Læknablaðið - 01.03.2017, Page 47
LÆKNAblaðið 2017/103 155
Yfirlæknir kvennadeildar
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Sérfræðiréttindi í kvensjúkdómum og
fæðingarhjálp er áskilin svo og staðgóð reynsla af stjórnunarstörfum. Þátttaka í bakvöktum er hluti af starfi yfirlæknis. Staðan er laus frá 1.
maí næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi.
Á kvennadeild Heilbrigðisstofnunarinnar á Akranesi eru framkvæmdar allar helstu aðgerðir á sviði kvensjúkdóma. Um 300 konur fæða árlega
börn sín á deildinni. Lögð er áhersla á aukið og formlegt samstarf við Landspítala.
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2017.
Upplýsingar gefa: Konráð Lúðvíksson yfirlæknir, s. 4321000, netfang konrad.ludviksson@hve.is og Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri
lækninga, s. 4321000, netfang thorir.bergmundsson@hve.is
Umsókn skal senda Þóri Bergmundssyni framkvæmdastjóra lækninga á eyðublaði sem aðgengilegt er á vef Embætti landlæknis. Umsókn
skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Öllum umsóknum ver ður svarað.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi er ein af 8 starfsstöðvum stofnunarinnar á Vestur- og Norðvesturlandi og skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt
fjölgreinasjúkrahús með vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á lyflækningadeild, handlækninga-
deild, kvennadeild, öldrunarlækningadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuðáhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Norðvesturlands. Á heilsugæslusviði er veitt almenn
heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og forvarnarstarf. HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu
við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar á Akranesi eru um 240 talsins. Sjá nánar heimasíðu www.hve.is
SÉRFRÆÐILÆKNIR
Laus er til umsóknar staða sérfræðilæknis við Sjúkrahúsið Vog. Starfshlutfall er 100% en hlutastarf kemur til greina. Staðan er
laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í daglegri læknisþjónustu á Sjúkrahúsinu Vogi og öðrum starfsstöðvum SÁÁ. Þetta felur m.a. í sér vaktskyldu, samskipti
og þjónustu við sjúklinga, kennslu og þverfaglega samvinnu.
Hæfniskröfur
Fullgild sérfræðiréttindi.
Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur til 20. mars 2017.
Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal
skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík, eða í tölvupósti á saa@saa.is
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri, s. 824 7600,
netfang: thorarinn@saa.is