Læknablaðið - 01.03.2017, Page 45
LÆKNAblaðið 2017/103 153
Ö L D U N G A D E I L D
kvennafræði í 1 tíma; í innvortis sjúkdómafræði
og almennri heilbrigðisfræði í hverju um sig í 1
1/2 tíma, og loksins var hann í 1 tíma látinn yfir-
heyra sjúkling, skýra frá sjúkdómi hans og segja
hvern veg hann skyldi meðhöndla. Hið munnlega
próf fram fór á alþíngissalnum í heyranda hljóði,
og í viðrvist prófdómendanna, en að afloknu
prófi komu prófdómendrnir saman og ákváðu
einkunnirnar í hverri lærdómsgrein út af fyrir
sig, því öll spursmálin og andsvör kandídatsins
höfðu samstundis verið uppskrifuð í sérskilinn
„Examens-protocol“ löggiltan af stiptamtmannin-
um. Einkunnirnar féllu þannig, fyrir öll skriflegu
spursmálin fékk kandídatinn einkunnina dável
eða laudabilis; í grasafræði og yfirsetukvenna-
fræði ágætlega (prae ceteris) í efnafræði, chirur-
gie og heilbrigðisfræði dável; en í meðalafræði
og sjúkrayfirheyrslu vel til dável. Þannig fékk
kandídatinn 1. aðaleinkunn eða laudabilis með 87.
tröppum.
Eptir afstaðið embættispróf, var kandídatinn
í votta viðurvist látinn vinna hið lögboðna heiti
um það, að hann af alefli skyldi jafnan verja
kunnáttu sinni meðbræðrum sínum til hjálpar, og
framvegis láta sér vera ant um, að auka þekkingu
sína í öllum greinum læknisfræðinnar samkvæmt
framförum vísinda þeirra, er hún er á bygð.
Jón Hjaltalín, Dr.
Í lok frásagnar sinnar hrósar Jón Þorvaldi
mjög og segir hann hafa stundað námið
með hinni mestu iðni, hafa opnað 12 lík
undir forsjá sinni og æft sig vel að þekkja
sjúkleika með hlustpípunni (stethoscopie).
Hann væri vel að sér í sullaveikinni og
grasafræðinni og hefði séð fjölda sjúklinga
í landfarsóttum. Strax að loknu prófi varð
Þorvaldur Jónsson héraðslæknir í Norður-
héraði vesturamtsins (Barðastrandarsýslu,
Ísafjarðarsýslum og Strandasýslu) og sat á
Ísafirði. Ekki er vitað annað en hann hafi
verið farsæll í störfum sínum í þessu víð-
lenda og erfiða héraði.
Jón Hjaltalín var merkur maður. Hann
hafði menntað sig vel og stundað fjölbreytt
læknisstörf erlendis þegar hann varð land-
læknir árið 1855. Hann hélt uppi lækna-
kennslu 1860-1876. Var skipaður fyrsti
forstöðumaður Læknaskólans við stofnun
hans 1876. Alþingismaður. Ritaði heilmik-
ið um læknisfræðileg efni og heilbrigðis-
mál. Hann var heiðraður á margan hátt.
Þegar Þorvaldur var prófaður voru
íbúar Reykjavíkur aðeins um 1500 talsins
þannig að telja má að þetta hafi vakið
nokkra athygli í bæjarlífinu. Þjóðólfur var
um tíma eina blaðið sem gefið var út á
Íslandi en það kom út á árunum 1848-1912.
Kom fyrst út hálfsmánaðarlega en síðar
vikulega.
Þess má geta að örfáir læknar voru
starfandi hverju sinni á landinu fram
um 1870. Þannig voru einungis 6 lækn-
ar hér árið 1800, 40 árum eftir stofnun
landlæknisembættisins 1760. Árið 1850
voru hér 8 læknisumdæmi. Hlutskipti
hinna fyrri lækna var bágborið: Umkomu-
leysi, takmörkuð þekking miðað við það
sem síðar varð, ekkert sjúkrahús, engir
möguleikar á nákvæmri sjúkdómsgrein-
ingu, engin lyf með markvissa verkun,
fátækt, léleg og köld húsakynni. Læknis-
umdæmi voru víðáttumikil, allar ár
óbrúaðar, engir vegir.
Þessara lækna ætti að minnast með um-
burðarlyndi og virðingu.
DAGSKRÁ
13:00 Setning. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra setur þingið.
13:10 Skattlagning í þágu bættrar lýðheilsu. Ángel López, prófessor í
hagfræði við Technical University of Cartagena (UPCT) á Spáni, fjallar um
hvernig við getum notað skattlagningu til að bæta heilsu þjóðarinnar.
13:50 Rafsígarettur – undur eða ógn? Charlotte Pisinger, vísindamaður við
Research Centre for Prevention and Health í Kaupmannahöfn, fjallar um
hvort rafsígarettur leiði til byltingar í samfélaginu og hvort ógn stafi af þeim.
14:40 Fundarhlé. Veitingar í boði fyrir gesti.
15:00 Kostnaður þjóðfélagsins af reykingum. Jónas Atli Gunnarsson kynnir
fyrstu niðurstöður úr könnun Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
15:20 Pallborðsumræður. Guðmundur Þorgeirsson stjórnar umræðum.
Ángel López, Charlotte Pisinger, Jónas Atli Gunnarsson og Birgir
Jakobsson landlæknir svara spurningum úr sal.
16:00 Dagskrárlok.
Fundarstjóri er Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, sérfræðingur í hjartalækningum.
Þingið fer að mestu fram á ensku.
Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Tilkynna þarf þátttöku
með því að senda póst á krabb@krabb.is í síðasta lagi 13. mars.
HÆTTU NÚ ALVEG!
Málþing um tóbaksvarnir
14. mars, kl. 13–16 í Kaldalóni, Hörpu