstöðuna sem byggð hefur verið upp í Grindavík sem þeim þótti henta vel til fundahalda sem þessara. Gestirnir gistu á Geo Hotel en funduðu í Gjánni, nýrri fund- araðstöðu í íþróttamiðstöðinni í Grindavík. Þá nutu þeir veitinga frá Salthúsinu og Hjá Höllu. Fulltrúarnir ásamt fleiri starfs- mönnum geoparkanna munu sækja Reykjanesið aftur heim snemma árs 2018 þegar hér fer fram alþjóðleg ráðstefna um árangur verkefnisins á vegum Reykjanes Geopark. Geoparkar á norðurslóðum funduðu í Grindavík -fréttir pósturu vf@vf.is Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Tannlæknastofa Kristínar Geirmunds og Kristínar Erlu Ólafsdóttur Tannlæknastofan Skólavegi 10 Tannlæknastofan Tjarnargötu 2 Vökvatengi 421 4980 Radíonaust Norðurtúni 2 - Reykjanesbær sími 421 3787 Vetrardekk og heilsársdekk fyrir allar tegundir bíla 10% afsláttur af öllum dekkjum Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ 421 1251 - 861 2319 og frí umfelgun ef keypt eru 4 ný dekk Gildir til 24. desember Sendum íbúum allra sveitar- félaga á Reykjanesi okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.