Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 107

Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 107
Sýningar Hvað? Opnun – Bending Hvenær? 17.00 Hvar? BERG Contemporary, Klapparstíg Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þór­ dís Jóhannesdóttir opna sýningu sína Bending í BERG Contemp­ orary Hvað? Maggazine - Fyrsta einka- sýning Margrétar Weisshappel Hvenær? 17.00 Hvar? Vínyl, Hverfisgötu Margrét er grafískur hönnuður að mennt, en hún útskrifaðist með BA­gráðu úr Listaháskóla Íslands árið 2015. Auk þess að vinna sjálf­ stætt að hinum ýmsu verkefnum vinnur hún sem grafískur hönn­ uður hjá íslenska hönnunarfyrir­ tækinu Tulipop. Sunnudagur Tónlist Hvað? Iron & Wine Hvenær? 20.00 Hvar? Harpa Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug. Hann hefur náð að fanga bæði tilfinningar og ímyndunarafl hlustenda sinna með einstaklega hugljúfri tónlist. Hvað? Ballöður fyrir brjálæðinga Hvenær? 17.00 Hvar? Harpa Stirni Ensemble hefur árið á fjör­ ugum tónleikum í Norðurljósum undir yfirskriftinni Ballöður fyrir brjálæðinga. Tónleikarnir eru undir hatti Sígildra sunnudaga í Hörpu. Efnisskráin er suðræn og seiðandi og til þess fallin að fá hjörtun til að slá örar og fá d­vítamín fyrir sálina! Meðal annars verða fluttar splunkunýjar útsetningar á söng­ lögum Turina og Piazzolla. Viðburðir Hvað? Bókakaffi - Kristín Helga Gunnars Hvenær? 16.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels nefnist nýútkomin skáld­ saga Kristínar Helgu Gunnars, sem byggð er á viðtölum, fréttum og heimildum um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Kristín Helga segir frá bók sinni í bókakaffi í Hannesar­ holti. Sýningar Hvað? Sýningarspjall Jacks Latham á lokadegi sýningarinnar Mál 214 Hvenær? 14.00 Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur Í dag fer fram sýningarspjall með Jack Latham höfundi sýningar­ innar Mál 214 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Aðgangur að spjallinu er ókeypis. Gestir er hvattir til að koma og hlýða á Jack og virða jafn­ framt fyrir sér sýningu hans en henni lýkur um helgina. Spjallið fer fram á ensku. Sýningin Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun var opnuð í desember í Hönnunar­ safni Íslands. Í dag klukkan fjögur verður leiðsögn um sýninguna en Ásdís Jóelsdóttir mun þá leiða gesti í allan sannleika um sögu lopapeys­ unnar. Ásdís er lektor við Háskóla Íslands og er höfundur bókarinnar sem sýningin er byggð á. Lopapeysan var fyrst um sinn vinnufatnaður til brúks við erfið úti­ störf enda, eins og hvert mannsbarn á Íslandi ætti að þekkja, er hún afar hlý og skjólgóð. Lopapeysan lifir enn góðu lífi í nútímanum en sinnir öðru hlut­ verki, bæði sem minja­ og tískuvara. Það má því segja að peysan endur­ spegli sögu þjóðar vorrar, frá erfiðum bústörfum til ferðamannabólunnar. Peysan var ekki uppfinning neinnar einnar prjónakonu heldur eru bak við hana ýmsir áhrifavaldar og hún þurfti að vera fljótprjónuð. Það eru að sjálfsögðu alíslenskar prjónakonur sem eiga allan heiðurinn af hönnun peysunnar og þróun hennar í gegnum árin. Þjálfun og reynsla, formskynjun í munsturgerð, næmi fyrir litum og litasamsetningum ásamt ánægjunni af því að prjóna hefur verið undirstaða í hönnun lopapeysunnar. Hönnuður sýningarinnar er Auður Ösp Guðmundsdóttir. Sýningin er farandsýning og er sam­ starfsverkefni Hönnunarsafns Íslands, Heimilisiðnaðarsafnsins og Gljúfra­ steins. – sþh Lopapeysan í öndvegi í leiðsögn í Hönnunarsafni Íslands Allt sem þú vildir vita um lopapeysuna, og mögulega eitthvað sem þú vildir ekki vita, er til sýnis í Hönnunarsafninu. Peysan var ekki uPPfinning neinnar einnar Prjónakonu heldur eru bak við hana ýmsir áhrifavaldar Tökum afstöðu... Er ÞINN vinnustaður búinn að skrifa undir? Íslensk lög og reglur kveða á um að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi á vinnustöðum skuli ekki liðið. Komi slíkt upp skal bregðast við því með markvissum hætti. Vinnueftirlitið, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins hafa skrifað undir viljayfirlýsingu og hvetja alla vinnustaði til þess að skrifa undir og efla forvarnir. áreitni á vinnustöðum... NEI TAKK! Hægt er að skrifa undir viljayfirlýsinguna rafrænt á vef Vinnueftirlitsins vinnueftirlit.is m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 47L A U g A R D A g U R 1 3 . j A n ú A R 2 0 1 8 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B B -F 6 D 0 1 E B B -F 5 9 4 1 E B B -F 4 5 8 1 E B B -F 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.