Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 104

Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 104
VELFERÐARSVIÐ REYKJAVÍKURBORGAR Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vill bjóða þér að taka þátt í tilraunaverkefni sem snýst um að leigja íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða, sem staðsettur er miðsvæðis í Reykjavík. Íbúðinni fylgir starf sem gengur út á að stuðla að vellíðan og lífsánægju íbúa. Þú getur t.d: Kennt íbúum að nota samfélagsmiðla. Haldið námskeið út frá þínu áhugasviði, svo sem á sviði fræða, menningar, hreyfingar og listsköpunar. Veitt íbúum einstaklingsmiðaðan félagslegan stuðning. Tilraunaverkefnið er að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel t.d. í Hollandi. Leiga verður á svipuðum kjörum og hjá Félagsstofnun stúdenta. Miðað er við að verkefnið standi yfir frá 1. febrúar 2018 til 1. júlí 2019. Umsóknir skal senda á Þórhildi Egilsdóttur með tölvupósti thorhildur.egilsdottir@reykjavik.is, en hún veitir einnig nánari upplýsingar um verkefnið með tölvupósti eða í síma 411 9042. Í umsókninni skal koma fram; nafn, kennitala, heimilisfang, háskóli, nám, áætluð námslok, starfsreynsla, áhugasvið, ástæða umsóknar og hugmyndir um hvers konar félagslegri virkni þú gætir staðið fyrir í þjónustuíbúðakjarnanum. Umsóknarfrestur er til 27.01.2018 Upplýsingar um þjónustuíbúðir er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is Háskólanemi í húsnæðisleit Ég hef aldrei spilað með þ e ss a r i h l j ó m sve i t sjálfur. Bara fylgst með henni og farið á tónleika þegar ég hef haft tæki-færi til, meðal annars í New York þegar ég var í námi þar,“ segir Víkingur Heiðar píanisti þegar hann er beðinn um álit sitt á Buda- pest Festival Orchestra. „Ungverjar eru mjög skemmtileg þjóð, mér finnst einhver svona nett geggjun í þeim, kannski segja einhverjar gamlar sígaunarætur til sín. Einn vinur minn og samstarfsmaður, Istvan Vardai sellóleikari, einn sá besti í heimi, er ungverskur og eftir að ég fór að vinna með honum skil ég af hverju þessi sveit er svona góð og hressandi, Ungverjar elska að koma á óvart, það er einhver leikur í þeim sem er erfitt að lýsa.“ Víkingur Heiðar telur hina ung- versku sinfóníuhljómsveit eins og sveitir eigi að vera. Hvað á hann við með því? „Hún er rosalega mikil heild en á sama tíma eru margir ein- staklingar þar sem geta tekið per- sónulega afstöðu til verkanna. Með öðrum orðum – það er mjög gaman að heyra einleiksstrófurnar innan úr sveitinni. Svo er stjórnandinn, Iván Fischer, sá sem stofnaði sveitina 1983 og er búinn að vera aðalstjórn- andi hennar allan tímann. Hann hefur ákveðinn snillingsbjarma yfir sér, getur spilað á vel flest hljóðfæri sveitarinnar og þau eru ansi mörg. Hann getur líka stjórnað hverju sem honum sýnist út frá minni, man allt – hann er næstum því ógnvekjandi snjall – en líka ógeðslega skemmti- legur og mikill töffari. Svo er hann tónskáld og næstum andar músík.“ Ekki kveðst Víkingur Heiðar hafa haft hönd í bagga með að fá hljóm- sveitina hingað. „Það kom mér mjög ánægjulega á óvart að hún væri að koma,“ segir hann og kveðst líka hrifinn af verkunum sem hún ætli að flytja, nefnir sem dæmi Sinfóníu númer 2 eftir Rachmaninov sem hann segir stórkostlega tónsmíð og höfundinn vanmetið tónskáld og Píanókonsert númer 3 í c-moll eftir Beethoven. „Með þessum konsert opnaði Beethoven nýja heima inn í konsertformið, hlutverk ein- leikarans er viðameira en áður, risastór, geggjuð kadensa, svo er annar þátturinn hálfgert himnaríki þegar hann hefst, einhvers konar eintal píanistans við almættið, ef við getum orðað það svo,“ segir Víkingur Heiðar sem telur komu þessarar sveitar geta verið viðburð ársins í Eldborg. „Svona gerist ekki á hverjum degi, ekki einu sinni á hverju ári.“ Töff bassadeild „Við höfum reynt að bjóða eina stóra og fræga sinfóníuhljómsveit velkomna í Hörpu árlega frá því húsið var opnað,“ segir Melkorka Ólafsdóttir, dagskrárstjóri tónlistar í Hljómsveit eins og hljómsveitir eiga að vera Ein af tíu bestu sinfóníuhljómsveitum heims, Budapest Festival Orchestra, spilar í Eldborgarsal Hörpu næsta miðvikudag, 17. janúar, undir stjórn Iván Fischer. Einleikari er píanóleikarinn Dénes Várjon. Víkingur Heiðar og Melkorka Ólafsdóttir vita allt um sveitina. Budapest Festival Orchestra er tíður gestur í helstu tónleikasölum heims en er líka vikulega með ókeypis tónleika á hjúkrunarheimilum, í kirkjum og fleiri stofnunum og reglulega „kakótónleika“ fyrir yngstu áheyrendurna. „Skil af hverju þess sveit er svona góð og hressandi, Ungverjar elska að koma á óvart. Það er einhver leikur í þeim sem erfitt er að lýsa,“ segir Víkingur Heiðar. FréTTaBlaðið/EyÞór „Það verður fróðlegt að heyra í hljómsveit af þessari stærðargráðu í Eldborg,“ segir Melkorka. Mynd/rUT SigUrðardóTTir 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r44 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B B -E C F 0 1 E B B -E B B 4 1 E B B -E A 7 8 1 E B B -E 9 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.