Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2017/103 145 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Nákvæmlega núna er ég að vinna sem deildarlæknir á hjartagáttinni. Mér líkar það mjög vel, sérstaklega að fást við krefj- andi vandamál og skemmtilegt er að fást við bráðatilfelli. Ég verð hér út febrúar,“ segir hann. Að því loknu mun Arnar Jan fara í fæðingarorlof í mars og fram á haust. Eðlilega mun föðurhlutverkið þá eiga hug hans nánast allan, verandi með tvö ung börn. Mjög gott prógramm Arnar Jan segir prógrammið á lyflækn- ingasviði vera mjög gott og búið sé að byggja það vel upp. „Það er mjög vel stutt við þá deildarlækna sem eru í því. Bæði í tengslum við klíníska vinnu, námstæki- færi og rannsóknir.“ Dæmigerður vinnu- dagur hjá deildarlæknum á hjartagátt hefj- ist á morgunfundi á hjartadeildinni þar sem farið er yfir sjúklinga sem lögðust inn á deildina sólarhringinn á undan og síðan yfir tilfelli næturinnar. Eftir morgunfund- inn hefjist vinna á hjartagáttinni og þar séu yfirleitt tveir til þrír deildarlæknar í dagvinnu þegar mest er og sérfræðingur í hjartalækningum að auki, en á nóttunni sé einn deildarlæknir. Kennsluglaðir sérfræðingar „Þetta er bráðamóttaka svo álagið er mismikið en yfirleitt er nóg að gera. Vinnan felst aðallega í að taka á móti og greina vandamál einstaklinga sem koma á hjartagáttina ásamt því að taka á móti fólki í hjartastoppi.“ Einnig framkvæmi deildarlæknar áreynslupróf undir leiðsögn sérfræðinga. „Vandamálin eru fjölbreytt og skemmtileg að glíma við og fólk á öllum aldri sem leitar hingað þótt flestir séu nú yfir fimmtugt. Samvinna með hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum er töluverð, sem gerir vinnuna skemmtilegri að mínu mati. Þarna er einnig nóg af námstækifær- um og sérfræðingarnir eru kennsluglaðir og mjög reiðubúnir að fara yfir tilfellin.“ Einsleitar samræður við matarborðið Meðfram starfinu á hjartagáttinni er Arnar Jan í doktorsnámi og rannsóknin sem hann kynnti á lyflækningaþinginu er hluti af því. „Ég byrjaði í doktorsnáminu á sjötta ári í læknisfræðinni og hef ákveðið að taka það meðfram þessu prógrammi. Ég mæli með því að gera það. Það er bæði gaman að vera í klínískri vinnu og rann- sóknum. Það gefur manni víðari sýn á þetta allt saman, vel stutt við það eins og ég nefndi áðan og þetta er mjög dýrmæt og góð reynsla.“ Arnar Jan og eiginkona hans, Gunnhildur Vala Hannesdóttir, búa á Seltjarnarnesi og hún er einnig læknir. „Það eru ekki mjög fjölbreyttar samræður við matarborðið, get ég sagt þér,“ segir Arnar Jan hlæjandi og bætir við að lokum: „Frúin er deildarlæknir eins og ég og ætlar í kvensjúkdómalækningar og fæðingar.“ Rósa er alsæl með vinnustaðinn sinn og það sem þar fer fram. Arnar Jan fyrir utan Hjartagáttina, þar sem hann er deildarlæknir. Leiðrétting Læknablaðið biðst velvirðingar á því að hafa farið rangt með nafn þátttakanda á málþingi á Læknadögum. Rétt nafn hennar er Petra Lind.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.