Læknablaðið - 01.03.2017, Qupperneq 30
138 LÆKNAblaðið 2017/103
■ ■ ■ Þröstur Haraldsson
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Rakaskemmdir og mygla hafa á undan-
förnum árum orðið eins konar táknmynd
fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Niðurskurð-
ur og sparnaður í rekstri hefur meðal
annars valdið því að víða í húsakynn-
um heilbrigðisstarfsfólks hefur eðlilegt
viðhald verið vanrækt. Myndir og fréttir
af raka- og mygluskemmdum á Landspít-
alanum eiga eflaust stóran þátt í þeirri
kröfu sem risið hefur að framlög til heil-
brigðismála á fjárlögum verði stóraukin og
það helst í gær. Og nú hefur málið komist
á dagskrá Læknadaga þar sem umræða
um raka og myglu og áhrif hennar á
heilsufar fólks stóð yfir í heilan dag.
Eins og frá var sagt í Læknablaðinu í des-
ember var það hópur lækna sem tók frum-
kvæðið að þessu málþingi en ástæða þess
var ekki síst sú að læknar höfðu verið að
veikjast vegna myglu og raka á vinnustöð-
um sínum. Kristín Sigurðardóttir bráða-
læknir er ein úr hópnum og hún sagði frá
því að í hennar árgangi í læknadeild HÍ
hefðu verið 30 manns en af þeim hafa sex
læknar orðið fyrir heilsutjóni af völdum
myglu og raka á undanförnum árum.
Fjórir þeirra sögðu sögu sína í Hörpu og
hér á eftir er gripið ofan í frásögn Gunn-
laugs Sigurjónssonar heimilislæknis á
Heilsugæslustöð Árbæjar.
Mygla í Árbænum
„Ég byrjaði að vinna á Heilsugæslunni í
Árbæ í ársbyrjun 2003. Ég var fyrstu árin
ekki með fasta stofu heldur flakkaði á
milli stofa á stöðinni. Árið 2006 fékk ég
fasta stofu í suðurhluta húsnæðisins, stofu
sem bar merki um miklar og langvarandi
rakaskemmdir. Dúkurinn í suðurhluta
herbergisins var svartur og morkinn og
allur í bungum. Ekki var óalgengt að
eldra fólk hrasaði um bólurnar í dúknum.
Ástæða þessa leka þarna inn var að utan
við vegginn voru stórar svalir og allt vatn
sem kom niður á þessar svalir átti greiða
leið undir útvegginn sem var úr timbri og
þaðan beint undir gólfdúkinn.
Á þessum árum var ég talsvert að
hlaupa og einnig duglegur að ganga á fjöll
og stunda útivist. Á árunum 2006 og 2007
fór ég að finna að árangur af þjálfun lét á
sér standa og ég náði engum framförum
lengur. Það var svo í ársbyrjun 2008 að
ákveðið var að lagfæra gólfdúkinn á stof-
unni minni. Þegar gamli gólfdúkurinn
var tekinn upp fylgdu með ofnalagnir
sem voru illa ryðgaðar í gólfinu og silfur-
skottur í þúsundatali hlupu út um allt.
Vegna þessa heyktust menn á að taka dúk-
inn upp á minni stofu og þess í stað var
skorið í bólurnar, dúkurinn límdur niður
og svo settur nýr dúkur yfir allt saman.
Ekki var reynt að laga lekann að utan.
Fljótlega eftir þetta hrundi heilsa mín,
í stað þess að hlaupa 10-20 km náði ég að
drattast þetta 2-3 km og var þá alveg bú-
inn á því. Ég upplifði endurtekið tvísýni
þegar ég var í símatímum og þurfti að
horfa stöðugt á tölvuskjá í 30-40 mínútur í
Trúir þú á myglusögur?
– Rakaskemmdir og mygla herja jafnt
á lækna sem leika og voru til
umræðu á Læknadögum
Hér eru forsvarskonur málþingsins, frá vinstri: María I. Gunnbjörnsdóttir, Unnur Steina Björnsdóttir, Kristín Sig-
urðardóttir, Dóra Lúðvíksdóttir og Sigríður Ólína Haraldsdóttir.