Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2017, Síða 36

Læknablaðið - 01.03.2017, Síða 36
■ ■ ■ Olga Björt Þórðardóttir 144 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Rósa hefur verið í fullu starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu í eitt ár og er aðallega að vinna á hjarta- og æðasjúkdómadeildinni þar. Stefnan er að Rósa skrái sig í dokt- orsnám með þá vinnu sem hún er núna í. „Vinnan snýst aðallega um erfðir gátta- tifs, eins og efni greinarinnar minnar sem ég fjallaði um á vísindaþinginu fyrr í vetur. Svo er ég líka í verkefnum um erfðir hjartagalla og hjartavöðvakvilla en ég tengi mig við ýmis verkefni hérna. Það er mjög skemmtlegt að vera læknir hérna upp á að fá að taka þátt í alls kyns spennandi hlutum,“ segir Rósa og bætir við að mjög fjölbreyttar rannsóknir séu stundaðar hjá Íslenskri erfðagreiningu og að vinnustaðurinn sé afar skemmtilegur. Forréttindi að starfa hér Rósa viðurkennir að í sínu starfi þarna fá- ist hún við aðra hluti en flestir unglæknar, sem séu aðallega í klíník á sjúkrahúsum eða heilbrigðisstofnunum. „Ég er bara í rannsóknum og er mjög þakklát fyrir að fá að vera hér. Hér starfar afar margt mjög klárt fólk sem ég gert lært af og það eru forréttindi að fá að vinna með öll þessi bákn hérna sem Íslendingar hafa séð til þess að eru eins góð og raun ber vitni.“ Situr við tölvu og pælir Eins og áður segir stefnir Rósa á dokt- orsnám og er á byrjunarstigi með að móta það. Hún er þó ákveðin í að hluti af því verði greinin hennar um erfðir gáttatifs. „Hjarta- og æðasjúkdómar eru eitthvað sem mér hefur alltaf fundist spennandi vðfangsefni. Það var samt eitthvað sem ég í raun álpaðist inn í.“ Eftir fjórða árið í náminu byrjaði hún í rannsóknarvinnu með Karli Andersen hjartalækni og fleirum hjá Hjartavernd. „Það leiddi mig svolítið inn á þessa braut að pæla í slíkum sjúkdómum. En það sem ég vann mest við í klíník var á geðdeild Landspítalans. Það er einnig eitthvað sem mér hefur alltaf þótt spennandi og hér hjá Íslenskri erfðagreiningu eru meðal annars rann- sóknir á geðsjúkdómum.“ Að sögn Rósu hefur hún alltaf haft sérstakan áhuga á rannsóknum síðan hún hóf nám og það eigi vel við hana að starfa í því umhverfi þar sem hún er núna, sitjandi við tölvu og pælandi í hlutunum. „Ég efast um að margir læknanemar á spítölum segi að þeir sakni þess að sitja við tölvu og vinna en það varð raunin með mig. Mig langar líka að læra meiri tölfræði og aðferðafræði, hef mikinn áhuga á því.“ Fjölskyldan stækkar í sumar Fjölskylduaðstæður Rósu eru að hluta til ástæðan fyrir því að hún starfar hjá ÍE en ekki til dæmis á Landspítala. „Mér finnst þetta henta betur fjölskyldulífi. Ég á tveggja ára son og annað barn er á leiðinni í sumar. Okkur manninum mínum hefur fundist erfitt að vera bæði í fullri vinnu á spítalanum á vöktum. Við ákváðum að gera það ekki. Það er áskorun að samræma vinnu og heimilislíf þegar maður er á þessum aldri,“ segir Rósa, en eiginmaður hennar, Júlíus Kristjánsson, lauk sama námi og hún og starfar sem deildarlæknir á barnadeildinni. „Hann er mjög ánægður þar og stefnir í sérnám í barnalækningum. Það blasir því við hjá okkur að flytja út og við horfum til Svíþjóðar eins og margir aðrir. Maður fær á tilfinninguna að það gæti hentað fjölskyldulífi vel. Bróðir minn og mágkona eru líka í sérnámi þar. Það vill oft verða að heilu fjölskyldurnar velja sama fag. Foreldrar mínir og tengdafor- eldrar eru þó ekki læknar en við eigum bæði systkini sem eru það,“ segir Rósa. Dýrmæt og góð reynsla Arnar Jan er deildarlæknir á lyflækninga- sviði og er á fyrsta ári í því prógrammi. Starfa við það sem er hjartanu nær Tveir unglæknar, Rósa B. Þórólfsdóttir og Arnar Jan Jónsson, voru meðal þeirra sem verðlaunaðir voru fyrir framúrskarandi vísindaerindi á þingi Félags íslenskra lyflækna sem fór fram í desember síðastliðnum. Erindi Rósu var valið besta erindi unglæknis á þinginu, en það heitir „Mislestursstökkbreyting í PLEC-geni eykur áhættu á gáttatifi“. Erindi Arnars nefndist „Algengi langvinns nýrnasjúkdóms áætlað út frá reiknuðum gaukulsíunarhraða: Lýðgrunduð rannsókn“. Blaðamaður hitti unglæknana á fallegum vorviðrisdegi á vinnustöðum þeirra; Rósu hjá Íslenskri erfðagreiningu og Arnar Jan á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.