Fréttablaðið - 13.01.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 13.01.2018, Síða 28
sem leitinni að þessum hreina tóni.“ Bjarni þagnar og horfir einlægur á blaðamann og bætir við: „Og nú bið ég þig um að vera ekki með fyrir- sögnina: Í leit að hinum hreina tóni,“ og getur svo ekki annað en farið að hlæja. „En eins mikil klisja og þetta er þá er hún sönn. Það er þessi hreini tónn sem getur opnað hvaða hjarta sem er. Tónn sem sprettur við dýpstu hjartarætur.“ Bjarni segist hallast að því að hinn hreini tónn sé fyrst og fremst skrif- aður fremur en leikinn. „Það besta sem túlkandinn getur svo gert er að hindra hann ekki. Hleypa honum fram og til þess þarf að skilja eitt- hvert egó til hliðar, það er það sem þetta snýst soldið mikið um. En eins og umhverfi tónlistarinnar er í sam- félaginu þá er ekki mikið rými fyrir þessa leit. Það er svo mikil áhersla á: Hvað ætlar þú að segja? Af hverju eigum við að kaupa þig? Það eru allir að selja sig en það er samt erfitt að festa hönd á þessu þótt þetta sé mér ofarlega í huga þessa dagana.“ Málað á striga Bjarni Frímann ítrekar að hlutverk flytjandans sé að ljá einhverjum rödd. „Þessi rödd er það sem þú kannt, getur og ert en þú mátt ekki lita verkið of mikið. Fólk hljómar auðvitað misjafnlega en það sem er að gerast er að egóið er að verða of fyrirferðarmikið. Fólk er hætt að kunna að hlusta á tónverkið heldur er alltaf að hlusta á flutninginn. Kannski er þetta afleiðing af því að við erum alltaf að spila eitthvað eftir dautt fólk og svo erum við að bera saman. Alltaf að bera saman flutn- inginn. Þetta er eins og við séum að safna Pokémon-spjöldum þar sem við söfnum því hver hefur heyrt hvað, með hverjum og hvar. Þetta er svona félagslegt kapphlaup sem er orðið of fyrirferðarmikið.“ Er þetta snobb? „Nei, ég held ekki. Vandinn er frekar að það er of mikið um það í klassískri tón- list að tónverkin eru orðin að striga sem er málað á aftur og aftur. Slíkt á sér eðlilega takmörk. Listin þarf á endurnýjun að halda alveg óháð því hversu góð hún er. Það breytir því ekki að umfjöllunarefni listarinnar eru alltaf þau sömu. Manneskjan er að reyna að átta sig á sjálfri sér, tengslum sínum við aðra og sam- bandi sínu við umhverfið og höfuð- skepnurnar. Það er ekkert nýtt sagt heldur aðeins hvernig hlutirnir eru sagðir og eftir því sem samfélagið breytist er þörf fyrir nýjar leiðir til þess að tala um hlutina.“ Mér finnst klassíska tónlistin hafa fest í því fari að gleyma því hvað er verið að segja. Hætt að leita að þessum hreina tóni og því hverju hann vill okkur. Farin að snúast um það hvernig hlutirnir eru túlk- aðir, hvernig Jón ætlar að gera þetta öðruvísi en Gunna. Þess vegna finnst mér allt þetta tal og kapp um að fólk sé að meika það í músíkinni vera algerlega í öskrandi mótsögn við til- ganginn – við kjarnann sem ég trúi að allir finni fyrir. En svo er auðvitað gott að geta haldið einhverju jafn- vægi. Að undanförnu hef ég horft með aðdáun til Víkings Heiðars sem virðist gæta að fullkomnu jafnvægi þarna á milli.“ Menningarleg stéttaskipting Aðspurður um hvernig tónlistarfólki takist að ná til fólks með klassíska tónlist þá segir Bjarni Frímann að það sé ágætt að skoða hvernig Harpa hefur þróast síðustu ár og að þar hafi strax verið hópur sem komst upp á lag með að mæta en svo hafi aðrir veigrað sér við því. „Ég held að það að opna húsið meira og vera með tribute-tónleika og Jóla-Bó hafi gert mörgum þetta léttara. Ég er á því að það hjálpi að nota húsið svona breitt. Sumir bölvast út í að það sé of mikil afþreyingarstemning þar inni en mér finnst það ekki. Mér finnst frábært að fá fleira fólk inn í húsið og hafa þar líka hluti sem höfða til stærri hóps vegna þess að þegar fólk er orðið handgengið húsinu þá er það líklegra til að koma oftar og þar á meðal á klassíska tónleika. Þetta hús er byggt fyrir þjóðina. Allt sem veitir fleirum hlutdeild í Hörpu er af hinu góða.“ Bjarni Frímann bendir á að hið sama megi í raun segja um menn- ingarlífið í heild sinni. Að við sem þjóð þurfum að leitast við að finna meira jafnvægi og sníða okkur stakk eftir vexti. „Við eigum til að vilja hafa stakkinn nokkuð rúman því við erum stórhuga en það gengur samt ekki að vera í vitlausri flík. Mér finnst að við mættum gera meira af því að líta til smábæja og að við getum ekki alltaf verið að máta okkur við London, París, Róm og New York. Það er algjörlega óraunhæft og ef við erum að spenna okkur svona þá verða einfaldlega til svo miklar eyður annars staðar þar sem þörfin er samt raunverulegri í menningarstarfsemi. Í framhaldinu verður til einhver menningarleg stéttaskipting ef sumu er sinnt en öðru ekki.“ Ekkert vit Bjarna Frímanni er mikið niðri fyrir þegar staða tónlistar og menningar er annars vegar og hún angrar hann greinilega, þessi skipting á milli há- og lágmenningar. Hann segir að við séum slæm með það þegar við ákveðum að fara að sinna því sem við köllum kannski lágmenningu að gera það á röngum forsendum. „Þegar við ætlum að gæta þess að peningarnir séu ekki allir í þessu dýra, flotta, snobbaða og hámenn- ingarlega og fara að dreifa víðar þá er t.d. búin til geggjuð ljósmynda- bók með myndum af fátæklingum og það er fyrir þennan hóp en allt á forsendum hámenningar. Þetta ger- ist alltaf en það er ekkert illur hugur í þessu, við bara grípum til þess sem við kunnum. Svo er bara svo auð- Eigum Bjarni Frímann segir að umhverfi tónlistarinnar sé honum ofarlega í huga þessa dagana þar sem egóið er að orðið of fyrirferðamikið að hans mati. FréttaBlaðið/VilhElM Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Mér finnst að við MættuM gera Meira af því að líta til sMábæja og að við getuM ekki alltaf verið að Máta okkur við london. ↣ að leitast við að finna innsta kjarna Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri og nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunn- ar hefur forvitnilegar skoðanir á tónlistinni og öllu menningarlífinu sem henni fylgir. Það er margt sem ég seg-ist alltaf hafa ætlað að verða og flugmaður var eitt af því. Ég var aðeins að læra það en svo varð það aldrei en ég hef enn þá áhuga á flugi. Ég hef svo gaman af vélum, hef einhverja nostalgíu fyrir svona gamaldags véladrasli sem þarf að sinna eins og það sé fjölskyldumeðlimur,“ segir Bjarni Frímann Bjarnason og glottir út í annað. Bjarni Frímann er ný ráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall sem telst vera afar ungt fyrir slíka stöðu. Dýpstu hjartarætur Ummælin um flugáhugann eru til- komin vegna þess að Bjarni Frímann valdi kaffiteríu flugstöðvarinnar í Reykjavík sem alþýðlegan stað til þess að hitta blaðamann í spjalli um tónlistina sem varð ofan á í lífi hans og er þar fyrirferðarmikil. Bjarni Frí- mann segist þó ekkert vita hvaðan þessi ástríða fyrir tónlistinni er sprottin, hvort hún er meðfædd eða áunnin. „Það eina sem ég veit er að það er í mér þrá eftir þessum hreina tóni, hvort sem það er í tónlistinni eða lífinu með öðrum manneskjum. Upp á síðkastið hef ég reyndar villst dálítið af leið, það er auðvelt að láta glepjast í dag þegar manni er alls staðar talin trú um að listsköpun eigi að snúast um eitthvað annað, en það er bara ekki til betri leið til þess að lýsa aðkomu minni að tónlist en 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B C -1 4 7 0 1 E B C -1 3 3 4 1 E B C -1 1 F 8 1 E B C -1 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.